Fyrrverandi forseti þingsins veltir borginni fyrir sér Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. desember 2017 05:00 Unnur Brá Konráðsdóttir féll af þingi fyrir rúmum mánuði. vísir/anton Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, íhugar nú hvort hún ætli að bjóða sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Það er í skoðun. Það hafa ansi margir heyrt í mér varðandi þetta,“ segir Unnur Brá. Aðspurð segir hún stutt síðan þessi hugmynd kom upp en Unnur, sem var þingmaður Suðurkjördæmis, datt út af þingi í kosningunum 28. október síðastliðinn. Fyrirhugað var að leiðtogakjör Sjálfstæðismanna færi fram í nóvember en því var slegið á frest vegna kosninganna. Nú hefur verið ákveðið að kjörið fari fram þann 27. janúar næstkomandi en opnað verður á framboð mánuði fyrr, 27. desember. Framboðsfrestur verður tvær vikur. Fyrirkomulagið verður á þann veg að kosið verður um oddvita listans en uppstillingarnefnd mun sjá um að raða í önnur sæti listans. Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, sitjandi borgarfulltrúar, hafa gefið út að þau muni sækjast eftir því að fara fyrir listanum. Í hópi annarra sem nefnd hafa verið í sömu andrá má nefna Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmann utanríkisráðherra, Eyþór Arnalds, einn eigenda Morgunblaðsins, og Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmann fjármálaráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Hugnast ekki að fámennur hópi stilli upp í sæti Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér í leiðtogakjöri flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Þetta tilkynnti Halldór í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gær. 17. ágúst 2017 06:00 Borgarsjallar funda um leiðtogaprófkjör Í liðinni viku samþykkti Vörður að boða til leiðtogaprófkjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Skiptar skoðanir eru um málið. Sambærileg tillaga var slegin út af borðinu árið 2013 eftir kröftug mótmæli gegn henni. 14. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, íhugar nú hvort hún ætli að bjóða sig fram í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Það er í skoðun. Það hafa ansi margir heyrt í mér varðandi þetta,“ segir Unnur Brá. Aðspurð segir hún stutt síðan þessi hugmynd kom upp en Unnur, sem var þingmaður Suðurkjördæmis, datt út af þingi í kosningunum 28. október síðastliðinn. Fyrirhugað var að leiðtogakjör Sjálfstæðismanna færi fram í nóvember en því var slegið á frest vegna kosninganna. Nú hefur verið ákveðið að kjörið fari fram þann 27. janúar næstkomandi en opnað verður á framboð mánuði fyrr, 27. desember. Framboðsfrestur verður tvær vikur. Fyrirkomulagið verður á þann veg að kosið verður um oddvita listans en uppstillingarnefnd mun sjá um að raða í önnur sæti listans. Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, sitjandi borgarfulltrúar, hafa gefið út að þau muni sækjast eftir því að fara fyrir listanum. Í hópi annarra sem nefnd hafa verið í sömu andrá má nefna Mörtu Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmann utanríkisráðherra, Eyþór Arnalds, einn eigenda Morgunblaðsins, og Svanhildi Hólm Valsdóttur, aðstoðarmann fjármálaráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Hugnast ekki að fámennur hópi stilli upp í sæti Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér í leiðtogakjöri flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Þetta tilkynnti Halldór í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gær. 17. ágúst 2017 06:00 Borgarsjallar funda um leiðtogaprófkjör Í liðinni viku samþykkti Vörður að boða til leiðtogaprófkjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Skiptar skoðanir eru um málið. Sambærileg tillaga var slegin út af borðinu árið 2013 eftir kröftug mótmæli gegn henni. 14. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Hugnast ekki að fámennur hópi stilli upp í sæti Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér í leiðtogakjöri flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar á næsta ári. Þetta tilkynnti Halldór í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gær. 17. ágúst 2017 06:00
Borgarsjallar funda um leiðtogaprófkjör Í liðinni viku samþykkti Vörður að boða til leiðtogaprófkjörs fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Skiptar skoðanir eru um málið. Sambærileg tillaga var slegin út af borðinu árið 2013 eftir kröftug mótmæli gegn henni. 14. ágúst 2017 06:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent