Taylor Swift og Ashley Judd eru meðal þeirra sem prýða forsíðuna en það hefur vakið athygli og jafnvel reiði glöggra lesenda á samfélagsmiðlum í dag er olnboginn sem sést í hægra horninu, en það lítur út fyrir að einhver hafi verið klipptur út af myndinni.
Nú hefur ritstjóri Time, Edward Felsenthal, útskýrt olnbogann en það kemur í ljós að hann hefur merkilega þýðingu. „Þessi hendi tilheyrir konu sem við töluðum við fyrir greinina, starfsmaður á spítala, sem fannst hún ekki geta komið fram undir nafni þar sem það gæti haft áhrif á starf hennar.“
Hendin táknar því í raun allt það fólk sem treystir sér ekki til þess að koma fram undir nafni en í krafti fjöldans segir sögu sína.
Við elskum þessi forsíðu og þetta val Time í ár!
