Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 81-85 | Reggie fór á kostum í grannaslagnum Magnús Einþór Áskelsson skrifar 3. desember 2017 22:30 Reggie Dupree átti góðan leik. Vísir/Andri Marinó Keflavík sótti mikilvægan baráttusigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld 81-85. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum og því mikið undir í þessum klassíska nágrannaslag. Troðfullt hús og geggjuð stemming í gryfjunni. Liðin voru heldur mistæk í byrjun leiks enda spennustigið hátt, Njarðvíkingar sigu hægt og rólega fram úr og leiddu eftir fyrsta leikhluta með níu stigum 22-13. Í öðrum leikhluta komu Keflvíkingar virkilega ákveðnir til leiks og skorðu átta stig á fyrstu einni og hálfri mínútunni og leikurinn orðinn jafn. Gestirnir náðu forystunni um miðbik leikhlutans, liðin skiptust svo á að leiða fram að hálfeik. Staðan 43-42 í hnífjöfnum leik þegar liðin gengu til búingsherbergja. Í þriðja leikhluta var sama upp á teningnum, baráttan rosaleg og liðin að skiptast á að leiða leikinn. Keflavík var yfir 49-52 þegar fimm mínútur voru liðnar, en Njarðvíkingar undir stjórn Maciek Baginski sem átti mjög góðan fjórðung tóku sprett í lokin og leiddu 63-58 fyrir síðasta fjörðunginn. Í fjórða leikhluta hélt baráttan áfram, heimamenn leiddu og náðu mest sex stiga forskoti. Keflvíkingar risu síðan upp í lokinn, náðu að loka á Njarðvíkinga og náðu forystunni þegar tæpar tvær mínútutur voru eftir. Stanley Robinson leikmaður Keflvíkinga sem hafði haft mjög hægt um sig með tvær risa körfur á þessum tíma. Keflvíkingar lönduðu því frábærum sigri 81-85.Af hverju vann Keflavík? Keflavík vann þennan leik á baráttunni, frábærum stuðningi og góðri hittni fyrir utan. Það má segja að Keflavík hafi náð að vera Keflavík í Njarðvík. Njarðvíkingar misstu Ragnar Nathanelsson í villuvandræði strax í byrjun sem hafði töluverð áhrif á þeirra leik, en þeir söknuðu framlags frá honum sem og Loga Gunnarssonar sem hefur oft átt betri leik, sérstaklega sóknarlega.Hverjir stóðu upp úr? Reggie Dupree spilaði í landsliðsklassa fyrir Keflavík í dag, var hreint út sagt frábær. Tók á skarið en hann skoraði 23. stig, gaf 6. stoðsendingar og tók 6. fráköst. Nýtingin hjá honum einnig geggjuð eða 69%. Þessi drengur hlýtur að fara að banka á dyrnar hjá landsliðinu. Hjá Njarðvík Terrell Vinson stigahæstur, en hann skoraði 24. stig og tók 12. fráköst en hann hefur þrátt fyrir það oft spilað betur, Keflvíkingar tókst vel að tvöfalda á hann, sérstaklega í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkinga var á köflum erfiður, boltinn gekk ekki vel á milli manna og menn að klappa boltanum fullmikið. Heimamenn náðu heldur ekki að spila næganlega vel úr því þegar Keflvíkingar tvöfölduðu á Vinson, en gestirnir fá fullt credit fyrir varnarleikinn.Tölfræði sem vakti athygli: Þriggja stiga nýting gestana var góð eða 41% 12/29. Sem var einn af stóru þáttunum að Keflavík náði þessum sigri. Vítanýting gestanna var aftur á móti slök eða 58% 11/19 sem hefði getað verið dýrkeypt.Hvað næst? Njarðvíkingar eiga erfiðann leik fyrir höndum á fimmtudaginn á móti Tindastól á Sauðárkróki og spurning hvort að Njarðvík tapi þar þriðja leik sínum í röð sem væri mjög slæmt í þessari jöfnu deild. Keflvíkingar fá Stjörnuna í heimsókn í TM höllina á föstudaginn en leikir þessara liða oft verið frábær skemmtun undanfarin ár.Njarðvík-Keflavík 81-85 (22-13, 21-29, 20-16, 18-27)Njarðvík: Terrell Vinson 24/12 fráköst/5 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 16/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 12/6 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 11/6 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Logi Gunnarsson 6/5 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 4, Ragnar Agust Nathanaelsson 2/7 fráköst.Keflavík: Reggie Dupree 23/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 14, Stanley Earl Robinson 13/16 fráköst/6 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 10/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8, Guðmundur Jónsson 8, Hilmar Pétursson 4, Magnús Már Traustason 3, Daði Lár Jónsson 2/4 fráköst.Daníel: Ósammála dómnum í lokin Daníel Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur var ekki sáttur eftir leikinn í kvöld. Hann var ekki sáttur með dóm undir lok leiks á Ragnar Nathanelsson þegar hann tók sóknarfrákast eftir vítaskot og hefði getað minnkað muninn í eitt stig þegar skammt var eftir. „Þetta var súrt að tapa þessu, við vorum ekki að spila nægjanlega vel í kvöld. Náðum ekki að matcha baráttuna þeirra og því fór sem fór,“ sagði Daníel. „Ég var ósammála nokkrum dómum hérna í kvöld, sérstaklega þegar nokkrar sekúndur eru eftir og það er dæmt stór villa á okku á eitthvað sem var búið að vera leyft allann leikinn en kannski er þetta bara frá mér séð, getur vel verið að þetta hafi verið villa en miðað við línuna sem var búið að setja allann leikinn fannst mér þetta ekki vera réttur dómur.“Friðrik Ingi: Virkilega ánægður með þennann sigur Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur var virkilega ánægður í leikslok með leik sinna manna og hrósaði stuðningsmönnum sem virkuðu sem sjótti maður í Ljónagryfjunni í kvöld. „Ég er mjög ánægður með alla strákana, baráttuna, liðsheildina og stuðninginn en þetta var eins og að spila á heimavelli hérna í kvöld. Bara virkilega ánægður með þennann sigur,“ sagði Friðrik Ingi. „Reggie Dupree var frábær, við erum allataf að reyna finna leiðir til að finna hann og það gekk mjög vel upp í kvöld og hann svaraði því mjög vel.”Logi: Þeir spiluðu betur í lokin Logi Gunnarsson fyrirliði Njarðvíkur var ekki sáttur í leikslok, en sagði að Keflvíkingar hafi átt sigurinn skilið í þessum nágrannaslag í kvöld. „Þetta eru alltaf hörkuleikir, þeir spiluðu betur í lokin og í seinni hálfleik og þá eiga þeir skilið að vinna,“ sagði Logi. „Við vorum góðir í fyrr sérstaklega í fyrsta fjórðung en þeir klára þetta sterkara en við og þá eiga þeir skilið sigurinn. Þessir leikir eru alltaf rosalega skemmtilegir, mikið action, barningur og frábær stuðningur báðum megin þannig að við lærum bara af þessu þeir eru allavega með montréttinn núna það er bara þannig.“ Dominos-deild karla
Keflavík sótti mikilvægan baráttusigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld 81-85. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum og því mikið undir í þessum klassíska nágrannaslag. Troðfullt hús og geggjuð stemming í gryfjunni. Liðin voru heldur mistæk í byrjun leiks enda spennustigið hátt, Njarðvíkingar sigu hægt og rólega fram úr og leiddu eftir fyrsta leikhluta með níu stigum 22-13. Í öðrum leikhluta komu Keflvíkingar virkilega ákveðnir til leiks og skorðu átta stig á fyrstu einni og hálfri mínútunni og leikurinn orðinn jafn. Gestirnir náðu forystunni um miðbik leikhlutans, liðin skiptust svo á að leiða fram að hálfeik. Staðan 43-42 í hnífjöfnum leik þegar liðin gengu til búingsherbergja. Í þriðja leikhluta var sama upp á teningnum, baráttan rosaleg og liðin að skiptast á að leiða leikinn. Keflavík var yfir 49-52 þegar fimm mínútur voru liðnar, en Njarðvíkingar undir stjórn Maciek Baginski sem átti mjög góðan fjórðung tóku sprett í lokin og leiddu 63-58 fyrir síðasta fjörðunginn. Í fjórða leikhluta hélt baráttan áfram, heimamenn leiddu og náðu mest sex stiga forskoti. Keflvíkingar risu síðan upp í lokinn, náðu að loka á Njarðvíkinga og náðu forystunni þegar tæpar tvær mínútutur voru eftir. Stanley Robinson leikmaður Keflvíkinga sem hafði haft mjög hægt um sig með tvær risa körfur á þessum tíma. Keflvíkingar lönduðu því frábærum sigri 81-85.Af hverju vann Keflavík? Keflavík vann þennan leik á baráttunni, frábærum stuðningi og góðri hittni fyrir utan. Það má segja að Keflavík hafi náð að vera Keflavík í Njarðvík. Njarðvíkingar misstu Ragnar Nathanelsson í villuvandræði strax í byrjun sem hafði töluverð áhrif á þeirra leik, en þeir söknuðu framlags frá honum sem og Loga Gunnarssonar sem hefur oft átt betri leik, sérstaklega sóknarlega.Hverjir stóðu upp úr? Reggie Dupree spilaði í landsliðsklassa fyrir Keflavík í dag, var hreint út sagt frábær. Tók á skarið en hann skoraði 23. stig, gaf 6. stoðsendingar og tók 6. fráköst. Nýtingin hjá honum einnig geggjuð eða 69%. Þessi drengur hlýtur að fara að banka á dyrnar hjá landsliðinu. Hjá Njarðvík Terrell Vinson stigahæstur, en hann skoraði 24. stig og tók 12. fráköst en hann hefur þrátt fyrir það oft spilað betur, Keflvíkingar tókst vel að tvöfalda á hann, sérstaklega í seinni hálfleik.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Njarðvíkinga var á köflum erfiður, boltinn gekk ekki vel á milli manna og menn að klappa boltanum fullmikið. Heimamenn náðu heldur ekki að spila næganlega vel úr því þegar Keflvíkingar tvöfölduðu á Vinson, en gestirnir fá fullt credit fyrir varnarleikinn.Tölfræði sem vakti athygli: Þriggja stiga nýting gestana var góð eða 41% 12/29. Sem var einn af stóru þáttunum að Keflavík náði þessum sigri. Vítanýting gestanna var aftur á móti slök eða 58% 11/19 sem hefði getað verið dýrkeypt.Hvað næst? Njarðvíkingar eiga erfiðann leik fyrir höndum á fimmtudaginn á móti Tindastól á Sauðárkróki og spurning hvort að Njarðvík tapi þar þriðja leik sínum í röð sem væri mjög slæmt í þessari jöfnu deild. Keflvíkingar fá Stjörnuna í heimsókn í TM höllina á föstudaginn en leikir þessara liða oft verið frábær skemmtun undanfarin ár.Njarðvík-Keflavík 81-85 (22-13, 21-29, 20-16, 18-27)Njarðvík: Terrell Vinson 24/12 fráköst/5 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 16/7 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 12/6 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 11/6 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Logi Gunnarsson 6/5 stoðsendingar, Ragnar Helgi Friðriksson 4, Ragnar Agust Nathanaelsson 2/7 fráköst.Keflavík: Reggie Dupree 23/6 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 14, Stanley Earl Robinson 13/16 fráköst/6 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 10/7 fráköst, Ragnar Örn Bragason 8, Guðmundur Jónsson 8, Hilmar Pétursson 4, Magnús Már Traustason 3, Daði Lár Jónsson 2/4 fráköst.Daníel: Ósammála dómnum í lokin Daníel Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur var ekki sáttur eftir leikinn í kvöld. Hann var ekki sáttur með dóm undir lok leiks á Ragnar Nathanelsson þegar hann tók sóknarfrákast eftir vítaskot og hefði getað minnkað muninn í eitt stig þegar skammt var eftir. „Þetta var súrt að tapa þessu, við vorum ekki að spila nægjanlega vel í kvöld. Náðum ekki að matcha baráttuna þeirra og því fór sem fór,“ sagði Daníel. „Ég var ósammála nokkrum dómum hérna í kvöld, sérstaklega þegar nokkrar sekúndur eru eftir og það er dæmt stór villa á okku á eitthvað sem var búið að vera leyft allann leikinn en kannski er þetta bara frá mér séð, getur vel verið að þetta hafi verið villa en miðað við línuna sem var búið að setja allann leikinn fannst mér þetta ekki vera réttur dómur.“Friðrik Ingi: Virkilega ánægður með þennann sigur Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur var virkilega ánægður í leikslok með leik sinna manna og hrósaði stuðningsmönnum sem virkuðu sem sjótti maður í Ljónagryfjunni í kvöld. „Ég er mjög ánægður með alla strákana, baráttuna, liðsheildina og stuðninginn en þetta var eins og að spila á heimavelli hérna í kvöld. Bara virkilega ánægður með þennann sigur,“ sagði Friðrik Ingi. „Reggie Dupree var frábær, við erum allataf að reyna finna leiðir til að finna hann og það gekk mjög vel upp í kvöld og hann svaraði því mjög vel.”Logi: Þeir spiluðu betur í lokin Logi Gunnarsson fyrirliði Njarðvíkur var ekki sáttur í leikslok, en sagði að Keflvíkingar hafi átt sigurinn skilið í þessum nágrannaslag í kvöld. „Þetta eru alltaf hörkuleikir, þeir spiluðu betur í lokin og í seinni hálfleik og þá eiga þeir skilið að vinna,“ sagði Logi. „Við vorum góðir í fyrr sérstaklega í fyrsta fjórðung en þeir klára þetta sterkara en við og þá eiga þeir skilið sigurinn. Þessir leikir eru alltaf rosalega skemmtilegir, mikið action, barningur og frábær stuðningur báðum megin þannig að við lærum bara af þessu þeir eru allavega með montréttinn núna það er bara þannig.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti