Gæti tekið þessa viku að skrifa stjórnarsáttmálann Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2017 18:30 Formenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu áfram að skrifa málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í dag en sú vinna gæti tekið alla þessa viku. Ekki er búið að skipta ráðuneytum á milli flokkanna en gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra. Í dag er vika síðan að formlegar stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hófust en það var mánudaginn 13. nóvember, daginn sem þingflokkarnir samþykktu að hefja formlegar viðræður. Í dag eru 23 dagar frá alþingiskosningum. Sigurður Ingi Jóhannsson var mættur fyrstur á fund formanna flokka í ráðherrabústaðnum í morgun. „Við ætlum að vanda okkur. Þetta skiptir máli og við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi. Við sjáum alveg til enda og það eru engin stórmál sem eru að trufla en það skiptir máli að fara vel ofan í það hvað þarf að gera svo við göngum öll í takt frá fyrsta degi,“ segir Sigurður Ingi. Formennirnir fengu í síðustu viku sérfræðinga til fundar við sig. Meðal annars landlækni og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að þessir fundir hafi reynst gagnlegir. „Þeir hafa reynst mjög gagnlegir. Það liggur fyrir til að mynda gagnvart vinnumarkaðnum að það er eitt stærsta verkefnið sem blasir við. Þannig að okkur fannst mikilvægt að hefja það samtal til að átta okkur á því hvort það væri möguleiki á því að skapa einhverja umgjörð um slíkt samtal fram á við. Þannig að já, þetta hafa verið mjög gagnlegir fundir,“ segir Katrín. Formenn flokkanna segjast öll bjartsýn á að það takist að ljúka gerð málefnasamnings nýrrar ríkisstjórnar þótt það gæti tekið alla þessa viku. „Við erum að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og við einfaldlega verðum að taka höndum saman á vettvangi stjórnmálanna til þess að nýta þær einstöku aðstæður til þess að byggja upp landið og ná árangri við sókn í átt að betri lífskjörum. Það má ekki gerast að órói á stjórnmálasviðinu verði til þess að tækifærið glatist í efnahagsmálum og fyrir landsmenn alla,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Formenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu áfram að skrifa málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í dag en sú vinna gæti tekið alla þessa viku. Ekki er búið að skipta ráðuneytum á milli flokkanna en gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra. Í dag er vika síðan að formlegar stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hófust en það var mánudaginn 13. nóvember, daginn sem þingflokkarnir samþykktu að hefja formlegar viðræður. Í dag eru 23 dagar frá alþingiskosningum. Sigurður Ingi Jóhannsson var mættur fyrstur á fund formanna flokka í ráðherrabústaðnum í morgun. „Við ætlum að vanda okkur. Þetta skiptir máli og við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi. Við sjáum alveg til enda og það eru engin stórmál sem eru að trufla en það skiptir máli að fara vel ofan í það hvað þarf að gera svo við göngum öll í takt frá fyrsta degi,“ segir Sigurður Ingi. Formennirnir fengu í síðustu viku sérfræðinga til fundar við sig. Meðal annars landlækni og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að þessir fundir hafi reynst gagnlegir. „Þeir hafa reynst mjög gagnlegir. Það liggur fyrir til að mynda gagnvart vinnumarkaðnum að það er eitt stærsta verkefnið sem blasir við. Þannig að okkur fannst mikilvægt að hefja það samtal til að átta okkur á því hvort það væri möguleiki á því að skapa einhverja umgjörð um slíkt samtal fram á við. Þannig að já, þetta hafa verið mjög gagnlegir fundir,“ segir Katrín. Formenn flokkanna segjast öll bjartsýn á að það takist að ljúka gerð málefnasamnings nýrrar ríkisstjórnar þótt það gæti tekið alla þessa viku. „Við erum að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og við einfaldlega verðum að taka höndum saman á vettvangi stjórnmálanna til þess að nýta þær einstöku aðstæður til þess að byggja upp landið og ná árangri við sókn í átt að betri lífskjörum. Það má ekki gerast að órói á stjórnmálasviðinu verði til þess að tækifærið glatist í efnahagsmálum og fyrir landsmenn alla,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira