Andrési Inga boðið í kaffi til Viðskiptaráðs Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 30. nóvember 2017 14:41 Líkt og flestir landsmenn fylgdist ég spennt með framgangi mála á fundum tilvonandi ríkisstjórnarflokka í gærkvöldi. Kom það kannski ekki á óvart þegar Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, stigu fram í sjónvarpsviðtali RÚV og sögðust ekki ætla að greiða atkvæði með nýjum málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar. Það sem kom mér hins vegar verulega á óvart var þegar Andrés Ingi opinberaði að mér virtist skilningsleysi sitt á mikilvægi samkeppnishæfni atvinnulífsins. Í ræðu sinni í gærkvöldi vitnaði Andrés Ingi í upphafsorð kafla málefnasamnings ríkisstjórnarinnar um skattamál þar sem fram kemur að „Launahækkanir undanfarinna ára ásamt hækkuðu lífeyrisframlagi atvinnurekenda og sterkara gengi gjaldmiðilsins haf[a] dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins.“ Það sem hann hafði helst við upphafsorðin að athuga var að þetta bæri keim af orðalagi frá Viðskiptaráði og því ekki í samræmi við stefnu Vinstri grænna. Stöldrum hér aðeins við. Skil ég það rétt að Andrés telji að samkeppnishæfni atvinnulífsins sé sérhagsmunamál Viðskiptaráðs? Að þetta sé baráttumál sem Vinstri Græn eigi ekki að standa vörð um? Að samkeppnishæfni sé stefnumál annarra flokka sem ekki eigi samleið með Vinstri Grænum? Mikið hefur borið á umræðu um samkeppnishæfni á síðustu misserum. En getur það verið að meining orðsins sé óskýr þrátt fyrir þráláta umfjöllun? Samkeppnishæft atvinnulíf gefur til kynna að við séum samkeppnishæf sem þjóð. Skilgreina má samkeppnishæfni á marga vegu en í sinni einföldustu mynd gefur góð samkeppnishæfni lands t.a.m. til kynna að góðar forsendur séu til staðar til að skapa verðmæti. Atvinnulífið er grunnstoð í samfélaginu og fjármagnar stóran hluta af samfélagslegu verðmætum okkar. Ef vegið er að samkeppnishæfni slíkrar grunnstoðar kemur það niður á öðrum þáttum, líkt og getu ríkisins til að fjármagna öfluga heilbrigðisþjónustu og gott menntakerfi. Andrés Ingi dregur einmitt fram punkta í ræðu sinni sem hann hefur áhyggjur af og nefnir þar t.a.m. rekstrarform á opinberri þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu og skólum landsins, en gæði þeirra og framboð er jú einmitt beintengd samkeppnishæfni landsins. Færa má rök fyrir því að eftir því sem samkeppnishæfni landa er meiri, þeim mun eftirsóknarverðara er að búa og starfa í viðkomandi landi. Samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda þess að hér skapist störf í eftirsóttum greinum fyrir unga fólkið okkar. Margar fréttir hafa borist undanfarið af íslenskum fyrirtækjum sem hafa flutt hluta sinnar starfsemi erlendis, og tekið með sér verðmæt störf úr landi því Ísland er ekki lengur samkeppnishæft í samanburði við nágrannalönd. Það er rétt að Viðskiptaráð hefði alveg eins getað skrifað þennan upphafskafla – enda hefur ráðið staðið vörð um baráttu mál sem þetta frá stofnun ráðsins – eða í 100 ár. Viðskiptaráð fagnar því að verið sé að huga að þessu grundvallaratriði hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Við teljum að í mörgum málum megi ganga enn lengra – og ætla ég ekki að fara að tíunda það hér. Þess í stað óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar á næstu misserum og býð um leið Andrési Inga að kíkja í kaffi til okkar hjá Viðskiptaráði til fara betur yfir þetta sameiginlega áhugamál. Við erum í Borgartúni 35, 5. hæð.Ásta Sigríður FjeldstedFramkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Líkt og flestir landsmenn fylgdist ég spennt með framgangi mála á fundum tilvonandi ríkisstjórnarflokka í gærkvöldi. Kom það kannski ekki á óvart þegar Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, stigu fram í sjónvarpsviðtali RÚV og sögðust ekki ætla að greiða atkvæði með nýjum málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar. Það sem kom mér hins vegar verulega á óvart var þegar Andrés Ingi opinberaði að mér virtist skilningsleysi sitt á mikilvægi samkeppnishæfni atvinnulífsins. Í ræðu sinni í gærkvöldi vitnaði Andrés Ingi í upphafsorð kafla málefnasamnings ríkisstjórnarinnar um skattamál þar sem fram kemur að „Launahækkanir undanfarinna ára ásamt hækkuðu lífeyrisframlagi atvinnurekenda og sterkara gengi gjaldmiðilsins haf[a] dregið úr samkeppnishæfni atvinnulífsins.“ Það sem hann hafði helst við upphafsorðin að athuga var að þetta bæri keim af orðalagi frá Viðskiptaráði og því ekki í samræmi við stefnu Vinstri grænna. Stöldrum hér aðeins við. Skil ég það rétt að Andrés telji að samkeppnishæfni atvinnulífsins sé sérhagsmunamál Viðskiptaráðs? Að þetta sé baráttumál sem Vinstri Græn eigi ekki að standa vörð um? Að samkeppnishæfni sé stefnumál annarra flokka sem ekki eigi samleið með Vinstri Grænum? Mikið hefur borið á umræðu um samkeppnishæfni á síðustu misserum. En getur það verið að meining orðsins sé óskýr þrátt fyrir þráláta umfjöllun? Samkeppnishæft atvinnulíf gefur til kynna að við séum samkeppnishæf sem þjóð. Skilgreina má samkeppnishæfni á marga vegu en í sinni einföldustu mynd gefur góð samkeppnishæfni lands t.a.m. til kynna að góðar forsendur séu til staðar til að skapa verðmæti. Atvinnulífið er grunnstoð í samfélaginu og fjármagnar stóran hluta af samfélagslegu verðmætum okkar. Ef vegið er að samkeppnishæfni slíkrar grunnstoðar kemur það niður á öðrum þáttum, líkt og getu ríkisins til að fjármagna öfluga heilbrigðisþjónustu og gott menntakerfi. Andrés Ingi dregur einmitt fram punkta í ræðu sinni sem hann hefur áhyggjur af og nefnir þar t.a.m. rekstrarform á opinberri þjónustu, s.s. heilbrigðisþjónustu og skólum landsins, en gæði þeirra og framboð er jú einmitt beintengd samkeppnishæfni landsins. Færa má rök fyrir því að eftir því sem samkeppnishæfni landa er meiri, þeim mun eftirsóknarverðara er að búa og starfa í viðkomandi landi. Samkeppnishæft atvinnulíf er forsenda þess að hér skapist störf í eftirsóttum greinum fyrir unga fólkið okkar. Margar fréttir hafa borist undanfarið af íslenskum fyrirtækjum sem hafa flutt hluta sinnar starfsemi erlendis, og tekið með sér verðmæt störf úr landi því Ísland er ekki lengur samkeppnishæft í samanburði við nágrannalönd. Það er rétt að Viðskiptaráð hefði alveg eins getað skrifað þennan upphafskafla – enda hefur ráðið staðið vörð um baráttu mál sem þetta frá stofnun ráðsins – eða í 100 ár. Viðskiptaráð fagnar því að verið sé að huga að þessu grundvallaratriði hagvaxtar og velferðar til lengri tíma. Við teljum að í mörgum málum megi ganga enn lengra – og ætla ég ekki að fara að tíunda það hér. Þess í stað óska ég nýrri ríkisstjórn velfarnaðar á næstu misserum og býð um leið Andrési Inga að kíkja í kaffi til okkar hjá Viðskiptaráði til fara betur yfir þetta sameiginlega áhugamál. Við erum í Borgartúni 35, 5. hæð.Ásta Sigríður FjeldstedFramkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar