Eftirlit á brauðfótum Þröstur Ólafsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Á upphafsárum nýfrjálshyggjunnar reið alda fordæmingar á opinberu eftirliti yfir land og lýð. Í stað eftirlitsstofnunar var starfsemin uppnefnd eftirlitsiðnaður, sem átti að gefa í skyn að það sem þarna færi fram, væri atvinnustarfsemi, en ekki opinber þjónusta. Starfsemin var talin allt of dýr, fánýt og væri verkefni einkaaðila. Þjónustan sögð þvælast fyrir skjóthyggjumönnum sem þurftu að hafa hraðan á. Stofnanir sem höfðu það hlutverk að verja borgarana og veita aðhald voru gerðar að óvinum atvinnulífsins, sem sóuðu skattpeningum almennings. Um þær lék neikvætt umtal; þær áttu í vök að verjast. Þeir sem voru á öndverðum meiði og töldu eftirlit nauðsynlegt til að styrkja heilbrigða viðskiptahætti og vernda almenning gegn misgjörðum, urðu úti í því gjörningaveðri sem svokölluð stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins stóð fyrir. Tíminn leið. Að stjórnartaumum komu ríkisstjórnir sem voru brennimerktar nýfrjálshyggju, sem gefa vildu flest viðskiptasvið og margar mannlegar athafnir markaðinum á vald. Aðeins alfrjáls og óheftur markaður væri hin sanna árangursviðmiðun samfélagsins. Hann myndi leiða frelsi og farsæld yfir mannfólkið. Við tók hömlulaus markaðsátrúnaður, altekinn skjótgróðahyggju. Þetta urðu grunngildi íslensks samfélags. Án þeirra ekkert algert hrun. Síðan hafa fyrrnefnd gildi að vísu bliknað, en eru þó enn fyrirferðarmikil. Löggildingarstofan aflögð Ekki skorti að okkur hafði verið talin trú um að eftirlit væri haft með umsvifum fjármálastofnana áratuginn fyrir hrun. Fylgst væri glöggt með framferði þeirra. Við þyrftum ekkert að óttast. Fjármálaeftirlitið væri á verði. Þegar við kaupum eldsneyti á bílana okkar eða matvæli eftir vog, þá treystum við því að mælar bensínstöðvanna séu réttir svo og vogir verslananna. Til að fylgjast með að svo væri var Löggildingarstofan sett á stofn. Það fyrirkomulag var síðar ekki talið henta vinnubrögðum frjáls markaðar. Verkefnum stofunnar gætu einkaaðilar sinnt. Þeir sem selja vöru skyldu sjálfir sjá til þess að mælarnir væru í lagi. Löggildingarstofan var því lögð niður. Nú eru „mælaeftirlitsmenn“ trúnaðar- og starfsmenn olíufélaganna! Ekki alls fyrir löngu vöktu fjölmiðlar athygli okkar á meðferð fiðurfugla og svína. Sýndar voru heldur óskemmtilegar myndir af vannærðum, grindhoruðum og illa útlítandi dýrum sem virtust pínd áfram til að „framleiða“ matvæli ofan í okkur. Þegar matvælaeftirlitsstofnunin (Matís) var spurð álits virtist hún koma af fjöllum. Stofnunin hafði, því miður, ekki fylgst með þessu. Þar á bæ hörmuðu menn atvikið og lofuðu bót og betrun. Þessi stofnun var og er undirstofnun landbúnaðarráðuneytisins, sem er hagsmunagæslustofnun framleiðenda landbúnaðarvara. Það gefur auga leið að slík stofnun er ekki að hnýsast ofan í „innri mál“ framleiðenda. Þegar verið var að festa núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi í sessi var það talið eitt af úrslitaatriðum að landaður afli yrði alls staðar viktaður með sama hætti, væri það ekki gert yrðu aflatölur óvissar og ekki samanburðarhæfar. Fiskistofu var falið að sjá til þess að svo yrði. Nú kemur í ljós að ekkert eftirlit er með því hvernig útgerðarmenn haga viktun. Stofnunin virðist hafa fengið á sig brotsjó og glatað starfshæfni sinni, þökk sé fruntalegri aðför ráðherra að henni. Útgerðarmönnum virðist í sjálfsvald sett, hvaða aflatölur þeir gefa upp. Eftirlitið er ónýtt. Mældu rétt, strákur! Mýmörgum dæmum mætti bæta hér við, sem sýna hryggðarmynd opinberrar eftirlitsstarfsemi hérlendis. Því miður hefur þetta ekki gerst óvart, heldur er þetta hluti af þeirri pólitísku hugmyndafræði, sem telur eftirlit skaðlegt. Í löndum með þroskað viðskiptasiðferði skiptir viðurkennt eftirlit miklu máli, því mikið er í húfi fyrir atvinnulífið. Ef ekkert er að marka hve mikill afli kemur upp úr sjónum, þá er sjálft fiskveiðstjórnkerfið í hættu. Ef við glötum yfirsýn yfir aflamagnið þá vitum við ekkert um sjálfbærni kerfisins. Sjálftaka gæti orðið ríkjandi. Af fenginni reynslu er ekki líklegt að mikið traust ríki í garð slíks fyrirkomulags. Sömu sögu má segja um önnur þau svið sem skipta almenning máli að aðhald sé virkt. Við viljum að lög og reglur séu virtar. Höfum komið á fót margs konar stofnunum til að fylgjast með að farið sé eftir þeim. Þegar þessar stofnanir bregðast í ríkum mæli þá er voðinn vís. Gagnvart slíkum kerfisbresti er almenningur varnarlítill. