Nýja stjórnin hækkar lífeyri aldraðra ekkert! Björgvin Guðmundsson skrifar 7. desember 2017 07:00 Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð, ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Sáttmáli þessarar stjórnar var undirritaður 30. nóvember 2017. Nokkur eftirvænting ríkti eftir því hvernig þessi nýja stjórn yrði, til dæmis hvort Vinstri græn kæmu fram einhverjum af sínum stefnumálum og hvort lífeyrir aldraðra yrði hækkaður. Allir stjórnmálaflokkar töluðu fallega um eldri borgara í kosningabaráttunni og gáfu til kynna að þeir vildu hækka lífeyri þeirra. Þeir, sem verst eru staddir af eldri borgurum, eru með lífeyri niðri við fátæktarmörk. Ég átti von á því, að nýja stjórnin mundi bæta hér eitthvað úr en því miður. Þegar nýi stjórnarsáttmálinn sá dagsins ljós kom fram, að nýja ríkisstjórnin ætlaði ekki að hækka lífeyri aldraðra um eina krónu. Þegar kosningabaráttan hófst tilkynnti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að hann vildi, að frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra yrði hækkað í 100 þúsund kr. á mánuði. Þetta frítekjumark var 109 þúsund kr. á mánuði fram til síðustu áramóta en var lækkað eftir áramót. Framsóknarflokkurinn boðaði fyrir kosningar, að flokkurinn vildi afnema frítekjumarkið, þ.e. hafa það frjálst að eldri borgarar gætu unnið án skerðinga lífeyris almannatrygginga. Vinstri græn gáfu til kynna fyrir kosningar, að þau vildu hækka lífeyri eitthvað. En niðurstaðan í þágu eldri borgara var eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið einn í stjórn: Stefna Sjálfstæðisflokksins réð. Hvorki var tekið tillit til stefnu Framsóknar varðandi frítekjumark atvinnutekna né stefnu Vinstri grænna varðandi lífeyri lægst launuðu eldri borgara. Í stjórnarsáttmálanum var aðeins minnst á, að frítekjumark vegna atvinnutekna ætti að vera 100 þús kr. á mánuði en ekkert rætt um hækkun lífeyris: Margir eldri borgarar munu hafa búist við því, að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður ríflega, þegar „vinstri“ flokkurinn VG væri kominn í stjórn. En það var öðru nær. Lífeyrir var ekkert hækkaður. Sjálfstæðisflokkurinn réð ferðinni í þessum efnum eins og áður. Vinstri grænir höfðu greinilega engin áhrif á stefnuna í kjaramálum aldraðra.VG setti ekki nægilegt mark á sáttmálann Andrés Ingi Jónsson, annar tveggja þingmanna VG sem greiddu atkvæði á móti því að VG færi í opinberar viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn um stjórnarmyndun, greiddi einnig atkvæði á móti stjórnarsáttmálanum og flutti mjög athyglisverða ræðu við það tækifæri. Þar sagði hann, að hann hefði ekki treyst sér til þess að styðja stjórnarsáttmálann, þar eð VG hefði ekki getað sett nægilegt mark á sáttmálann. Sjálfstæðisflokkurinn hefði ráðið of miklu um sáttmálann. Andrés Ingi nefndi nokkur dæmi þessu til staðfestingar. Hann nefndi launa- og kjaramál, varnarmál og uppreist æru og trúnaðarbrest. Ég get bætt við dæmi um hækkun lífeyris aldraðra. Í þeim málaflokki hefur VG ekki komið neinum stefnumálum í gegn. Í stjórnarsáttmálanum er ekkert rætt um að hækka lífeyri aldraðra. Hins vegar er ákvæði í sáttmálanum um kjaramál öryrkja og óskað viðræðna við öryrkja um þau mál og að leitað verði sátta. Kjaramál öryrkja voru aldrei fullafgreidd, þegar ný lög um almannatryggingar voru afgreidd á Alþingi 2016. Í tengslum við afgreiðslu á nýjum lögum um almannatryggingar, sem tóku gildi 1. janúar 2017, var gert ráð fyrir, að lífeyrir aldraðra mundi hækka 1. janúar 2018 til samræmis við þá hækkun, sem átti að verða á lágmarkslaunum 2018. Þessi hækkun á lífeyri verður 12.000 kr. eftir skatt hjá einhleypum eldri borgurum 1. janúar 2018 en þá hækkkar lífeyrir eftir skatt úr 230 þúsund kr. á mánuði í 242 þúsund á mánuði.Hundsa kröfur aldraðra um hækkun lífeyris! Ég var fremur svartsýnn, þegar ég ræddi um nýtt Alþingi og líkurnar á því að það mundi bæta mikið kjör eldri borgara og öryrkja. Það var ekki búið að mynda ríkisstjórn þá. En ég játa, að það hvarflaði ekki að mér, að ríkisstjórnin mundi gersamlega hundsa kröfur aldraðra um hækkun lífeyris. En það hefur nú gerst. Þótt Félag eldri borgara í Reykjavík hafi haldið stóran fund um baráttuna fyrir því að lyfta lífeyri aldraðra vel upp fyrir fátæktarmörk og stjórnmálaflokkarnir hafi sýnt skilning á því hefur ekkert gerst í því efni. Aðild VG að ríkisstjórninni hefur ekki dugað til þess að lyfta lífeyri aldraðra upp. Sá lífeyrir er enn niðri við fátæktarmörk. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð, ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Sáttmáli þessarar stjórnar var undirritaður 30. nóvember 2017. Nokkur eftirvænting ríkti eftir því hvernig þessi nýja stjórn yrði, til dæmis hvort Vinstri græn kæmu fram einhverjum af sínum stefnumálum og hvort lífeyrir aldraðra yrði hækkaður. Allir stjórnmálaflokkar töluðu fallega um eldri borgara í kosningabaráttunni og gáfu til kynna að þeir vildu hækka lífeyri þeirra. Þeir, sem verst eru staddir af eldri borgurum, eru með lífeyri niðri við fátæktarmörk. Ég átti von á því, að nýja stjórnin mundi bæta hér eitthvað úr en því miður. Þegar nýi stjórnarsáttmálinn sá dagsins ljós kom fram, að nýja ríkisstjórnin ætlaði ekki að hækka lífeyri aldraðra um eina krónu. Þegar kosningabaráttan hófst tilkynnti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að hann vildi, að frítekjumark vegna atvinnutekna aldraðra yrði hækkað í 100 þúsund kr. á mánuði. Þetta frítekjumark var 109 þúsund kr. á mánuði fram til síðustu áramóta en var lækkað eftir áramót. Framsóknarflokkurinn boðaði fyrir kosningar, að flokkurinn vildi afnema frítekjumarkið, þ.e. hafa það frjálst að eldri borgarar gætu unnið án skerðinga lífeyris almannatrygginga. Vinstri græn gáfu til kynna fyrir kosningar, að þau vildu hækka lífeyri eitthvað. En niðurstaðan í þágu eldri borgara var eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið einn í stjórn: Stefna Sjálfstæðisflokksins réð. Hvorki var tekið tillit til stefnu Framsóknar varðandi frítekjumark atvinnutekna né stefnu Vinstri grænna varðandi lífeyri lægst launuðu eldri borgara. Í stjórnarsáttmálanum var aðeins minnst á, að frítekjumark vegna atvinnutekna ætti að vera 100 þús kr. á mánuði en ekkert rætt um hækkun lífeyris: Margir eldri borgarar munu hafa búist við því, að lífeyrir aldraðra yrði hækkaður ríflega, þegar „vinstri“ flokkurinn VG væri kominn í stjórn. En það var öðru nær. Lífeyrir var ekkert hækkaður. Sjálfstæðisflokkurinn réð ferðinni í þessum efnum eins og áður. Vinstri grænir höfðu greinilega engin áhrif á stefnuna í kjaramálum aldraðra.VG setti ekki nægilegt mark á sáttmálann Andrés Ingi Jónsson, annar tveggja þingmanna VG sem greiddu atkvæði á móti því að VG færi í opinberar viðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn um stjórnarmyndun, greiddi einnig atkvæði á móti stjórnarsáttmálanum og flutti mjög athyglisverða ræðu við það tækifæri. Þar sagði hann, að hann hefði ekki treyst sér til þess að styðja stjórnarsáttmálann, þar eð VG hefði ekki getað sett nægilegt mark á sáttmálann. Sjálfstæðisflokkurinn hefði ráðið of miklu um sáttmálann. Andrés Ingi nefndi nokkur dæmi þessu til staðfestingar. Hann nefndi launa- og kjaramál, varnarmál og uppreist æru og trúnaðarbrest. Ég get bætt við dæmi um hækkun lífeyris aldraðra. Í þeim málaflokki hefur VG ekki komið neinum stefnumálum í gegn. Í stjórnarsáttmálanum er ekkert rætt um að hækka lífeyri aldraðra. Hins vegar er ákvæði í sáttmálanum um kjaramál öryrkja og óskað viðræðna við öryrkja um þau mál og að leitað verði sátta. Kjaramál öryrkja voru aldrei fullafgreidd, þegar ný lög um almannatryggingar voru afgreidd á Alþingi 2016. Í tengslum við afgreiðslu á nýjum lögum um almannatryggingar, sem tóku gildi 1. janúar 2017, var gert ráð fyrir, að lífeyrir aldraðra mundi hækka 1. janúar 2018 til samræmis við þá hækkun, sem átti að verða á lágmarkslaunum 2018. Þessi hækkun á lífeyri verður 12.000 kr. eftir skatt hjá einhleypum eldri borgurum 1. janúar 2018 en þá hækkkar lífeyrir eftir skatt úr 230 þúsund kr. á mánuði í 242 þúsund á mánuði.Hundsa kröfur aldraðra um hækkun lífeyris! Ég var fremur svartsýnn, þegar ég ræddi um nýtt Alþingi og líkurnar á því að það mundi bæta mikið kjör eldri borgara og öryrkja. Það var ekki búið að mynda ríkisstjórn þá. En ég játa, að það hvarflaði ekki að mér, að ríkisstjórnin mundi gersamlega hundsa kröfur aldraðra um hækkun lífeyris. En það hefur nú gerst. Þótt Félag eldri borgara í Reykjavík hafi haldið stóran fund um baráttuna fyrir því að lyfta lífeyri aldraðra vel upp fyrir fátæktarmörk og stjórnmálaflokkarnir hafi sýnt skilning á því hefur ekkert gerst í því efni. Aðild VG að ríkisstjórninni hefur ekki dugað til þess að lyfta lífeyri aldraðra upp. Sá lífeyrir er enn niðri við fátæktarmörk. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun