Rússar segja markmiðinu náð í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2017 16:48 Rússneskum herflugvélum flogið yfir Sýrlandi. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að því markmiði að sigra og rekja vígamenn Íslamska ríkisins á brott í Sýrlandi hafi náðst. Rússar segja að landið hafi verið frelsað af fullu frá ofstækismönnunum. Ekki sé eitt þorp eða hérað þar sem hryðjuverkasamtökin séu enn við völd. „Markmið herafla Rússlands, að sigra hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi hefur náðst,“ sagði herforinginn Sergei Rudskoi samkvæmt AFP fréttaveitunni.Í frétt TASS, fréttaveitu í eigu rússneska ríkisins, er haft eftir Rudskoi að her Bashar al-Assad vinni nú að því að hreinsa jarðsprengjur og gildrur í kringum þá síðustu bæi sem ISIS-liðar stjórnuðu.Rússar hófu aðgerðir sínar í Sýrlandi í september árið 2015 og beittu loftárásum til stuðnings Assad, sem þá átti undir högg að sækja. Íranar hafa einnig aðstoðað Assad verulega og hefur hann tryggt stöðu sína verulega. Rudskoi hélt því einnig fram að á hverjum degi hefðu minnst hundrað flugvélar verið notaðar til allt að 250 loftárása á dag í Sýrlandi. Á sama tíma hefðu sérsveitir Rússa tekið þátt í aðgerðum á jörðu niðri. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgst hafa náið með átökunum í Sýrlandi, segja þó að ISIS stjórni enn um átta prósentum Deir Ezzor-héraðs. Rudskoi sagði að mögulega væru vígamenn ISIS enn á sveimi en að stjórnarher Sýrlands myndi berjast gegn þeim. Mögulegt þykir að þar hafi hann gefið í skyn að Rússar ætli að draga úr aðgerðum sínum í landinu. Minnst 340 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi frá þau hófust í mars 2011. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Rudskoi segir að Rússar muni nú snúa sér að friðarviðræðum á milli Assad, uppreisnarmanna, sýrlenskra Kúrda og annarra fylkinga og uppbyggingu í landinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að því markmiði að sigra og rekja vígamenn Íslamska ríkisins á brott í Sýrlandi hafi náðst. Rússar segja að landið hafi verið frelsað af fullu frá ofstækismönnunum. Ekki sé eitt þorp eða hérað þar sem hryðjuverkasamtökin séu enn við völd. „Markmið herafla Rússlands, að sigra hópa hryðjuverkamanna ISIS í Sýrlandi hefur náðst,“ sagði herforinginn Sergei Rudskoi samkvæmt AFP fréttaveitunni.Í frétt TASS, fréttaveitu í eigu rússneska ríkisins, er haft eftir Rudskoi að her Bashar al-Assad vinni nú að því að hreinsa jarðsprengjur og gildrur í kringum þá síðustu bæi sem ISIS-liðar stjórnuðu.Rússar hófu aðgerðir sínar í Sýrlandi í september árið 2015 og beittu loftárásum til stuðnings Assad, sem þá átti undir högg að sækja. Íranar hafa einnig aðstoðað Assad verulega og hefur hann tryggt stöðu sína verulega. Rudskoi hélt því einnig fram að á hverjum degi hefðu minnst hundrað flugvélar verið notaðar til allt að 250 loftárása á dag í Sýrlandi. Á sama tíma hefðu sérsveitir Rússa tekið þátt í aðgerðum á jörðu niðri. Samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem fylgst hafa náið með átökunum í Sýrlandi, segja þó að ISIS stjórni enn um átta prósentum Deir Ezzor-héraðs. Rudskoi sagði að mögulega væru vígamenn ISIS enn á sveimi en að stjórnarher Sýrlands myndi berjast gegn þeim. Mögulegt þykir að þar hafi hann gefið í skyn að Rússar ætli að draga úr aðgerðum sínum í landinu. Minnst 340 þúsund manns hafa dáið í átökunum í Sýrlandi frá þau hófust í mars 2011. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Rudskoi segir að Rússar muni nú snúa sér að friðarviðræðum á milli Assad, uppreisnarmanna, sýrlenskra Kúrda og annarra fylkinga og uppbyggingu í landinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira