Lífeindafræðingar orðið fyrir líkamstjóni vegna myglu Baldur Guðmundsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Lífeindafræðingar á samstöðufundi 2012. Skort hefur á nýliðun í stéttinni. vísir/gva Í umsögn Félags lífeindafræðinga um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar segir að „fjöldi lífeindafræðinga“ hafi nú þegar beðið skaða af störfum sínum í rannsóknarhúsi sex og sjö á Landspítalanum, þar sem starfsstöð lífeindafræðinga hafi um langa hríð verið til húsa. Í umsögninni er tekið fram að það sé gleðilegt og nauðsynlegt að Landspítalinn fái sérstakt framlag vegna viðhalds vegna myglu. Viðgerðin sé löngu tímabær og hún þoli ekki bið. Húsið hafi verið dæmt ónýtt vegna myglu. „Fjöldi lífeindafræðinga hefur nú þegar beðið skaða af störfum sínum í húsnæðinu og er til skammar að ríkið skuli ekki taka ábyrgð á því tjóni sem starfsmenn verða fyrir en mygla er hvorki skilgreind sem atvinnusjúkdómur né fá starfsmenn nokkrar bætur fyrir það líkamstjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfa sinna í ónýtu húsnæðinu,“ segir í umsögninni. Þar kemur fram að sumir þeirra eigi ekki afturkvæmt á vinnumarkað vegna þessa. Fram kemur að 151 lífeindafræðingur starfi á Landspítalanum en að stjórn félagsins hafi lengi haft áhyggjur af nýliðun í stéttinni. Þar vegi launamál þungt. „Einn þáttur í lítilli nýliðun lífeindafræðinga á Landspítala er lág launasetning félagsmanna en skortur á fjármagni hefur helst staðið í vegi fyrir því að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar þar til að laða að unga lífeindafræðinga sem fá mun betri kjör á almennum vinnumarkaði og eru auk þess eftirsóttir fagmenn,“ segir í umsögninni. Vonir félagsins standi til að hluti þessa 300 milljóna króna framlags til að efla mönnun í sjúkrahúsþjónustu verði nýtt til að bæta nýliðun lífeindafræðinga á Landspítalanum. Í umsöginni segir einnig að æskilegt hefði verið að fjármunum hefði einnig verið ráðstafað til að ráðast í slíkt átak á öðrum vinnustöðum lífeindafræðinga; á Sjúkrahúsinu á Akureyri og heilbrigðisstofnunum víða á landsbyggðinni. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Í umsögn Félags lífeindafræðinga um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar segir að „fjöldi lífeindafræðinga“ hafi nú þegar beðið skaða af störfum sínum í rannsóknarhúsi sex og sjö á Landspítalanum, þar sem starfsstöð lífeindafræðinga hafi um langa hríð verið til húsa. Í umsögninni er tekið fram að það sé gleðilegt og nauðsynlegt að Landspítalinn fái sérstakt framlag vegna viðhalds vegna myglu. Viðgerðin sé löngu tímabær og hún þoli ekki bið. Húsið hafi verið dæmt ónýtt vegna myglu. „Fjöldi lífeindafræðinga hefur nú þegar beðið skaða af störfum sínum í húsnæðinu og er til skammar að ríkið skuli ekki taka ábyrgð á því tjóni sem starfsmenn verða fyrir en mygla er hvorki skilgreind sem atvinnusjúkdómur né fá starfsmenn nokkrar bætur fyrir það líkamstjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna starfa sinna í ónýtu húsnæðinu,“ segir í umsögninni. Þar kemur fram að sumir þeirra eigi ekki afturkvæmt á vinnumarkað vegna þessa. Fram kemur að 151 lífeindafræðingur starfi á Landspítalanum en að stjórn félagsins hafi lengi haft áhyggjur af nýliðun í stéttinni. Þar vegi launamál þungt. „Einn þáttur í lítilli nýliðun lífeindafræðinga á Landspítala er lág launasetning félagsmanna en skortur á fjármagni hefur helst staðið í vegi fyrir því að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar þar til að laða að unga lífeindafræðinga sem fá mun betri kjör á almennum vinnumarkaði og eru auk þess eftirsóttir fagmenn,“ segir í umsögninni. Vonir félagsins standi til að hluti þessa 300 milljóna króna framlags til að efla mönnun í sjúkrahúsþjónustu verði nýtt til að bæta nýliðun lífeindafræðinga á Landspítalanum. Í umsöginni segir einnig að æskilegt hefði verið að fjármunum hefði einnig verið ráðstafað til að ráðast í slíkt átak á öðrum vinnustöðum lífeindafræðinga; á Sjúkrahúsinu á Akureyri og heilbrigðisstofnunum víða á landsbyggðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira