Lífið

Rybak stefnir á nýtt Eurovision-ævintýri

Atli Ísleifsson skrifar
Alexander Rybak hafði betur gegn Jóhönnu Guðrúnu í Moskvu árið 2009.
Alexander Rybak hafði betur gegn Jóhönnu Guðrúnu í Moskvu árið 2009. Vísir/AFP
Norski fiðlusnillingurinn Alexander Rybak verður á meðal þátttakanda í Söngvakeppni norska ríkissjónvarpsins í vetur og gerir hann því tilraun til að verða fulltrúi Norðmanna í Eurovision sem fram fer í Portúgal í maí.

Rybak hét því árið 2010 að hann myndi aldrei keppa aftur í Eurovision en hann hafði betur gegn Jóhönnu Guðrúnu í Eurovision sem fram fór í Moskvu 2009. Rybak söng þá lagið Fairytale og sló fyrra stigamet í keppninni.

Rybak hefur þó að undanförnu gefið í skyn að hann geti vel hugsað sér að eiga endurkomu sem keppandi á stóra sviðinu í Eurovisionlandi.

Verdens Gang segir nú frá því að hinn 31 árs gamli Rybak verði á meðal keppenda í norsku undankeppninni.

Eftir sigur Portúgalans Salvador Sobral í Úkraínu síðasta vor sagði Rybak að honum hafi áður verið boðið margar milljónir fyrir að keppa fyrir hönd Hvít-Rússa í keppninni, en Rybak fæddist í Hvíta-Rússlandi. Hann sagðist þó frekar vilja koma fram fyrir hönd Noregs án endurgjalds.

Þá birti Rybak mynd af sér með goðsögninni Johnny Logan í ágúst síðastliðinn þar sem hann sagði fundinn fá hann til að vilja endurheimta Eurovision-titilinn.

Makes me wanna go for Eurovision all over again! #TheKing #johnnylogan

A post shared by Alexander Rybak (@rybakofficial) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×