Sjö leikir fóru fram í þýska boltanum en þar á meðan var viðureign Mainz og Augsburg þar sem Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði.
Fyrir leikinn voru Augsburg um miðja deild með 19 stig en Mainz var í 13.sæti með 15 stig.
Gestirnir frá Augsburg byrjuðu leikinn betur og náðu forystunni á 22. mínútu með marki frá Micheal Gregoritsch.
Allt stefndi í það að staðan í leikhlé yrði 0-1 en þá fengu Augbsburg vítaspyrnu. Á punktinn steig Alfreð Finnbogason og skoraði og kom sínum mönnum í 2-0.
Í seinni hálfleiknum voru Augsburg ennþá með öll völdin í leiknum en Mainz minnkuðu þó muninn á 85. mínútu en það duggði þó skammt þar sem Alfreð Finnbogason skoraði sitt annað mark mínútu seinna og tryggði Augsburg sigur og lokatölur 1-3.
Önnur úrslit:
Bayer Leverkusen 1-1 Borussia Dortmund
Bayern Munich 3-1 Hannover
Hoffenheim 4-0 RB Leipzig
Mainz 05 1-3 Augsburg
Werder Bremen 1-0 Stuttgart
Alfreð með tvö í sigri Augsburg
