Þing kemur saman 10 dögum fyrir jól: „Það átta sig allir á því að tíminn er knappur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 16:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, við undirritun stjórnasáttmálans í liðinni viku. vísir/eyþór Þingmálaskrá ætti að liggja fyrir á föstudag að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þing kemur saman á fimmtudaginn í næstu viku, þann 14. desember, og segir Katrín það í samræmi við það sem lagt var upp með á fundi með stjórnarandstöðunni. Ríkisstjórnin fundaði í dag og var frumvarp til fjárlaga næsta árs meðal annars til umræðu sem og þingsetningin. „Þingmálaskrá liggur ekki fyrir en hún ætti að liggja fyrir á föstudaginn. Það átta sig allir á því að tíminn er knappur,“ segir Katrín í samtali við Vísi en þegar þing kemur saman verða aðeins 10 dagar til jóla. Það er því allt eins líklegt að þingfundir verði milli jóla og nýárs. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið, venju samkvæmt. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Aðspurð hvaða breytingar muni sjást í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks miðað við frumvarp síðustu ríkisstjórnar segir Katrín: „Breytingarnar eru fyrst og fremst á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála. Það liggur fyrir að pólitísk stefnumótun mun bíða gerðar fjármálaáætlunar eftir áramót en í þessum tilteknu málaflokkum verður vart við ákveðnar breytingar fyrir utan málefni sem tengjast umhverfis-og náttúrumálum og málefnum sem varða kynferðisbrot,“ segir Katrín.Þórdís Kolbrún skipar varadómara í Hæstarétt í stað Sigríðar Andersen Fyrir utan frumvörp sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, leggur fram liggur fyrir að sett hefur verið af stað vinna í félagsmálaráðuneytinu varðandi NPA og lögfestingu þess. Þá mun Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, að öllum líkindum einnig leggja fram breytingar um frumvarp á almanntryggingakerfinu svo hækka megi frítekjumark aldraðra upp í 100 þúsund krónur. Auk þessa hefur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, boðað breytignar á útlendingalögum svo iðnnám verði þar gert jafnhátt undir höfði og háskólanámi. Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag lagði Katrín fram tillögu um að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðanaðar og nýsköðunarráðherra verði sett til að fara með mál er varðar skipun varadómara við Hæstaréttar. Katrín segir að þetta snúi að skipun varadómara vegna máls sem tveir umsækjendur um dómarastöðu í Landsrétti höfðuðu gegn ríkinu. Setja þarf varadómara í Hæstarétt og víkur dómsmálaráðherra sæti við þá skipun þar sem hún er aðili málsins. Alþingi Tengdar fréttir Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. 4. desember 2017 11:52 Alþingi sett á fimmtudag í næstu viku Þingsetning verður á fimmtudaginn í næstu viku, 14. desember, og um kvöldið verður umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. 5. desember 2017 14:40 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Þingmálaskrá ætti að liggja fyrir á föstudag að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Þing kemur saman á fimmtudaginn í næstu viku, þann 14. desember, og segir Katrín það í samræmi við það sem lagt var upp með á fundi með stjórnarandstöðunni. Ríkisstjórnin fundaði í dag og var frumvarp til fjárlaga næsta árs meðal annars til umræðu sem og þingsetningin. „Þingmálaskrá liggur ekki fyrir en hún ætti að liggja fyrir á föstudaginn. Það átta sig allir á því að tíminn er knappur,“ segir Katrín í samtali við Vísi en þegar þing kemur saman verða aðeins 10 dagar til jóla. Það er því allt eins líklegt að þingfundir verði milli jóla og nýárs. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið, venju samkvæmt. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Aðspurð hvaða breytingar muni sjást í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks miðað við frumvarp síðustu ríkisstjórnar segir Katrín: „Breytingarnar eru fyrst og fremst á sviði heilbrigðismála, menntamála og samgöngumála. Það liggur fyrir að pólitísk stefnumótun mun bíða gerðar fjármálaáætlunar eftir áramót en í þessum tilteknu málaflokkum verður vart við ákveðnar breytingar fyrir utan málefni sem tengjast umhverfis-og náttúrumálum og málefnum sem varða kynferðisbrot,“ segir Katrín.Þórdís Kolbrún skipar varadómara í Hæstarétt í stað Sigríðar Andersen Fyrir utan frumvörp sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, leggur fram liggur fyrir að sett hefur verið af stað vinna í félagsmálaráðuneytinu varðandi NPA og lögfestingu þess. Þá mun Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, að öllum líkindum einnig leggja fram breytingar um frumvarp á almanntryggingakerfinu svo hækka megi frítekjumark aldraðra upp í 100 þúsund krónur. Auk þessa hefur Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, boðað breytignar á útlendingalögum svo iðnnám verði þar gert jafnhátt undir höfði og háskólanámi. Á fundi ríkisstjórnarinnar í dag lagði Katrín fram tillögu um að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðanaðar og nýsköðunarráðherra verði sett til að fara með mál er varðar skipun varadómara við Hæstaréttar. Katrín segir að þetta snúi að skipun varadómara vegna máls sem tveir umsækjendur um dómarastöðu í Landsrétti höfðuðu gegn ríkinu. Setja þarf varadómara í Hæstarétt og víkur dómsmálaráðherra sæti við þá skipun þar sem hún er aðili málsins.
Alþingi Tengdar fréttir Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. 4. desember 2017 11:52 Alþingi sett á fimmtudag í næstu viku Þingsetning verður á fimmtudaginn í næstu viku, 14. desember, og um kvöldið verður umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. 5. desember 2017 14:40 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Líklegt að Alþingi fundi milli jóla og nýárs Það ætti að skýrast á morgun eða á miðvikudaginn hvenær Alþingi kemur saman í næstu viku. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. 4. desember 2017 11:52
Alþingi sett á fimmtudag í næstu viku Þingsetning verður á fimmtudaginn í næstu viku, 14. desember, og um kvöldið verður umræða um stefnuræðu forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur. 5. desember 2017 14:40
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent