Hæstiréttur Bandaríkjanna afléttir lögbanni á ferðabann Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2017 23:59 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Bannið umdeilda gegn sex ríkjum þar sem meirihluti íbúa eru múslimar getur því tekið gildi á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. Sjö af níu dómurum Hæstarétts Bandaríkjanna afléttu í dag lögbanni sem alríkisdómarar höfðu sett á ferðabann forsetans. Hæstaréttardómararnir Ruth Bader Ginsburg og Sonia Sotomayor hefðu hins vegar leyft lögbanni lægri dómstiganna að gilda áfram, að því er fram kemur í frétt BBC.Ferðabannið nær nú til ríkisborgara frá Tsjad, Íran, Libíu, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen, þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar. Þá gildir það einnig um ríkisborgara Norður-Kóreu og ákveðna embættismenn frá Venesúela.Ruth Bader Ginsburg hefur verið dómari í hæstarétti Bandaríkjanna síðan 1993.Vísir/AFPUm er að ræða þriðju útgáfu ferðabannsins en alríkisdómarar á Havaí og í Maryland stöðvuðu framgang hennar í október síðastliðnum. Dómararnir töldu að Trump hefði farið út fyrir valdsvið sitt samkvæmt innflytjendalögum og að ferðabannið stangaðist hreinlega á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ferðabannið mun þó verða til umfjöllunar fyrir dómstólum í Virginíu og Kaliforníu í vikunni. Þar verður úr því skorið hvort bannið brjóti í bága við lög. Ferðabann Trumps hefur verið mjög umdeilt síðan það leit fyrst dagsins ljós í janúar á þessu ári. Fyrsta útgáfa bannsins var fljótlega kæfð á lægri dómstigum en önnur útgáfan tók að hluta til gildi í sumar. Í kosningabaráttunni í fyrra lofaði Trump því að koma í veg fyrir að múslimar ferðuðust til Bandaríkjanna. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að setja ferðabannið fram sem lið í því kosningaloforði. Að baki banninu séu því hreinir og beinir fordómar í garð Múslima.Uppfært 5.12.2017 Á fréttinni mátti upphaflega skilja að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði staðfest lögmæti ferðabannsins. Ákvörðun dómsins laut hins vegar lögbanni sem kom í veg fyrir að bannið tæki gildi á meðan það er til umfjöllunar á lægri dómstigum. Heimilaði hæstirétturinn að bannið tæki gildi strax. Donald Trump Tengdar fréttir Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Bannið umdeilda gegn sex ríkjum þar sem meirihluti íbúa eru múslimar getur því tekið gildi á meðan lægri dómstig fjalla um lögmæti þess. Sjö af níu dómurum Hæstarétts Bandaríkjanna afléttu í dag lögbanni sem alríkisdómarar höfðu sett á ferðabann forsetans. Hæstaréttardómararnir Ruth Bader Ginsburg og Sonia Sotomayor hefðu hins vegar leyft lögbanni lægri dómstiganna að gilda áfram, að því er fram kemur í frétt BBC.Ferðabannið nær nú til ríkisborgara frá Tsjad, Íran, Libíu, Sómalíu, Sýrlandi og Jemen, þar sem meirihluti ríkisborgaranna eru múslimar. Þá gildir það einnig um ríkisborgara Norður-Kóreu og ákveðna embættismenn frá Venesúela.Ruth Bader Ginsburg hefur verið dómari í hæstarétti Bandaríkjanna síðan 1993.Vísir/AFPUm er að ræða þriðju útgáfu ferðabannsins en alríkisdómarar á Havaí og í Maryland stöðvuðu framgang hennar í október síðastliðnum. Dómararnir töldu að Trump hefði farið út fyrir valdsvið sitt samkvæmt innflytjendalögum og að ferðabannið stangaðist hreinlega á við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Ferðabannið mun þó verða til umfjöllunar fyrir dómstólum í Virginíu og Kaliforníu í vikunni. Þar verður úr því skorið hvort bannið brjóti í bága við lög. Ferðabann Trumps hefur verið mjög umdeilt síðan það leit fyrst dagsins ljós í janúar á þessu ári. Fyrsta útgáfa bannsins var fljótlega kæfð á lægri dómstigum en önnur útgáfan tók að hluta til gildi í sumar. Í kosningabaráttunni í fyrra lofaði Trump því að koma í veg fyrir að múslimar ferðuðust til Bandaríkjanna. Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að setja ferðabannið fram sem lið í því kosningaloforði. Að baki banninu séu því hreinir og beinir fordómar í garð Múslima.Uppfært 5.12.2017 Á fréttinni mátti upphaflega skilja að Hæstiréttur Bandaríkjanna hefði staðfest lögmæti ferðabannsins. Ákvörðun dómsins laut hins vegar lögbanni sem kom í veg fyrir að bannið tæki gildi á meðan það er til umfjöllunar á lægri dómstigum. Heimilaði hæstirétturinn að bannið tæki gildi strax.
Donald Trump Tengdar fréttir Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13 Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36 Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Sjá meira
Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25
Hluti ferðabanns Trump tekur gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur numið lögbann á hluta svokallaðs ferðabanns Donald Trump Bandaríkjanna úr gildi. 26. júní 2017 15:13
Tveir dómarar stöðva þriðja ferðabann Trump Annar dómaranna vísaði til fullyrðinga Trump um að bannið væri „múslimabann“ til stuðnings þess að það stangaðist á við stjórnarskrá. 18. október 2017 12:36
Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Ferðabann Bandaríkjanna tekur nú til Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. 25. september 2017 07:47
Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28