Götuvirði efnanna sem lagt var hald á allt að 400 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 18. desember 2017 17:11 Fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, pólsku lögreglunni og Europol greindu frá aðgerðunum á blaðamannafundi síðdegis. Vísir/Ernir Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljónir. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við Vísi.Fimm Pólverjar voru handteknir og þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald hér á landi fyrr í mánuðinum en þeir eru grunaðir um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Í aðgerðunum var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi. „Það er talað um að þessi efni á götuverði geti verið allt að 400 milljónir,“ segir Grímur en auk fíkniefnanna var einnig lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við rannsóknina. Talið að virði þeirra fjármuna sé allt að 200 milljónir króna. Hópurinn sem kynnti aðgerðir lögreglu var fjölþjóðlegur.Vísir/ErnirTelur mögulegt að mennirnir séu minna hræddir við refsingar á Íslandi Er um að ræða stærstu sameiginlega aðgerð sem íslenska lögreglan hefur tekið þátt í. Málið hefur verið til rannsóknar frá 2014 en íslensk lögregluyfirvöld komu að málinu þegar hollenska lögreglan greindi pólsku lögreglunni að þeir sem hafi verið til rannsóknar hafi flutt sig til Íslands frá Hollandi. En af hverju Ísland? „Þetta er eitthvað sem við erum með til rannsóknar og við erum að nota þessar tengingar sem við erum með tilþess að átta okkur á því hver geti verið staðan á því. Það er auðvitað hluti af því að rannsaka brot, það er að átta sig á hvatanum til þess,“ segir Grímur. Hann telur að möguleg skýring sé að þeir sem skipulögðu glæpastarfsemina séu minna hræddir við refsingar hér á landi. „Það eru meira sambærilegri lög í Hollandi og á Íslandi en Pólverjar eru með heldur harðari refsingar við framleiðslu á fíkniefnum,“ segir Grímur. Hinir handteknu eru grunaðir um fíkniefnlagabrot, fjársvik og peningaþvætti og segir Grímur að lögð hafi verið áhersla á að rannsaka þessi mál saman. Europol leggi áherslu á að rannsaka fjármálaþátt skipulagðar brotastarfsemi og lögreglunni hafi tekist ágætlega að kortleggja og hafa upp á fjármunum þessarra manna sem eru grunaðir um brotastarfsemi. Aðspurður hvort að hægt væri að tala um að pólsk mafía hefði hreiðrað um sig á Íslandi vildi Grímur ekki taka svo djúpt í árinni. „Við viljum ekki taka svoleiðis til orða hins vegar er það kannski eitt að tala um mafíu og annað að tala um skipulagða brotahópa. Við erum með það til rannsóknar hvort að hér hafi verið skipulagðir hópar hér að störfum. Það er grundvöllur þess sem við erum með til rannsóknar.“Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá hér að neðan. Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Áætla má að götuvirði þeirra efna sem haldlagt var í sameiginlegum aðgerðum íslensku, pólsku og hollensku lögreglunnar á dögunum sé allt að 400 milljónir. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við Vísi.Fimm Pólverjar voru handteknir og þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald hér á landi fyrr í mánuðinum en þeir eru grunaðir um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Í aðgerðunum var lagt hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni auk þess sem talið er að hægt sé að framleiða 26 þúsund e-töflur úr MDMA-töflunum. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi. „Það er talað um að þessi efni á götuverði geti verið allt að 400 milljónir,“ segir Grímur en auk fíkniefnanna var einnig lagt hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við rannsóknina. Talið að virði þeirra fjármuna sé allt að 200 milljónir króna. Hópurinn sem kynnti aðgerðir lögreglu var fjölþjóðlegur.Vísir/ErnirTelur mögulegt að mennirnir séu minna hræddir við refsingar á Íslandi Er um að ræða stærstu sameiginlega aðgerð sem íslenska lögreglan hefur tekið þátt í. Málið hefur verið til rannsóknar frá 2014 en íslensk lögregluyfirvöld komu að málinu þegar hollenska lögreglan greindi pólsku lögreglunni að þeir sem hafi verið til rannsóknar hafi flutt sig til Íslands frá Hollandi. En af hverju Ísland? „Þetta er eitthvað sem við erum með til rannsóknar og við erum að nota þessar tengingar sem við erum með tilþess að átta okkur á því hver geti verið staðan á því. Það er auðvitað hluti af því að rannsaka brot, það er að átta sig á hvatanum til þess,“ segir Grímur. Hann telur að möguleg skýring sé að þeir sem skipulögðu glæpastarfsemina séu minna hræddir við refsingar hér á landi. „Það eru meira sambærilegri lög í Hollandi og á Íslandi en Pólverjar eru með heldur harðari refsingar við framleiðslu á fíkniefnum,“ segir Grímur. Hinir handteknu eru grunaðir um fíkniefnlagabrot, fjársvik og peningaþvætti og segir Grímur að lögð hafi verið áhersla á að rannsaka þessi mál saman. Europol leggi áherslu á að rannsaka fjármálaþátt skipulagðar brotastarfsemi og lögreglunni hafi tekist ágætlega að kortleggja og hafa upp á fjármunum þessarra manna sem eru grunaðir um brotastarfsemi. Aðspurður hvort að hægt væri að tala um að pólsk mafía hefði hreiðrað um sig á Íslandi vildi Grímur ekki taka svo djúpt í árinni. „Við viljum ekki taka svoleiðis til orða hins vegar er það kannski eitt að tala um mafíu og annað að tala um skipulagða brotahópa. Við erum með það til rannsóknar hvort að hér hafi verið skipulagðir hópar hér að störfum. Það er grundvöllur þess sem við erum með til rannsóknar.“Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. 18. desember 2017 16:29