Fékk klapp á bakið frá einni stærstu stjörnu NBA-deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2017 07:00 Jón Axel Guðmundsson hefur spilað vel með Davidson í vetur og bætt sig í öllum tölfræðiþáttum. Vísir/Getty Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur á vellinum þegar Davidson Wildcats vann öruggan sigur á VMI Keydets, 74-51, í bandaríska háskólakörfuboltanum í fyrradag. Grindvíkingurinn skoraði 22 stig og tók auk þess sjö fráköst, gaf tvær stoðsendingar og stal boltanum í fjórgang. „Þetta var klárlega einn af bestu leikjunum sem ég hef spilað í vetur,“ sagði Jón Axel þegar Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Frægasti sonur Davidson, Steph Curry, var mættur á John M. Belk Arena til að fylgjast með sínu gamla liði og sat á fremsta bekk. Eftir leikinn kíkti Curry inn í klefa og heilsaði upp á Jón Axel og félaga. „Hann heilsaði öllum. Þegar hann heilsaði mér sagði hann bara flottur leikur, haltu áfram að vera ákveðinn og ef þú heldur áfram að spila eins og þú ert að gera er aldrei að vita nema við sjáumst fljótlega,“ sagði Jón Axel um samskipti sín við Curry. Hann segir að Curry, sem hefur tvisvar sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar, sé í miklum metum í Davidson. „Skólinn er að sjálfsögðu mjög stoltur af honum. Hann er eiginlega eini leikmaðurinn sem hefur náð langt í NBA. Hann er andlit skólans. Hann sendir þjálfaranum reglulega skilaboð,“ sagði Jón Axel sem spilar undir stjórn sama þjálfara hjá Davidson og Curry gerði á sínum tíma. Sá ágæti maður heitir Bob McKillop og hefur þjálfað Villikettina síðan 1989.Vísir/GettyMichael Jordan fylgdist líka með honumÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Jón Axel spilar vel undir vökulu auga stórstjörnu. Um helgina fylgdist sjálfur Michael Jordan með leik Davidson gegn gamla liðinu sínu, North Carolina Tar Heels. Jón Axel skoraði þá 19 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar í 10 stiga tapi, 75-85. „Þetta er það skemmtilega við þetta. Þegar þú ert í Bandaríkjunum og spilar svona stóra leiki eru stórir kallar að fylgjast með,“ sagði Jón Axel sem hafði ekki hugmynd um að Jordan hefði fylgst með leiknum fyrr en eftir á. Jón Axel er á sínu öðru tímabili hjá Davidson sem er staðsettur í samnefndri borg í Norður-Karólínu. Sé litið á tölfræðina er ljóst að Grindvíkingurinn hefur bætt sig gríðarlega milli ára. Hann hefur tvöfaldað stigaskor sitt, tekur mun fleiri fráköst og gefur fleiri stoðsendingar. Þá tekur Jón Axel fleiri skot í leik og skotnýtingin er miklu betri, bæði inni í teig, utan hans og á vítalínunni. „Við misstum aðalskorarann okkar sem útskrifaðist. Það myndaðist hlutverk sem ég ákvað að stíga inn í. Það er alltaf skemmtilegra að vera lykilmaður og það er bara undir mér komið að standa mig,“ sagði Jón Axel sem kann vel við ábyrgðina sem fylgir því að vera í stærra hlutverki.Vísir/GettyHefur bætt við sig vöðvamassaAðspurður segist Jón Axel hafa bætt líkamlegan styrk hjá sér síðan hann fór til Davidson. „Maður hefur þyngst og bætt við sig vöðvamassa til að geta spilað á móti stærri og sterkari mönnum,“ sagði Jón Axel. Hann segir æfingarnar hjá Davidson margar og stífar. „Við æfum 5-6 sinnum í viku, lyftum þrisvar. Æfingarnar eru í 2,5-3 tíma. Þetta er mjög skipulagt og allt á fullum hraða.“ Jón Axel og félagar hafa unnið alla þrjá heimaleiki sína á tímabilinu og alls fjóra af sjö leikjum sínum. En hvert er markmið Villakattanna í vetur? „Það er að komast í March Madness. Og ef við komumst þangað að reyna að fara eins langt og við getum,“ sagði Jón Axel og átti þar við úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans sem nýtur mikilla vinsælda. „Við eigum að vera með mjög sterkt lið í vetur og það væri gaman að komast í úrslitakeppnina.“Vísir/GettyBæting á tölfræði Jóns Axels á milli ára (meðaltöl í leik): Stig 8,2 - 17,1 Fráköst 4,0 - 6,0 Stoðsendingar 3,5 - 5,4 Stolnir boltar 1,1 - 1,7 Skotnýting 41,1% - 53,4% Þriggja stiga nýting 32,7% - 43,9% Vítanýting 73,3% - 85,7% Skot reynd 6,4 - 10,4 Þriggja stiga skot reynd 3,6 - 5,9 Vítaskot reynd 2,4 - 4,0 Körfubolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Sjá meira
Jón Axel Guðmundsson var stigahæstur á vellinum þegar Davidson Wildcats vann öruggan sigur á VMI Keydets, 74-51, í bandaríska háskólakörfuboltanum í fyrradag. Grindvíkingurinn skoraði 22 stig og tók auk þess sjö fráköst, gaf tvær stoðsendingar og stal boltanum í fjórgang. „Þetta var klárlega einn af bestu leikjunum sem ég hef spilað í vetur,“ sagði Jón Axel þegar Fréttablaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Frægasti sonur Davidson, Steph Curry, var mættur á John M. Belk Arena til að fylgjast með sínu gamla liði og sat á fremsta bekk. Eftir leikinn kíkti Curry inn í klefa og heilsaði upp á Jón Axel og félaga. „Hann heilsaði öllum. Þegar hann heilsaði mér sagði hann bara flottur leikur, haltu áfram að vera ákveðinn og ef þú heldur áfram að spila eins og þú ert að gera er aldrei að vita nema við sjáumst fljótlega,“ sagði Jón Axel um samskipti sín við Curry. Hann segir að Curry, sem hefur tvisvar sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar, sé í miklum metum í Davidson. „Skólinn er að sjálfsögðu mjög stoltur af honum. Hann er eiginlega eini leikmaðurinn sem hefur náð langt í NBA. Hann er andlit skólans. Hann sendir þjálfaranum reglulega skilaboð,“ sagði Jón Axel sem spilar undir stjórn sama þjálfara hjá Davidson og Curry gerði á sínum tíma. Sá ágæti maður heitir Bob McKillop og hefur þjálfað Villikettina síðan 1989.Vísir/GettyMichael Jordan fylgdist líka með honumÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Jón Axel spilar vel undir vökulu auga stórstjörnu. Um helgina fylgdist sjálfur Michael Jordan með leik Davidson gegn gamla liðinu sínu, North Carolina Tar Heels. Jón Axel skoraði þá 19 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar í 10 stiga tapi, 75-85. „Þetta er það skemmtilega við þetta. Þegar þú ert í Bandaríkjunum og spilar svona stóra leiki eru stórir kallar að fylgjast með,“ sagði Jón Axel sem hafði ekki hugmynd um að Jordan hefði fylgst með leiknum fyrr en eftir á. Jón Axel er á sínu öðru tímabili hjá Davidson sem er staðsettur í samnefndri borg í Norður-Karólínu. Sé litið á tölfræðina er ljóst að Grindvíkingurinn hefur bætt sig gríðarlega milli ára. Hann hefur tvöfaldað stigaskor sitt, tekur mun fleiri fráköst og gefur fleiri stoðsendingar. Þá tekur Jón Axel fleiri skot í leik og skotnýtingin er miklu betri, bæði inni í teig, utan hans og á vítalínunni. „Við misstum aðalskorarann okkar sem útskrifaðist. Það myndaðist hlutverk sem ég ákvað að stíga inn í. Það er alltaf skemmtilegra að vera lykilmaður og það er bara undir mér komið að standa mig,“ sagði Jón Axel sem kann vel við ábyrgðina sem fylgir því að vera í stærra hlutverki.Vísir/GettyHefur bætt við sig vöðvamassaAðspurður segist Jón Axel hafa bætt líkamlegan styrk hjá sér síðan hann fór til Davidson. „Maður hefur þyngst og bætt við sig vöðvamassa til að geta spilað á móti stærri og sterkari mönnum,“ sagði Jón Axel. Hann segir æfingarnar hjá Davidson margar og stífar. „Við æfum 5-6 sinnum í viku, lyftum þrisvar. Æfingarnar eru í 2,5-3 tíma. Þetta er mjög skipulagt og allt á fullum hraða.“ Jón Axel og félagar hafa unnið alla þrjá heimaleiki sína á tímabilinu og alls fjóra af sjö leikjum sínum. En hvert er markmið Villakattanna í vetur? „Það er að komast í March Madness. Og ef við komumst þangað að reyna að fara eins langt og við getum,“ sagði Jón Axel og átti þar við úrslitakeppni bandaríska háskólaboltans sem nýtur mikilla vinsælda. „Við eigum að vera með mjög sterkt lið í vetur og það væri gaman að komast í úrslitakeppnina.“Vísir/GettyBæting á tölfræði Jóns Axels á milli ára (meðaltöl í leik): Stig 8,2 - 17,1 Fráköst 4,0 - 6,0 Stoðsendingar 3,5 - 5,4 Stolnir boltar 1,1 - 1,7 Skotnýting 41,1% - 53,4% Þriggja stiga nýting 32,7% - 43,9% Vítanýting 73,3% - 85,7% Skot reynd 6,4 - 10,4 Þriggja stiga skot reynd 3,6 - 5,9 Vítaskot reynd 2,4 - 4,0
Körfubolti Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum