Forsætisráðherra hress eins og ávallt og nýbúinn að kaupa slátur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 15:33 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra þegar hún mætti á ríkisráðsfund rétt fyrir klukkan 15 í dag. vísir/ernir Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mættu hver af öðrum á ríkisráðsfund á Bessastaði rétt fyrir klukkan 15 í dag. Það lá vel á þeim öllum eins og við var að búast og var forsætisráðherra sérstaklega hress þar sem hún ræddi við fjölmiðlamenn á tröppunum á Bessastöðum. „Ég er bara hress eins og ávallt,“ sagði Katrín. „Ég var áðan að kaupa slátur og það var mikill hressleiki þar sem ég var í matvörubúðinni þannig að ég fann góða strauma,“ bætti hún síðar við. Svandís Svavarsdóttir, verðandi heilbrigðisráðherra fyrir VG, sagðist verkefnið leggjast mjög vel í sig. „Það er gaman að takast á við nýja hluti. Það þarf að taka til hendinni í heilbrigðismálunum og það á vel við mig að taka til hendinni,“ sagði Svandís. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, hafði orð á því að alþekkt væri að það ætti það til að gusta og blása um heilbrigðisráðherra. „Já, það gustaði og blés um mig í umhverfisráðuneytinu og ég kann áægtlega við við mig þar sem blæs um og gustar,“ sagði Svandís.Auðmjúkur og þakklátur umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, verðandi umhverfisráðherra, sagði nýja starfið leggjast ágætlega í sig. „Ég er auðmjúkur og þakklátur og hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Guðmundur. Hann sagði Katrínu fyrst hafa hringt í sig í gær og svo aftur í gærkvöldi. „Ég hugsaði mig um, já að sjálfsögðu gerir maður það með svona stórar ákvarðanir.“ Lilja Alfreðsdóttir, verðandi mennta-og menningarmálaráðherra, sagði að til stæði að efla verk-og iðnnám og veita meira fé til framhaldsskólanna og háskólanna. Þá leggst nýja starfið vel í Ásmund Einar Daðason, verðandi félagsmálaráðherra, og kvaðst hann mjög ánægður með nýja ríkisstjórn. Þá fengi málaflokkur hans mikinn sess í stjórnarsáttmálanum. „Þetta er spennandi og krefjandi,“ sagði Ásmundur Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi sveitarstjórnar- og samgönguráðherra sagði það leggjast vel í sig að mæta á ríkisráðsfund. „Ég rata svo sem,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði og bætti svo við að þetta væri skemmtilegur dagur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03 Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47 Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira
Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mættu hver af öðrum á ríkisráðsfund á Bessastaði rétt fyrir klukkan 15 í dag. Það lá vel á þeim öllum eins og við var að búast og var forsætisráðherra sérstaklega hress þar sem hún ræddi við fjölmiðlamenn á tröppunum á Bessastöðum. „Ég er bara hress eins og ávallt,“ sagði Katrín. „Ég var áðan að kaupa slátur og það var mikill hressleiki þar sem ég var í matvörubúðinni þannig að ég fann góða strauma,“ bætti hún síðar við. Svandís Svavarsdóttir, verðandi heilbrigðisráðherra fyrir VG, sagðist verkefnið leggjast mjög vel í sig. „Það er gaman að takast á við nýja hluti. Það þarf að taka til hendinni í heilbrigðismálunum og það á vel við mig að taka til hendinni,“ sagði Svandís. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, hafði orð á því að alþekkt væri að það ætti það til að gusta og blása um heilbrigðisráðherra. „Já, það gustaði og blés um mig í umhverfisráðuneytinu og ég kann áægtlega við við mig þar sem blæs um og gustar,“ sagði Svandís.Auðmjúkur og þakklátur umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, verðandi umhverfisráðherra, sagði nýja starfið leggjast ágætlega í sig. „Ég er auðmjúkur og þakklátur og hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Guðmundur. Hann sagði Katrínu fyrst hafa hringt í sig í gær og svo aftur í gærkvöldi. „Ég hugsaði mig um, já að sjálfsögðu gerir maður það með svona stórar ákvarðanir.“ Lilja Alfreðsdóttir, verðandi mennta-og menningarmálaráðherra, sagði að til stæði að efla verk-og iðnnám og veita meira fé til framhaldsskólanna og háskólanna. Þá leggst nýja starfið vel í Ásmund Einar Daðason, verðandi félagsmálaráðherra, og kvaðst hann mjög ánægður með nýja ríkisstjórn. Þá fengi málaflokkur hans mikinn sess í stjórnarsáttmálanum. „Þetta er spennandi og krefjandi,“ sagði Ásmundur Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi sveitarstjórnar- og samgönguráðherra sagði það leggjast vel í sig að mæta á ríkisráðsfund. „Ég rata svo sem,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði og bætti svo við að þetta væri skemmtilegur dagur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03 Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47 Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Líkur á salmónellu í buffalókjúklingalærum Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Sjá meira
Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03
Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47
Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20