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þröstur Ólafsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Á upphafsárum nýfrjálshyggjunnar reið alda fordæmingar á opinberu eftirliti yfir land og lýð. Í stað eftirlitsstofnunar var starfsemin uppnefnd eftirlitsiðnaður, sem átti að gefa í skyn að það sem þarna færi fram, væri atvinnustarfsemi, en ekki opinber þjónusta. Starfsemin var talin allt of dýr, fánýt og væri verkefni einkaaðila. Þjónustan sögð þvælast fyrir skjóthyggjumönnum sem þurftu að hafa hraðan á. Stofnanir sem höfðu það hlutverk að verja borgarana og veita aðhald voru gerðar að óvinum atvinnulífsins, sem sóuðu skattpeningum almennings. Um þær lék neikvætt umtal; þær áttu í vök að verjast. Þeir sem voru á öndverðum meiði og töldu eftirlit nauðsynlegt til að styrkja heilbrigða viðskiptahætti og vernda almenning gegn misgjörðum, urðu úti í því gjörningaveðri sem svokölluð stuttbuxnadeild Sjálfstæðisflokksins stóð fyrir. Tíminn leið. Að stjórnartaumum komu ríkisstjórnir sem voru brennimerktar nýfrjálshyggju, sem gefa vildu flest viðskiptasvið og margar mannlegar athafnir markaðinum á vald. Aðeins alfrjáls og óheftur markaður væri hin sanna árangursviðmiðun samfélagsins. Hann myndi leiða frelsi og farsæld yfir mannfólkið. Við tók hömlulaus markaðsátrúnaður, altekinn skjótgróðahyggju. Þetta urðu grunngildi íslensks samfélags. Án þeirra ekkert algert hrun. Síðan hafa fyrrnefnd gildi að vísu bliknað, en eru þó enn fyrirferðarmikil. Löggildingarstofan aflögð Ekki skorti að okkur hafði verið talin trú um að eftirlit væri haft með umsvifum fjármálastofnana áratuginn fyrir hrun. Fylgst væri glöggt með framferði þeirra. Við þyrftum ekkert að óttast. Fjármálaeftirlitið væri á verði. Þegar við kaupum eldsneyti á bílana okkar eða matvæli eftir vog, þá treystum við því að mælar bensínstöðvanna séu réttir svo og vogir verslananna. Til að fylgjast með að svo væri var Löggildingarstofan sett á stofn. Það fyrirkomulag var síðar ekki talið henta vinnubrögðum frjáls markaðar. Verkefnum stofunnar gætu einkaaðilar sinnt. Þeir sem selja vöru skyldu sjálfir sjá til þess að mælarnir væru í lagi. Löggildingarstofan var því lögð niður. Nú eru „mælaeftirlitsmenn“ trúnaðar- og starfsmenn olíufélaganna! Ekki alls fyrir löngu vöktu fjölmiðlar athygli okkar á meðferð fiðurfugla og svína. Sýndar voru heldur óskemmtilegar myndir af vannærðum, grindhoruðum og illa útlítandi dýrum sem virtust pínd áfram til að „framleiða“ matvæli ofan í okkur. Þegar matvælaeftirlitsstofnunin (Matís) var spurð álits virtist hún koma af fjöllum. Stofnunin hafði, því miður, ekki fylgst með þessu. Þar á bæ hörmuðu menn atvikið og lofuðu bót og betrun. Þessi stofnun var og er undirstofnun landbúnaðarráðuneytisins, sem er hagsmunagæslustofnun framleiðenda landbúnaðarvara. Það gefur auga leið að slík stofnun er ekki að hnýsast ofan í „innri mál“ framleiðenda. Þegar verið var að festa núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi í sessi var það talið eitt af úrslitaatriðum að landaður afli yrði alls staðar viktaður með sama hætti, væri það ekki gert yrðu aflatölur óvissar og ekki samanburðarhæfar. Fiskistofu var falið að sjá til þess að svo yrði. Nú kemur í ljós að ekkert eftirlit er með því hvernig útgerðarmenn haga viktun. Stofnunin virðist hafa fengið á sig brotsjó og glatað starfshæfni sinni, þökk sé fruntalegri aðför ráðherra að henni. Útgerðarmönnum virðist í sjálfsvald sett, hvaða aflatölur þeir gefa upp. Eftirlitið er ónýtt. Mældu rétt, strákur! Mýmörgum dæmum mætti bæta hér við, sem sýna hryggðarmynd opinberrar eftirlitsstarfsemi hérlendis. Því miður hefur þetta ekki gerst óvart, heldur er þetta hluti af þeirri pólitísku hugmyndafræði, sem telur eftirlit skaðlegt. Í löndum með þroskað viðskiptasiðferði skiptir viðurkennt eftirlit miklu máli, því mikið er í húfi fyrir atvinnulífið. Ef ekkert er að marka hve mikill afli kemur upp úr sjónum, þá er sjálft fiskveiðstjórnkerfið í hættu. Ef við glötum yfirsýn yfir aflamagnið þá vitum við ekkert um sjálfbærni kerfisins. Sjálftaka gæti orðið ríkjandi. Af fenginni reynslu er ekki líklegt að mikið traust ríki í garð slíks fyrirkomulags. Sömu sögu má segja um önnur þau svið sem skipta almenning máli að aðhald sé virkt. Við viljum að lög og reglur séu virtar. Höfum komið á fót margs konar stofnunum til að fylgjast með að farið sé eftir þeim. Þegar þessar stofnanir bregðast í ríkum mæli þá er voðinn vís. Gagnvart slíkum kerfisbresti er almenningur varnarlítill. Höfundur er hagfræðingur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun