Grunur um að selja hafi átt allt að 80 kíló af amfetamíni og 26 þúsund e-töflur hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 16:29 Karl Steinar Valsson frá Europol og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundinum í dag. vísir/ernir Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Voru þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa búið á Íslandi um töluverða hríð en eru allir vel þekktir lögregluyfirvöldum í Póllandi og hafa einhverjir þeirra verið dæmdir í fangelsi þar. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi lögregluyfirvalda hér á landi, pólsku lögreglunnar, tollstjóra, Europol og Eurojust sem nú fer fram í Rúgbrauðsgerðinni. Málið hefur verið til rannsóknar í rúmt ár og á rannsóknartímanum hafa yfirvöld hér á landi lagt hald á amfetamínbasa, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá var einnig lagt hald á MDMA sem hægt væri að framleiða 26 þúsund e-töflur úr. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.Hald lagt á peninga og eignir að virði allt að 200 milljónir króna Lagt var hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við aðgerðirnar sem Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, segir að séu samtals að virði allt að 200 milljónir íslenskra króna. Málið er gríðarlega umfangsmikið og snýst ekki aðeins um innflutning og framleiðslu fíkniefna heldur einnig um fjársvik og peningaþvætti. Ekki var hægt að fara nánar út í það á fundinum um hvað svikastarfsemin snýst. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn.Uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnumFram kemur í tilkynningu á vef Europol að átta manns hafi verið handteknir í tengslum við málið og farið var í húsleitir á 30 stöðum. Fíkniefni voru gerð upptæk sem og peningar og aðrar eignir fyrir samtals 1,8 milljónir evra sem samsvarar um 225 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Miðað við það sem fram kom í máli Karls Steinars og Gríms í dag hefur því mest af peningunum og eignunum verið haldlagt hér á landi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að upphaf samstarfs íslenskra lögregluyfirvalda við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld megi rekja til fundar lögreglustjóra og tollstjóra með Kamil Bracha, rannsóknarlögreglustjóra Póllands, haustið 2016. Fundurinn var að undirlagi Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra og fór fram á fundi lögreglustjóra Europol. Fram kom í máli Bracha á fundinum að aðalskipuleggjendur hinnar ætluðu skipulögðu brotastarfsemi væru Pólverjar. Með aðgerðunum nú væri verið að uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnum hér á landi en líka í Hollandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Blaðamannafund lögreglunnar má sjá hér að neðan.
Íslensk lögregluyfirvöld handtóku í liðinni viku fimm Pólverja sem grunaðir eru um að vera aðilar að umfangsmikilli alþjóðlegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína hingað til lands, til Póllands og Hollands. Voru þrír þeirra úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa búið á Íslandi um töluverða hríð en eru allir vel þekktir lögregluyfirvöldum í Póllandi og hafa einhverjir þeirra verið dæmdir í fangelsi þar. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi lögregluyfirvalda hér á landi, pólsku lögreglunnar, tollstjóra, Europol og Eurojust sem nú fer fram í Rúgbrauðsgerðinni. Málið hefur verið til rannsóknar í rúmt ár og á rannsóknartímanum hafa yfirvöld hér á landi lagt hald á amfetamínbasa, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að hægt sé að framleiða úr basanum allt frá 50 kílóum og upp í 80 kíló af amfetamíni. Þá var einnig lagt hald á MDMA sem hægt væri að framleiða 26 þúsund e-töflur úr. Gengið er út frá því í rannsókninni að selja hafi átt fíkniefnin hér á landi.Hald lagt á peninga og eignir að virði allt að 200 milljónir króna Lagt var hald á fasteignir, bíla, fjármuni í bönkum og hluti í fyrirtækjum í tengslum við aðgerðirnar sem Karl Steinar Valsson, fulltrúi hjá Europol, segir að séu samtals að virði allt að 200 milljónir íslenskra króna. Málið er gríðarlega umfangsmikið og snýst ekki aðeins um innflutning og framleiðslu fíkniefna heldur einnig um fjársvik og peningaþvætti. Ekki var hægt að fara nánar út í það á fundinum um hvað svikastarfsemin snýst. Alls komu um 90 starfsmenn lögreglunnar og tollayfirvalda að aðgerðum hér á landi en farið var í samhæfðar aðgerðir á Íslandi, í Póllandi og Hollandi þann 12. desember síðastliðinn klukkan sex um morguninn.Uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnumFram kemur í tilkynningu á vef Europol að átta manns hafi verið handteknir í tengslum við málið og farið var í húsleitir á 30 stöðum. Fíkniefni voru gerð upptæk sem og peningar og aðrar eignir fyrir samtals 1,8 milljónir evra sem samsvarar um 225 milljónum króna á gengi dagsins í dag. Miðað við það sem fram kom í máli Karls Steinars og Gríms í dag hefur því mest af peningunum og eignunum verið haldlagt hér á landi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði að upphaf samstarfs íslenskra lögregluyfirvalda við pólsk og hollensk lögregluyfirvöld megi rekja til fundar lögreglustjóra og tollstjóra með Kamil Bracha, rannsóknarlögreglustjóra Póllands, haustið 2016. Fundurinn var að undirlagi Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra og fór fram á fundi lögreglustjóra Europol. Fram kom í máli Bracha á fundinum að aðalskipuleggjendur hinnar ætluðu skipulögðu brotastarfsemi væru Pólverjar. Með aðgerðunum nú væri verið að uppræta stóran hóp glæpamanna sem smyglar fíkniefnum hér á landi en líka í Hollandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Blaðamannafund lögreglunnar má sjá hér að neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur lögreglu Lögreglan og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16. 18. desember 2017 14:14 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur lögreglu Lögreglan og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 16. 18. desember 2017 14:14