„Ekkert óeðlilegt við þjónustustig og viðbragð sjúkraflutninga og annarra heilbrigðisstarfsmanna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. desember 2017 21:30 Framkvæmdastjórn HSU sendi frá sér tilkynningu vegna umræðu sem skapaðist um sjúkraflutninga í Rangárþingi. Vísir/Vilhelm Mikil umræða skapaðist á samfélagsmiðlum um sjúkraflutninga í Rangárþingi eftir að færslu var deilt á Facebook varðandi slys í Hvolsskóla á Hvolsvelli á miðvikudag. Nemandi hafði dottið á höfuðið og var gagnrýnt að enginn sjúkrabíll hafi verið í Rangárþingi til þess að sinna útkallinu. Nokkur hundruð deildu einni færslunni. Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að viðbragðstíminn hafi aðeins verið í kringum 15 mínútur frá því að hringt var á Neyðarlínuna. Í yfirlýsingu HSU er sagt að farið sé með rangt mál í Facebook færslunni. Þar er einnig ítrekað mikilvægi þess að hringja beint í 112 en í umræddu atviki var hringt fyrst á heilsugæslustöð. „Þessi færsla hefur skapað heitar umræður í samfélaginu. Því þykir framkvæmdastjórn HSU rétt að birta upplýsingar um málið til að leiðrétta alvarlega misskilning og koma í veg fyrir áframhaldandi rangfærslur. Af færslunni má auðveldlega skilja að sjúkrabíll hafi ekki verið staðsettur í Rangárþingi yfir höfuð þegar slys varð í skóla í sveitarfélaginu. Það er alfarið rangt.“Ekkert óeðlilegt við útkall Kemur fram í yfirlýsingunni að sjúkraflutningar í Rangárþingi hafa verið stórefldir frá 15. maí síðastliðnum og ekkert óeðlilegt verið við útkall umræddan dag og lóðamörk í sveitarfélaginu Árborg höfðu ekkert með það að gera. „Sjúkrabíll með tveggja manna áhöfn á staðarvakt er alltaf staðsettur í Rangárþingi, nema eðli málsins samkvæmt þegar hann er að flytja sjúklinga á sjúkrahús. Varasjúkrabíll er staðsettur á Hvolsvelli og hægt hefur verið að nota hann mun oftar eftir að nýtt kerfi hefur verið tekið upp, bæði ef fleiri bíla er þörf t.d. í alvarleg slys og eins ef aðalbíllinn er í öðru útkalli.“ Kemur þar fram að að minnsta kosti þrír af sjúkraflutningamönnum í atvinnuliði HSU eru búsettir í Rangárþingi. „Umrætt slys varð í hádeginu á miðvikudegi og þegar það varð voru klíniskir starfsmenn HSU – Rangárþingi staðsettir á Hellu á fundi. Einn læknir er á neyðarvakt á hverjum tíma í Rangárþingi og er ýmis staðsettur á Hellu eða á Hvolsvelli. Neyðarlína og vakthafandi varðstjóri sjúkraflutninga á Selfossi, sem hefur með flotastýringu sjúkraflutninga á Suðurlandi að gera, skipulögðu útkallið, sem metið var í hæsta forgangi. Útkall frá Neyðarlínu kom kl 12:45. Aðalsjúkrabíll og áhöfn staðsett í Rangárþingi var að sinna öðru útkalli. Því þurfti að kalla hjálp annars staðar frá sem væri fljótari á vettvang, alveg eins og hefði þurft að gera ef gamla fyrirkomulagið með hlutastarfandi sjúkraflutningamönnum hefði verið við lýði.“ Kallaður var til sjúkrabíl frá Selfossi og læknir og hjúkrunarfræðingur fóru af stað frá Hellu á merktum bíl frá HSU.Út í hött„Auk þess var kallaður út varasjúkrabíll frá Hvolsvelli þar sem sjúkraflutningamaður búsettur í Rangárþingi sem ekki var á vakt var kallaður út og fór á vettvang. Læknir og hjúkrunarfræðingur voru fyrst á staðinn rétt um kl. 13 með viðbúnað og skömmu síðar kemur sjúkrabíll. Það gerir viðbragðstíma upp á u.þ.b. 15 mínútur sem er með því besta sem gerist bæði á höfuðborgasvæðinu sem og á landsbyggðinni.“ Telja talsmenn HSU að færslur sem þessar valdi íbúum á svæðinu óþarfa áhyggjum. „Það var ekkert óeðlilegt við þjónustustig og viðbragð sjúkraflutninga og annarra heilbrigðisstarfsmanna þegar þetta slys átti sér stað. Að halda öðru fram er ósatt og til þess eins fallið að valda íbúum og þeim sem hlut eiga að máli tilefnislausum áhyggjum. Það er líka alveg út í hött að halda því fram að eldra fyrirkomulag með hlutastarfandi sjúkraflutningamönnum, í stað staðarvaktar, í Rangárþingi sé betra eða öflugara en núverandi fyrirkomulag. Það sér hver sem hefur kynnt sér þau mál almennilega.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga HSU og Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga HSU. „Að lokum viljum við minna á það að þegar kallað er eftir hjálp vegna alvarlegra slysa og veikinda skal ávallt hringja í númerið 1-1-2 óháð því hvar á landinu sem fólk er statt.“ Sjúkraflutningar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Mikil umræða skapaðist á samfélagsmiðlum um sjúkraflutninga í Rangárþingi eftir að færslu var deilt á Facebook varðandi slys í Hvolsskóla á Hvolsvelli á miðvikudag. Nemandi hafði dottið á höfuðið og var gagnrýnt að enginn sjúkrabíll hafi verið í Rangárþingi til þess að sinna útkallinu. Nokkur hundruð deildu einni færslunni. Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að viðbragðstíminn hafi aðeins verið í kringum 15 mínútur frá því að hringt var á Neyðarlínuna. Í yfirlýsingu HSU er sagt að farið sé með rangt mál í Facebook færslunni. Þar er einnig ítrekað mikilvægi þess að hringja beint í 112 en í umræddu atviki var hringt fyrst á heilsugæslustöð. „Þessi færsla hefur skapað heitar umræður í samfélaginu. Því þykir framkvæmdastjórn HSU rétt að birta upplýsingar um málið til að leiðrétta alvarlega misskilning og koma í veg fyrir áframhaldandi rangfærslur. Af færslunni má auðveldlega skilja að sjúkrabíll hafi ekki verið staðsettur í Rangárþingi yfir höfuð þegar slys varð í skóla í sveitarfélaginu. Það er alfarið rangt.“Ekkert óeðlilegt við útkall Kemur fram í yfirlýsingunni að sjúkraflutningar í Rangárþingi hafa verið stórefldir frá 15. maí síðastliðnum og ekkert óeðlilegt verið við útkall umræddan dag og lóðamörk í sveitarfélaginu Árborg höfðu ekkert með það að gera. „Sjúkrabíll með tveggja manna áhöfn á staðarvakt er alltaf staðsettur í Rangárþingi, nema eðli málsins samkvæmt þegar hann er að flytja sjúklinga á sjúkrahús. Varasjúkrabíll er staðsettur á Hvolsvelli og hægt hefur verið að nota hann mun oftar eftir að nýtt kerfi hefur verið tekið upp, bæði ef fleiri bíla er þörf t.d. í alvarleg slys og eins ef aðalbíllinn er í öðru útkalli.“ Kemur þar fram að að minnsta kosti þrír af sjúkraflutningamönnum í atvinnuliði HSU eru búsettir í Rangárþingi. „Umrætt slys varð í hádeginu á miðvikudegi og þegar það varð voru klíniskir starfsmenn HSU – Rangárþingi staðsettir á Hellu á fundi. Einn læknir er á neyðarvakt á hverjum tíma í Rangárþingi og er ýmis staðsettur á Hellu eða á Hvolsvelli. Neyðarlína og vakthafandi varðstjóri sjúkraflutninga á Selfossi, sem hefur með flotastýringu sjúkraflutninga á Suðurlandi að gera, skipulögðu útkallið, sem metið var í hæsta forgangi. Útkall frá Neyðarlínu kom kl 12:45. Aðalsjúkrabíll og áhöfn staðsett í Rangárþingi var að sinna öðru útkalli. Því þurfti að kalla hjálp annars staðar frá sem væri fljótari á vettvang, alveg eins og hefði þurft að gera ef gamla fyrirkomulagið með hlutastarfandi sjúkraflutningamönnum hefði verið við lýði.“ Kallaður var til sjúkrabíl frá Selfossi og læknir og hjúkrunarfræðingur fóru af stað frá Hellu á merktum bíl frá HSU.Út í hött„Auk þess var kallaður út varasjúkrabíll frá Hvolsvelli þar sem sjúkraflutningamaður búsettur í Rangárþingi sem ekki var á vakt var kallaður út og fór á vettvang. Læknir og hjúkrunarfræðingur voru fyrst á staðinn rétt um kl. 13 með viðbúnað og skömmu síðar kemur sjúkrabíll. Það gerir viðbragðstíma upp á u.þ.b. 15 mínútur sem er með því besta sem gerist bæði á höfuðborgasvæðinu sem og á landsbyggðinni.“ Telja talsmenn HSU að færslur sem þessar valdi íbúum á svæðinu óþarfa áhyggjum. „Það var ekkert óeðlilegt við þjónustustig og viðbragð sjúkraflutninga og annarra heilbrigðisstarfsmanna þegar þetta slys átti sér stað. Að halda öðru fram er ósatt og til þess eins fallið að valda íbúum og þeim sem hlut eiga að máli tilefnislausum áhyggjum. Það er líka alveg út í hött að halda því fram að eldra fyrirkomulag með hlutastarfandi sjúkraflutningamönnum, í stað staðarvaktar, í Rangárþingi sé betra eða öflugara en núverandi fyrirkomulag. Það sér hver sem hefur kynnt sér þau mál almennilega.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga HSU og Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga HSU. „Að lokum viljum við minna á það að þegar kallað er eftir hjálp vegna alvarlegra slysa og veikinda skal ávallt hringja í númerið 1-1-2 óháð því hvar á landinu sem fólk er statt.“
Sjúkraflutningar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira