„Samráð um kyrrstöðu“ í stjórnarsáttmálanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2017 17:32 Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sagði margt gott að finna í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann sagði þó sáttmálann yfirborðskenndan og í ákveðnum málum virtist um að ræða „samráð um kyrrstöðu.“ Smári var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Smári sagði áhugavert að fylgjast með nýrri ríkisstjórn myndast, sérstaklega þar sem um væri að ræða flokka sem hefðu lengi verið yfirlýstir andstæðingar. Þá ræddi Smári nýjan stjórnarsáttmála, fjörutíu blaðsíðna rit, og sagði áhugavert að skoða hvað vantaði í hann. Margt gott væri að finna í sáttmálanum – en líka margt verra.Smári McCarthy, þingmaður Pírata.Vísir/Stefán„Kannski heilt yfir hefur mér fundist þetta, við lesturinn, vera fyrst og fremst pínu yfirborðskennt. Það er mikið af svona fallegum orðum en mjög erfitt að festa hendi á nákvæmlega hvað verður gert,“ sagði Smári sem sagðist þó ekki vilja gagnrýna ríkisstjórnina áður en komin væri reynsla á hana. Skreyta kyrrstöðu með nýsköpunÞá var Smári spurður nánar út í hugmyndafræðina sem hann læsi út úr stjórnarsáttmálanum. „Það er náttúrulega mikið talað um nýsköpun, sem er jákvætt, og þar er kannski helst að það vanti aðeins nánari útfærslur,“ sagði Smári sem hlakkar enn fremur til að vinna með samstarfsfólki sínu að málaflokknum. Hann var þó nokkuð uggandi yfir litlum framfarahug í ýmsum málum. „En það gætir kannski heldur mikils boðskapar um kyrrstöðu og einhvern veginn víðtækt samráð um kyrrstöðu, að einhvern veginn verði allir rosalega hamingjusamir með það að gera rosalega litlar breytingar í sjávarútvegi, landbúnaði og þessum kannski hefðbundnari greinum en ætla síðan að skreyta allt með smá nýsköpun og þá verði allt alveg æðislegt og fallegt.“ Smári sagðist nú vera að bíða eftir væntanlegum fjárlögum. Þegar þau yrðu tilbúin myndi staðan líklega skýrast.Einsleit ríkisstjórn nýtur góðs af sundurleitri stjórnarandstöðuAndrés Jónsson almannatengill og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, spáðu einnig í stöðu nýrrar stjórnar í Sprengisandi í morgun. Þeir voru báðir sammála um að stór átakamál væru ekki leidd til lykta í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar en staða hennar væri þó um margt sterk.Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur.visir/Antonbrink„Þessi ríkisstjórn er svona tiltölulega einsleit ef við horfum bara á alþingi. Hún er frjálslyndari en sniðmengi alþingis eins og það er skipað núna, þessir eldri karlar hafa svona færri talsmenn þarna heldur en þeir hafa á þingi,“ sagði Andrés um ríkisstjórnina. „Hún er heldur ekki einsleit og það er ákveðinn krókur sem ríkisstjórnin hefur á móti brögðum stjórnarandstöðunnar er að þeir geta svolítið splúndrað stjórnarandstöðunni þegar þeir vilja það við hafa, vegna þess að það eru eiginlega mjög litlar líkur á því að það verði mikill samhljómur milli þessara stjórnarandstöðuflokka.“ Eiríkur tók undir ummæli Andrésar. Hann sagði áhugavert að líta á stjórnarandstöðuna en innan hennar væru annars vegar flokkar sem teljast frjálslyndir, þ.e. Samfylkingin, Píratar og Viðreisn, sem enn fremur væru sit hvoru megin á skalanum frá hægri til vinstri, og annars vegar íhaldssamir flokkar, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Ekki væri mikill samhljómur milli þessara flokka. „Stjórnarandstaðan mun ekki eiga sérstaklega auðvelt með að stilla saman strengi innbyrðis í andstöðunni við ríkisstjórnina. Einn helsti lífvænleiki þessarar ríkisstjórnar er einmitt hversu sundurleit þessi stjórnarandstaða er,“ sagði Eiríkur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku. 19. nóvember 2017 21:45 Samfylkingin orðin næststærst Flokkurinn mælist með 16,7 prósenta fylgi en fékk 12,1 prósent atkvæða í alþingiskosningunum í lok október. 2. desember 2017 19:28 Stjórnarandstaðan lagðist gegn því að gamla fjárlagafrumvarpið yrði lagt fram Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi reikna með því að verðandi ríkisstjórn leggi fram nýtt fjárlagafrumvarp. 27. nóvember 2017 15:50 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sagði margt gott að finna í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hann sagði þó sáttmálann yfirborðskenndan og í ákveðnum málum virtist um að ræða „samráð um kyrrstöðu.“ Smári var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Smári sagði áhugavert að fylgjast með nýrri ríkisstjórn myndast, sérstaklega þar sem um væri að ræða flokka sem hefðu lengi verið yfirlýstir andstæðingar. Þá ræddi Smári nýjan stjórnarsáttmála, fjörutíu blaðsíðna rit, og sagði áhugavert að skoða hvað vantaði í hann. Margt gott væri að finna í sáttmálanum – en líka margt verra.Smári McCarthy, þingmaður Pírata.Vísir/Stefán„Kannski heilt yfir hefur mér fundist þetta, við lesturinn, vera fyrst og fremst pínu yfirborðskennt. Það er mikið af svona fallegum orðum en mjög erfitt að festa hendi á nákvæmlega hvað verður gert,“ sagði Smári sem sagðist þó ekki vilja gagnrýna ríkisstjórnina áður en komin væri reynsla á hana. Skreyta kyrrstöðu með nýsköpunÞá var Smári spurður nánar út í hugmyndafræðina sem hann læsi út úr stjórnarsáttmálanum. „Það er náttúrulega mikið talað um nýsköpun, sem er jákvætt, og þar er kannski helst að það vanti aðeins nánari útfærslur,“ sagði Smári sem hlakkar enn fremur til að vinna með samstarfsfólki sínu að málaflokknum. Hann var þó nokkuð uggandi yfir litlum framfarahug í ýmsum málum. „En það gætir kannski heldur mikils boðskapar um kyrrstöðu og einhvern veginn víðtækt samráð um kyrrstöðu, að einhvern veginn verði allir rosalega hamingjusamir með það að gera rosalega litlar breytingar í sjávarútvegi, landbúnaði og þessum kannski hefðbundnari greinum en ætla síðan að skreyta allt með smá nýsköpun og þá verði allt alveg æðislegt og fallegt.“ Smári sagðist nú vera að bíða eftir væntanlegum fjárlögum. Þegar þau yrðu tilbúin myndi staðan líklega skýrast.Einsleit ríkisstjórn nýtur góðs af sundurleitri stjórnarandstöðuAndrés Jónsson almannatengill og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, spáðu einnig í stöðu nýrrar stjórnar í Sprengisandi í morgun. Þeir voru báðir sammála um að stór átakamál væru ekki leidd til lykta í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar en staða hennar væri þó um margt sterk.Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur.visir/Antonbrink„Þessi ríkisstjórn er svona tiltölulega einsleit ef við horfum bara á alþingi. Hún er frjálslyndari en sniðmengi alþingis eins og það er skipað núna, þessir eldri karlar hafa svona færri talsmenn þarna heldur en þeir hafa á þingi,“ sagði Andrés um ríkisstjórnina. „Hún er heldur ekki einsleit og það er ákveðinn krókur sem ríkisstjórnin hefur á móti brögðum stjórnarandstöðunnar er að þeir geta svolítið splúndrað stjórnarandstöðunni þegar þeir vilja það við hafa, vegna þess að það eru eiginlega mjög litlar líkur á því að það verði mikill samhljómur milli þessara stjórnarandstöðuflokka.“ Eiríkur tók undir ummæli Andrésar. Hann sagði áhugavert að líta á stjórnarandstöðuna en innan hennar væru annars vegar flokkar sem teljast frjálslyndir, þ.e. Samfylkingin, Píratar og Viðreisn, sem enn fremur væru sit hvoru megin á skalanum frá hægri til vinstri, og annars vegar íhaldssamir flokkar, Miðflokkur og Flokkur fólksins. Ekki væri mikill samhljómur milli þessara flokka. „Stjórnarandstaðan mun ekki eiga sérstaklega auðvelt með að stilla saman strengi innbyrðis í andstöðunni við ríkisstjórnina. Einn helsti lífvænleiki þessarar ríkisstjórnar er einmitt hversu sundurleit þessi stjórnarandstaða er,“ sagði Eiríkur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku. 19. nóvember 2017 21:45 Samfylkingin orðin næststærst Flokkurinn mælist með 16,7 prósenta fylgi en fékk 12,1 prósent atkvæða í alþingiskosningunum í lok október. 2. desember 2017 19:28 Stjórnarandstaðan lagðist gegn því að gamla fjárlagafrumvarpið yrði lagt fram Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi reikna með því að verðandi ríkisstjórn leggi fram nýtt fjárlagafrumvarp. 27. nóvember 2017 15:50 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þingmenn Pírata aðstoða 1984 í björgunarstarfinu Þingmenn Pírata, þeir Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy, hafa aðstoðað vefhýsingafyrirtækið 1984 í því að bjarga því sem bjargað verður eftir kerfishrun hjá fyrirtækinu í síðustu viku. 19. nóvember 2017 21:45
Samfylkingin orðin næststærst Flokkurinn mælist með 16,7 prósenta fylgi en fékk 12,1 prósent atkvæða í alþingiskosningunum í lok október. 2. desember 2017 19:28
Stjórnarandstaðan lagðist gegn því að gamla fjárlagafrumvarpið yrði lagt fram Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi reikna með því að verðandi ríkisstjórn leggi fram nýtt fjárlagafrumvarp. 27. nóvember 2017 15:50