Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 87-69 │ Haukar í engum vandræðum með Breiðablik Anton Ingi Leifsson skrifar 7. desember 2017 19:15 Haukakonan Dýrfinna Arnardóttir í leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Haukar lentu ekki í miklum vandræðum með spútniklið Breiðabliks í Dominos-deild kvenna í leik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Lokatölur urðu 87-69 eftir að heimastúlkur höfðu leitt 45-28 í hálfleik.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Þær rauðklæddu úr Hafnarfirði byrjuðu af miklum krafti og virkuðu mun einbeittari og ákveðnari í byrjun. Þær spiluðu hraðan sóknarbolta sem Blikarnir réðu illa við, en Blikarnir voru að tapa boltanum trekk í trekk. Eftir fyrsta leikhlutann var munurinn þó einungis bara átta stig, 24-16, og einhverjir héldu að Blikarnir hefðu bara þurft að hrista aðeins af sér skrekkinn í fyrsta leikhlutanum. Annað kom á daginn. Haukarnir gengu enn meira á lagið í öðrum leikhluta og náðu mest 23 stiga forystu, en Breiðablik náðu þó aðeins að laga stöðuna fyrir hlé. Staðan 45-28 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik lagaðist ástandið ekki neitt hjá Blikunum. Haukar voru að spila mjög fallegan liðskörfubolta, en þær fundu alltaf besta skotið og settu það í flestum tilvikum ofan í. Blikarnir voru varla að hlaupa til baka svo Haukarnir fengu auðveldar körfur í kjölfarið. Góður dagur hjá Haukum á meðan Blikarnir hittu á afleitan dag. Að endingu unnu svo heimastúlkur með átján stiga mun, 87-69, en þetta var afar mikill liðssigur þar sem margar komu að sigrinum. Góður sigur Hauka sem sýndu að þær ætluðu að hefna fyrir töpin tvö gegn Breiðablik fyrr í vetur.Afhverju unnu Haukar? Þær einfaldlega yfirspiluðu Blikana á öllum sviðum körfuboltans. Voru að láta boltann ganga betur, spiluðu frábæran liðs-sóknarbolta, hittu betur og spiluðu betri vörn. Einfaldur, en fallegur leikur. Þær lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik þar sem þær náðu upp góðu forskoti sem Blikarnir náðu aldrei að greiða úr og því fór sem fór. Margir leikmenn voru að leggja hönd á plóg hjá Haukunum, en í hálfleik höfðu níu leikmenn komið sér á stigatöfluna hjá Haukum á meðan einungis fjórar hjá Blikunum höfðu hitt.Sterkur sigur Hauka gegn Blikum sem höfðu verið að gera mjög gott mót í deildinni fram að þesum leik, en fengu ákveðin skell gegn sterku Haukaliði á Ásvöllum í kvöld.Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir stóð fyrir sínu, eins og nær alltaf. Hún endaði stigahæst hjá Haukunum með 26 stig og 22, já 22, fráköst. Margir leikmenn Hauka voru að spila afar vel og þar má einnig nefna Önnu Lóu og Cherise Daniel. Iwory Crawford var stigahæst hjá Blikunum með 33 stig, en fáar aðrar lögðu lóð sín á vogaskálarnar og hafa átt betri daga. Fall er fararheill sagði maðurinn og það er líklega það sem Blikarnir taka úr þessum leik.Tölfræðin sem vakti athygliHaukarnir skoruðu fimmtán stig úr hröðum sóknum, en liðin voru á svipuðum nótum í þriggja stiga körfunum (Haukarnir 27% og Breiðablik 32%). Haukarnir voru +27 stig þegar Anna Lóa Óskarsdóttir var inn á. Flottur leikur hjá henni og Helena Sverrisdóttir var með 40 framlagspunkta. Hauka-bekkurinn kom inn með 19 stig gegn engu frá Breiðablik. Já, engu. Hvað gerist næst? Haukar fer næst til Keflavíkur og mætir þar heimastúlkum í stórleik, en þessi umferð eru af mörgum talin tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Sá leikur fer fram 13. desember, en sama dag spilar Breiðablik gegn botnliði Njarðvíkur á heimavelli. Þar vonast þær til að ná sér aftur á strik.Helena Sverrisdóttir.Vísir/ErnirHelena: Veit að það pirrar mig mjög mikið „Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið auðveldara en ég bjóst við. Loksins komum við bara og spiluðum alvöru vörn. Við erum mjög góðar ef við spilum okkar vörn og það gerðum við í dag,” sagi Helena Sverrisdóttir, stjörnuleikmaður Hauka, í samtali við Vísi. „Við komum mjög sterkt inn í leikinn. Við héldum vörninni mjög vel fyrstu þrjá leikhlutana, en þær skoruðu dálítið mikið í síðasta leikhlutanum.” „Loksins vorum við að berjast í vörninni og vorum að fá auðveldari körfur með því. Það er það sem skiptir máli að þurfa ekki að vera alltaf fimm gegn fimm.” Sigurinn í kvöld, eins og áður hefur verið getið, er mikill liðssigur hjá Haukunum þar sem margar lögðu lóð á skálarnar. Helena var ánægð með stelpurnar. „Það er frábært. Það sýnir að það eru fullt af stelpum þarna sem eru drullugóðar. Eins og Anna Lóa hefur verið að stíga upp, en hún var frábær í leiknum. Það munar miklu fyrir okkur að fleiri leggja í púkkinn.” Haukarnir höfðu tapað tvisvar sinnum fyrir Breiðablik í vetur, en Helena segir að það haf skipt einhverju máli fyrir sig þegar hún undirbjó sig fyrir leikinn. „Við erum búnar að vera tapa slatta undanfarið, alltof mikið fyrir minn smekk. Við erum allar miklar keppnismanneskjur og einhver sem slær þig út úr bikarnum snemma. Ég veit að það pirrar mig mikið.” „Þetta eru engar hefndir. Þær fá að spila um helgina í bikarnum, en ekki við. Þetta var byrjunin á því að sýna að við erum miklu betri en við vorum að spila á tímabili.” Haukarnir hafa ekki verið að spila eins og best verður á kosið undanfarna daga og vikur, en Helena vonast til að leikurinn í kvöld geti orðið snúningspunktur. „Við erum búnar að vera búnar að bíða eftir breytingu og vonandi getum við haldið áfram á þessari braut. Það voru margar að leggja inn og allar með. Það er bara að halda áfram þannig,” sagði þessi magnaði leikmaður að lokum.Hildur Sigurðardóttir. Vísir/ErnirHildur: Veit ekki hvort þeim finnist eins og það sé einhver pressa „Þetta var erfiður leikur. Við mættum ekki nægilega tilbúnar. Það sem við ætluðum að gera var ekki að ganga upp í dag,” sagði Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi. „Í fyrri hálfleik veit ég ekki hvort við höfum verið stressaðar eða hvað. Við vorum ekki að hlaupa aftur, eins og við höfum verið að gera vel í vetur, við vorum að fá hraðaupphlaup á okkur, meira en í öðrum leiknum.” „Við vorum að spila eitthvað allt annað en við erum vanar og við sáum að það gengur ekki. Þetta var mjög ólíkt okkur. Ég veit ekki hvort þeim finnist eins og það sé komin einhver pressa á okkur.” „Heimavöllur Hauka er sterkur. Við lékum okkur að þeim í Smáranum í fyrsta leik og nú leika þær sér að okkur. Þetta er bara hörkurimma í öllum leikjum. Það gekk ekkert upp í dag. Þá á maður ekkert erindi í svona leik.” Einungis fimm leikmenn Breiðabliks skoruðu í kvöld og þar af Auður Íris með tvö stig í síðasta fjórðungnum undir lokin. Hildur segir að það hafi verið of mikill munur á framlagi liðanna tveggja. „Að sjá stigatöfluna; hvað það er mikið framlag hjá öllum leikmönnum Haukum á meðan fjórar eða fimm okkar megin voru að hitta. Við þurfum að laga það. Það er klárt.” „Þetta er engin endastöð. Við erum að vinna í okkar leik. Við munum fara yfir þetta. Þetta er ekkert hættulegt þó það komi einn svona leikur.” „Við litum út eins og nýliðar í dag, en við erum að læra. Það er ekkert hættulegt,” sagði Hildur Sigurðardóttir að lokum í samtali við Vísi.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir Dominos-deild kvenna
Haukar lentu ekki í miklum vandræðum með spútniklið Breiðabliks í Dominos-deild kvenna í leik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Lokatölur urðu 87-69 eftir að heimastúlkur höfðu leitt 45-28 í hálfleik.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum á Ásvöllum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Þær rauðklæddu úr Hafnarfirði byrjuðu af miklum krafti og virkuðu mun einbeittari og ákveðnari í byrjun. Þær spiluðu hraðan sóknarbolta sem Blikarnir réðu illa við, en Blikarnir voru að tapa boltanum trekk í trekk. Eftir fyrsta leikhlutann var munurinn þó einungis bara átta stig, 24-16, og einhverjir héldu að Blikarnir hefðu bara þurft að hrista aðeins af sér skrekkinn í fyrsta leikhlutanum. Annað kom á daginn. Haukarnir gengu enn meira á lagið í öðrum leikhluta og náðu mest 23 stiga forystu, en Breiðablik náðu þó aðeins að laga stöðuna fyrir hlé. Staðan 45-28 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik lagaðist ástandið ekki neitt hjá Blikunum. Haukar voru að spila mjög fallegan liðskörfubolta, en þær fundu alltaf besta skotið og settu það í flestum tilvikum ofan í. Blikarnir voru varla að hlaupa til baka svo Haukarnir fengu auðveldar körfur í kjölfarið. Góður dagur hjá Haukum á meðan Blikarnir hittu á afleitan dag. Að endingu unnu svo heimastúlkur með átján stiga mun, 87-69, en þetta var afar mikill liðssigur þar sem margar komu að sigrinum. Góður sigur Hauka sem sýndu að þær ætluðu að hefna fyrir töpin tvö gegn Breiðablik fyrr í vetur.Afhverju unnu Haukar? Þær einfaldlega yfirspiluðu Blikana á öllum sviðum körfuboltans. Voru að láta boltann ganga betur, spiluðu frábæran liðs-sóknarbolta, hittu betur og spiluðu betri vörn. Einfaldur, en fallegur leikur. Þær lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik þar sem þær náðu upp góðu forskoti sem Blikarnir náðu aldrei að greiða úr og því fór sem fór. Margir leikmenn voru að leggja hönd á plóg hjá Haukunum, en í hálfleik höfðu níu leikmenn komið sér á stigatöfluna hjá Haukum á meðan einungis fjórar hjá Blikunum höfðu hitt.Sterkur sigur Hauka gegn Blikum sem höfðu verið að gera mjög gott mót í deildinni fram að þesum leik, en fengu ákveðin skell gegn sterku Haukaliði á Ásvöllum í kvöld.Hverjar stóðu upp úr? Helena Sverrisdóttir stóð fyrir sínu, eins og nær alltaf. Hún endaði stigahæst hjá Haukunum með 26 stig og 22, já 22, fráköst. Margir leikmenn Hauka voru að spila afar vel og þar má einnig nefna Önnu Lóu og Cherise Daniel. Iwory Crawford var stigahæst hjá Blikunum með 33 stig, en fáar aðrar lögðu lóð sín á vogaskálarnar og hafa átt betri daga. Fall er fararheill sagði maðurinn og það er líklega það sem Blikarnir taka úr þessum leik.Tölfræðin sem vakti athygliHaukarnir skoruðu fimmtán stig úr hröðum sóknum, en liðin voru á svipuðum nótum í þriggja stiga körfunum (Haukarnir 27% og Breiðablik 32%). Haukarnir voru +27 stig þegar Anna Lóa Óskarsdóttir var inn á. Flottur leikur hjá henni og Helena Sverrisdóttir var með 40 framlagspunkta. Hauka-bekkurinn kom inn með 19 stig gegn engu frá Breiðablik. Já, engu. Hvað gerist næst? Haukar fer næst til Keflavíkur og mætir þar heimastúlkum í stórleik, en þessi umferð eru af mörgum talin tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Sá leikur fer fram 13. desember, en sama dag spilar Breiðablik gegn botnliði Njarðvíkur á heimavelli. Þar vonast þær til að ná sér aftur á strik.Helena Sverrisdóttir.Vísir/ErnirHelena: Veit að það pirrar mig mjög mikið „Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið auðveldara en ég bjóst við. Loksins komum við bara og spiluðum alvöru vörn. Við erum mjög góðar ef við spilum okkar vörn og það gerðum við í dag,” sagi Helena Sverrisdóttir, stjörnuleikmaður Hauka, í samtali við Vísi. „Við komum mjög sterkt inn í leikinn. Við héldum vörninni mjög vel fyrstu þrjá leikhlutana, en þær skoruðu dálítið mikið í síðasta leikhlutanum.” „Loksins vorum við að berjast í vörninni og vorum að fá auðveldari körfur með því. Það er það sem skiptir máli að þurfa ekki að vera alltaf fimm gegn fimm.” Sigurinn í kvöld, eins og áður hefur verið getið, er mikill liðssigur hjá Haukunum þar sem margar lögðu lóð á skálarnar. Helena var ánægð með stelpurnar. „Það er frábært. Það sýnir að það eru fullt af stelpum þarna sem eru drullugóðar. Eins og Anna Lóa hefur verið að stíga upp, en hún var frábær í leiknum. Það munar miklu fyrir okkur að fleiri leggja í púkkinn.” Haukarnir höfðu tapað tvisvar sinnum fyrir Breiðablik í vetur, en Helena segir að það haf skipt einhverju máli fyrir sig þegar hún undirbjó sig fyrir leikinn. „Við erum búnar að vera tapa slatta undanfarið, alltof mikið fyrir minn smekk. Við erum allar miklar keppnismanneskjur og einhver sem slær þig út úr bikarnum snemma. Ég veit að það pirrar mig mikið.” „Þetta eru engar hefndir. Þær fá að spila um helgina í bikarnum, en ekki við. Þetta var byrjunin á því að sýna að við erum miklu betri en við vorum að spila á tímabili.” Haukarnir hafa ekki verið að spila eins og best verður á kosið undanfarna daga og vikur, en Helena vonast til að leikurinn í kvöld geti orðið snúningspunktur. „Við erum búnar að vera búnar að bíða eftir breytingu og vonandi getum við haldið áfram á þessari braut. Það voru margar að leggja inn og allar með. Það er bara að halda áfram þannig,” sagði þessi magnaði leikmaður að lokum.Hildur Sigurðardóttir. Vísir/ErnirHildur: Veit ekki hvort þeim finnist eins og það sé einhver pressa „Þetta var erfiður leikur. Við mættum ekki nægilega tilbúnar. Það sem við ætluðum að gera var ekki að ganga upp í dag,” sagði Hildur Sigurðardóttir, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi. „Í fyrri hálfleik veit ég ekki hvort við höfum verið stressaðar eða hvað. Við vorum ekki að hlaupa aftur, eins og við höfum verið að gera vel í vetur, við vorum að fá hraðaupphlaup á okkur, meira en í öðrum leiknum.” „Við vorum að spila eitthvað allt annað en við erum vanar og við sáum að það gengur ekki. Þetta var mjög ólíkt okkur. Ég veit ekki hvort þeim finnist eins og það sé komin einhver pressa á okkur.” „Heimavöllur Hauka er sterkur. Við lékum okkur að þeim í Smáranum í fyrsta leik og nú leika þær sér að okkur. Þetta er bara hörkurimma í öllum leikjum. Það gekk ekkert upp í dag. Þá á maður ekkert erindi í svona leik.” Einungis fimm leikmenn Breiðabliks skoruðu í kvöld og þar af Auður Íris með tvö stig í síðasta fjórðungnum undir lokin. Hildur segir að það hafi verið of mikill munur á framlagi liðanna tveggja. „Að sjá stigatöfluna; hvað það er mikið framlag hjá öllum leikmönnum Haukum á meðan fjórar eða fimm okkar megin voru að hitta. Við þurfum að laga það. Það er klárt.” „Þetta er engin endastöð. Við erum að vinna í okkar leik. Við munum fara yfir þetta. Þetta er ekkert hættulegt þó það komi einn svona leikur.” „Við litum út eins og nýliðar í dag, en við erum að læra. Það er ekkert hættulegt,” sagði Hildur Sigurðardóttir að lokum í samtali við Vísi.Vísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti