Nýtt riðusmit í Svarfaðardal reiðarslag fyrir íbúa í sveitinni Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2017 05:00 Riða fannst í sláturfé frá Urðum en MAST rannsakar þúsundir sláturgripa árlega til að stemma stigu við riðuveiki sem er afar hvimleiður sjúkdómur í sauðfé hér á landi. vísir/eyþór Riða hefur að nýju greinst í Svarfaðardal í Eyjafirði og nú í annað sinn á bænum Urðum en fella þurfti allt fé á bænum árið 2003. Er þetta fimmtánda staðfesta riðutilfellið sem kemur upp á síðustu fimmtán árum. Á þessum tíma hafa sjö tilfelli komið upp í Skagafirði, tvö í Húnaþingi vestra, fjögur á Suðurlandi og tvö tilfelli hafa komið upp í Svarfaðardal. Riðuveiki hefur leikið sauðfjárrækt í Svarfaðardal afar grátt svo vægt sé til orða tekið. Í lok níunda áratugarins var allt fé í dalnum skorið og var dalurinn fjárlaus í eitt ár. Á sumum bæjum var beðið í þrjú ár með að taka inn nýtt fé til að verjast smiti. Aftur um miðjan tíunda áratuginn komu upp fleiri smit og var fé aftur skorið á fjölda bæja. Síðast var riða staðfest í sveitinni árið 2009 á Dæli í Skíðadal. Gunnhildur Gylfadóttir, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar og bóndi í Svarfaðardal, segir þetta áfall fyrir alla sveitina. „Þetta er alltaf reiðarslag,“ segir Gunnhildur. „Þetta liggur fjandi nálægt hjartanu að fá svona og vekur upp gamla drauga hjá hverjum og einum. Fé okkar allra gengur saman á sumrin og því spyrja bændur sig hvenær riða greinist í þeirra fé.“Hún segir miklar tilfinningar í spilinu. „Þetta er áfall fyrir alla að fá þessar fréttir. En þetta er veruleikinn af því að búa á riðusvæði. Við höfum passað okkur mjög mikið hér í sveitinni og á þeim bæ þar sem riðan greinist nú er allt upp á punkt og prik.“ Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var í Skagafjörð árið 1878 og hefur frá þeim tíma verið afar erfið viðureignar. Riðuveiki er smitandi heilasjúkdómur og smitast með svokölluðum óheilbrigðum príon próteinum. Um leið og þau komast inn í líkama ósýkts dýrs hefjast prótínin handa við að umbreyta öðrum príon próteinum. Síðastliðið haust komu upp tvö riðusmit í Skagafirði og þrjú tilfelli eru staðfest árið 2015, bæði í Skagafirði og í Húnaþingi vestra. Smit hefur ekki fundist á Suðurlandi síðan árið 2010. Ábúendur á Urðum í Svarfaðardal vildu ekki tjá sig um málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Tilfelli sem þetta er mikið áfall og þarf að skera allt fé á bænum og fara í umfangsmiklar framkvæmdir til að lágmarka hættu á að smitið komi upp að nýju. Skipta þarf um jarðveg í kringum útihús, brenna allt timbur í útihúsum og skera allt fé. Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Landbúnaður Skagafjörður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Riða hefur að nýju greinst í Svarfaðardal í Eyjafirði og nú í annað sinn á bænum Urðum en fella þurfti allt fé á bænum árið 2003. Er þetta fimmtánda staðfesta riðutilfellið sem kemur upp á síðustu fimmtán árum. Á þessum tíma hafa sjö tilfelli komið upp í Skagafirði, tvö í Húnaþingi vestra, fjögur á Suðurlandi og tvö tilfelli hafa komið upp í Svarfaðardal. Riðuveiki hefur leikið sauðfjárrækt í Svarfaðardal afar grátt svo vægt sé til orða tekið. Í lok níunda áratugarins var allt fé í dalnum skorið og var dalurinn fjárlaus í eitt ár. Á sumum bæjum var beðið í þrjú ár með að taka inn nýtt fé til að verjast smiti. Aftur um miðjan tíunda áratuginn komu upp fleiri smit og var fé aftur skorið á fjölda bæja. Síðast var riða staðfest í sveitinni árið 2009 á Dæli í Skíðadal. Gunnhildur Gylfadóttir, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar og bóndi í Svarfaðardal, segir þetta áfall fyrir alla sveitina. „Þetta er alltaf reiðarslag,“ segir Gunnhildur. „Þetta liggur fjandi nálægt hjartanu að fá svona og vekur upp gamla drauga hjá hverjum og einum. Fé okkar allra gengur saman á sumrin og því spyrja bændur sig hvenær riða greinist í þeirra fé.“Hún segir miklar tilfinningar í spilinu. „Þetta er áfall fyrir alla að fá þessar fréttir. En þetta er veruleikinn af því að búa á riðusvæði. Við höfum passað okkur mjög mikið hér í sveitinni og á þeim bæ þar sem riðan greinist nú er allt upp á punkt og prik.“ Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var í Skagafjörð árið 1878 og hefur frá þeim tíma verið afar erfið viðureignar. Riðuveiki er smitandi heilasjúkdómur og smitast með svokölluðum óheilbrigðum príon próteinum. Um leið og þau komast inn í líkama ósýkts dýrs hefjast prótínin handa við að umbreyta öðrum príon próteinum. Síðastliðið haust komu upp tvö riðusmit í Skagafirði og þrjú tilfelli eru staðfest árið 2015, bæði í Skagafirði og í Húnaþingi vestra. Smit hefur ekki fundist á Suðurlandi síðan árið 2010. Ábúendur á Urðum í Svarfaðardal vildu ekki tjá sig um málið við blaðamann þegar eftir því var leitað. Tilfelli sem þetta er mikið áfall og þarf að skera allt fé á bænum og fara í umfangsmiklar framkvæmdir til að lágmarka hættu á að smitið komi upp að nýju. Skipta þarf um jarðveg í kringum útihús, brenna allt timbur í útihúsum og skera allt fé.
Birtist í Fréttablaðinu Dalvíkurbyggð Landbúnaður Skagafjörður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira