Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. desember 2017 10:22 Þingmenn úr sex flokkum af átta eru á bak við frumvarpið, öllum flokkum nema Framsókn og Sjálfstæðisflokknum. Vísir/GVA 23 þingmenn allra flokka nema Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. Samkvæmt frumvarpinu bætist svohljóðandi 210.gr.c við þann kafla laganna sem snýr að banni á klámi: Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sé brot framið af stórkostlegu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum.Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að með tækniframförum síðastliðinna ára og áratuga hafi það færst verulega í aukana að mynd- og hljóðefni sem inniheldur nekt eða kynlífsathafnir einstaklinga sé dreift á netinu, án þess að efnið hafi verið ætlað til dreifingar, án leyfis þeirra sem koma fram í efninu og jafnvel án þeirra vitundar.Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Vísir/Stefán„Slíkt efni hefur stundum verið kallað „hefndarklám“ eða „hrelliklám“. Sú orðanotkun verður þó ekki talin lýsandi fyrir þann verknað sem henni er ætlað að lýsa, m.a. vegna þess að verknaðurinn felur ekki endilega í sér þann tilgang að hefna eða hrella, sem og að hugmyndir fólks um hvað teljist til kláms eru æði misjafnar. Því er hér fjallað um verknaðinn sem stafrænt kynferðisofbeldi.“Núgildandi refsirammi of lágur Þar segir jafnframt að í íslenskum lögum hefur verið í gildi bann við dreifingu kláms. Dreifing á efni sem innihaldi kynlífsathafnir án leyfis þeirra sem fram í því koma sé strangt til tekið brot á 210. grein almennra hegningarlaga en beiting ákvæðisins sé þó vandkvæðum háð. Í fyrsta lagi sé skilgreining hugtaksins klám óljós. Í öðru lagi feli stafrænt kynferðisofbeldi ekki endilega í sér eiginlegt klám samkvæmt neinni af þeim fjölmörgu skilgreiningum sem finna má. „Þótt erfitt hafi reynst að skilgreina hugtakið ríkir víðast hvar samhugur um að myndefni sem sýnir nekt án kynlífsathafna teljist vart til kláms nú á dögum jafnvel þótt nekt hafi eflaust í fyrri tíð þótt klámfengin í eðli sínu. Þó telja flutningsmenn þessa frumvarps við hæfi að dreifing efnis sem sýnir nekt einstaklinga án kynlífsathafna verði refsiverð ef efnið var ekki ætlað til dreifingar af þeim sem fram í því koma,“ segir í greinargerðinni. Þá segir jafnframt að refsiramminn í gildandi ákvæði sé of lágur til að endurspegla alvarleika brotsins. „Mikil vitundarvakning hefur orðið undanfarin misseri vegna slíks ofbeldis, sem áður var nefnt „hefndarklám“ eða „hrelliklám“. Af þeirri umræðu sem hefur farið fram verður að telja ljóst að framleiðsla, birting og dreifing slíks hljóð- eða myndefnis sé ekki klám í nútímalegum skilningi flests fólks, heldur form kynferðisofbeldis. Það er skylda samfélagsins að viðurkenna ofbeldið og að tryggja að við beitingu þess séu í gildi viðurlög. Í því felst viðurkenning á stöðu brotaþola og fordæming á háttsemi brotamanna.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og ásamt honum flytja Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Birgir Þórarinsson, Björn Leví Gunnarsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Inga Sæland, Jón Steindór Valdimarsson, Jón Þór Ólafsson, Logi Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy, Steinunn Þóra Árnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir málið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lagt er fram frumvarp sem gerir slíkt ofbeldi refsivert. Þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu tvisvar fram frumvarp um breytingu á 210. grein almennra hegningarlaga. Þar var þó talað um hrelliklám og var lagt til að hámarksrefsing yrði tveggja ára fangelsi. Alþingi Tengdar fréttir Engar tölur til um stafrænt kynferðisofbeldi Engin tölfræði er til hjá hinu opinbera um stafræn kynferðisbrot, sem skýrist af því að löggjöfin afmarkar þessa tegund kynferðisbrota ekki nægilega vel. 27. júlí 2017 07:00 Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Stafrænt kynferðisofbeldi, ólögmæt dreifing kynferðislegs myndefnis, hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðustu daga. 23. febrúar 2017 10:45 Stjórnvöld þurfi að beita sér frekar gegn stafrænum kynferðisbrotum Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. 25. júlí 2017 20:30 Stafrænt ofbeldi eltir fólk út lífið Júlía Birgisdóttir vill auka skilning á því hvað felst í stafrænu kynferðisofbeldi og afleiðingum þess. Myndband var tekið upp af henni án hennar vitundar og samþykkis og sett í umferð. Hún segir stafrænt kynferðisofbeldi elta fólk út lífið. Netið gleymi engu. 9. desember 2017 11:00 Stafrænt kynferðisofbeldi: Notast við refsiákvæði sem var upphaflega ætlað að ná böndum yfir flassara Dómsmálaráðherra segir ekki vera þörf á því að skilgreina slíkt ofbeldi og varahéraðssaksóknari tekur í sama streng. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir málin afar vandmeðfarin. 3. apríl 2017 08:45 „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
23 þingmenn allra flokka nema Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. Samkvæmt frumvarpinu bætist svohljóðandi 210.gr.c við þann kafla laganna sem snýr að banni á klámi: Hver sem af ásetningi dreifir mynd- eða hljóðefni sem sýnir nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Sé brot framið af stórkostlegu gáleysi varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 árum.Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að með tækniframförum síðastliðinna ára og áratuga hafi það færst verulega í aukana að mynd- og hljóðefni sem inniheldur nekt eða kynlífsathafnir einstaklinga sé dreift á netinu, án þess að efnið hafi verið ætlað til dreifingar, án leyfis þeirra sem koma fram í efninu og jafnvel án þeirra vitundar.Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Vísir/Stefán„Slíkt efni hefur stundum verið kallað „hefndarklám“ eða „hrelliklám“. Sú orðanotkun verður þó ekki talin lýsandi fyrir þann verknað sem henni er ætlað að lýsa, m.a. vegna þess að verknaðurinn felur ekki endilega í sér þann tilgang að hefna eða hrella, sem og að hugmyndir fólks um hvað teljist til kláms eru æði misjafnar. Því er hér fjallað um verknaðinn sem stafrænt kynferðisofbeldi.“Núgildandi refsirammi of lágur Þar segir jafnframt að í íslenskum lögum hefur verið í gildi bann við dreifingu kláms. Dreifing á efni sem innihaldi kynlífsathafnir án leyfis þeirra sem fram í því koma sé strangt til tekið brot á 210. grein almennra hegningarlaga en beiting ákvæðisins sé þó vandkvæðum háð. Í fyrsta lagi sé skilgreining hugtaksins klám óljós. Í öðru lagi feli stafrænt kynferðisofbeldi ekki endilega í sér eiginlegt klám samkvæmt neinni af þeim fjölmörgu skilgreiningum sem finna má. „Þótt erfitt hafi reynst að skilgreina hugtakið ríkir víðast hvar samhugur um að myndefni sem sýnir nekt án kynlífsathafna teljist vart til kláms nú á dögum jafnvel þótt nekt hafi eflaust í fyrri tíð þótt klámfengin í eðli sínu. Þó telja flutningsmenn þessa frumvarps við hæfi að dreifing efnis sem sýnir nekt einstaklinga án kynlífsathafna verði refsiverð ef efnið var ekki ætlað til dreifingar af þeim sem fram í því koma,“ segir í greinargerðinni. Þá segir jafnframt að refsiramminn í gildandi ákvæði sé of lágur til að endurspegla alvarleika brotsins. „Mikil vitundarvakning hefur orðið undanfarin misseri vegna slíks ofbeldis, sem áður var nefnt „hefndarklám“ eða „hrelliklám“. Af þeirri umræðu sem hefur farið fram verður að telja ljóst að framleiðsla, birting og dreifing slíks hljóð- eða myndefnis sé ekki klám í nútímalegum skilningi flests fólks, heldur form kynferðisofbeldis. Það er skylda samfélagsins að viðurkenna ofbeldið og að tryggja að við beitingu þess séu í gildi viðurlög. Í því felst viðurkenning á stöðu brotaþola og fordæming á háttsemi brotamanna.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og ásamt honum flytja Ágúst Ólafur Ágústsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Birgir Þórarinsson, Björn Leví Gunnarsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Inga Sæland, Jón Steindór Valdimarsson, Jón Þór Ólafsson, Logi Einarsson, Oddný G. Harðardóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy, Steinunn Þóra Árnadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir málið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lagt er fram frumvarp sem gerir slíkt ofbeldi refsivert. Þingmenn Bjartrar framtíðar lögðu tvisvar fram frumvarp um breytingu á 210. grein almennra hegningarlaga. Þar var þó talað um hrelliklám og var lagt til að hámarksrefsing yrði tveggja ára fangelsi.
Alþingi Tengdar fréttir Engar tölur til um stafrænt kynferðisofbeldi Engin tölfræði er til hjá hinu opinbera um stafræn kynferðisbrot, sem skýrist af því að löggjöfin afmarkar þessa tegund kynferðisbrota ekki nægilega vel. 27. júlí 2017 07:00 Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Stafrænt kynferðisofbeldi, ólögmæt dreifing kynferðislegs myndefnis, hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðustu daga. 23. febrúar 2017 10:45 Stjórnvöld þurfi að beita sér frekar gegn stafrænum kynferðisbrotum Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. 25. júlí 2017 20:30 Stafrænt ofbeldi eltir fólk út lífið Júlía Birgisdóttir vill auka skilning á því hvað felst í stafrænu kynferðisofbeldi og afleiðingum þess. Myndband var tekið upp af henni án hennar vitundar og samþykkis og sett í umferð. Hún segir stafrænt kynferðisofbeldi elta fólk út lífið. Netið gleymi engu. 9. desember 2017 11:00 Stafrænt kynferðisofbeldi: Notast við refsiákvæði sem var upphaflega ætlað að ná böndum yfir flassara Dómsmálaráðherra segir ekki vera þörf á því að skilgreina slíkt ofbeldi og varahéraðssaksóknari tekur í sama streng. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir málin afar vandmeðfarin. 3. apríl 2017 08:45 „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Fleiri fréttir „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Sjá meira
Engar tölur til um stafrænt kynferðisofbeldi Engin tölfræði er til hjá hinu opinbera um stafræn kynferðisbrot, sem skýrist af því að löggjöfin afmarkar þessa tegund kynferðisbrota ekki nægilega vel. 27. júlí 2017 07:00
Stafrænt kynferðisofbeldi: „Það er eins og einhver hafi tekið leyndarmálin þín og sýnt þau öllum“ Stafrænt kynferðisofbeldi, ólögmæt dreifing kynferðislegs myndefnis, hefur verið mikið milli tannanna á fólki síðustu daga. 23. febrúar 2017 10:45
Stjórnvöld þurfi að beita sér frekar gegn stafrænum kynferðisbrotum Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. 25. júlí 2017 20:30
Stafrænt ofbeldi eltir fólk út lífið Júlía Birgisdóttir vill auka skilning á því hvað felst í stafrænu kynferðisofbeldi og afleiðingum þess. Myndband var tekið upp af henni án hennar vitundar og samþykkis og sett í umferð. Hún segir stafrænt kynferðisofbeldi elta fólk út lífið. Netið gleymi engu. 9. desember 2017 11:00
Stafrænt kynferðisofbeldi: Notast við refsiákvæði sem var upphaflega ætlað að ná böndum yfir flassara Dómsmálaráðherra segir ekki vera þörf á því að skilgreina slíkt ofbeldi og varahéraðssaksóknari tekur í sama streng. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir málin afar vandmeðfarin. 3. apríl 2017 08:45
„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53