Sveitarstjórar á Vestfjörðum fagna umræðu um kynbundið ofbeldi Aron Ingi Guðmundsson skrifar 18. desember 2017 11:00 Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Sveitarstjórnir á Vestfjörðum stefna á að svara ákalli Sambands íslenskra sveitarfélaga um að setja sér stefnu eða endurskoða gildandi stefnu vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. „Við munum gera það mjög fljótt,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur. Hann segir að viðhorfið gagnvart kynbundnu ofbeldi sé nú að breytast. „Við þurfum að hætta að hugsa um að það sé allt fullkomið hjá okkur. Það eru brestir alls staðar.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að það sé ekki á dagskrá hjá bæjarfélaginu að skoða þessi mál. „Það er búin að liggja fyrir stefna sem við settum fram fyrir þremur til fjórum árum um þessi mál. Við erum bara á undan öllum með þetta greinilega,“ segir hún. Pétur Markan, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir að bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga verði tekin fyrir á næsta fundi. „Það hafa ekki komið upp svona mál hér svo ég viti til en það skiptir ekki máli. Þegar svona mál koma upp annars staðar þá skiptir máli að vera lifandi og taka sjálfan sig í ákveðna naflaskoðun.“ Í sama streng tekur Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Málið hafi þegar verið tekið fyrir í bæjarstjórn. Endurskoða þurfi siðareglur bæjarins „Það þarf að gera slíkt reglulega. Það er gott að það skuli skapast góð umræða um þetta í bæjarstjórninni og allir sammála um að svona líðist ekki. Það er ekki nóg að hafa reglur heldur þarf að bregðast rétt við þegar eitthvað kemur upp.“ Arna Lára segir að þetta snúist ekki bara um reglurnar. Nauðsynlegt sé fyrir konur og karla að tala um kynferðislega áreitni og einelti. „Hvort sem þetta er í einhverjum siðareglum eða ekki þá kemur það ekki í veg fyrir að þetta gerist, umræðan skiptir öllu máli.“Athugasemd: Jón Páll er Hreinsson, ekki Jóhannesson líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Súðavíkurhreppur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Sveitarstjórnir á Vestfjörðum stefna á að svara ákalli Sambands íslenskra sveitarfélaga um að setja sér stefnu eða endurskoða gildandi stefnu vegna eineltis, ofbeldis og kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni. „Við munum gera það mjög fljótt,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri Bolungarvíkur. Hann segir að viðhorfið gagnvart kynbundnu ofbeldi sé nú að breytast. „Við þurfum að hætta að hugsa um að það sé allt fullkomið hjá okkur. Það eru brestir alls staðar.“ Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að það sé ekki á dagskrá hjá bæjarfélaginu að skoða þessi mál. „Það er búin að liggja fyrir stefna sem við settum fram fyrir þremur til fjórum árum um þessi mál. Við erum bara á undan öllum með þetta greinilega,“ segir hún. Pétur Markan, sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi, segir að bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga verði tekin fyrir á næsta fundi. „Það hafa ekki komið upp svona mál hér svo ég viti til en það skiptir ekki máli. Þegar svona mál koma upp annars staðar þá skiptir máli að vera lifandi og taka sjálfan sig í ákveðna naflaskoðun.“ Í sama streng tekur Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs Ísafjarðar. Málið hafi þegar verið tekið fyrir í bæjarstjórn. Endurskoða þurfi siðareglur bæjarins „Það þarf að gera slíkt reglulega. Það er gott að það skuli skapast góð umræða um þetta í bæjarstjórninni og allir sammála um að svona líðist ekki. Það er ekki nóg að hafa reglur heldur þarf að bregðast rétt við þegar eitthvað kemur upp.“ Arna Lára segir að þetta snúist ekki bara um reglurnar. Nauðsynlegt sé fyrir konur og karla að tala um kynferðislega áreitni og einelti. „Hvort sem þetta er í einhverjum siðareglum eða ekki þá kemur það ekki í veg fyrir að þetta gerist, umræðan skiptir öllu máli.“Athugasemd: Jón Páll er Hreinsson, ekki Jóhannesson líkt og fram kom í fyrri útgáfu fréttarinnar. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Súðavíkurhreppur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira