Sigmundur Davíð krafðist þess að Svandís yrði dregin frá kökuborðinu Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2017 16:25 Sigmundur segir Svandísi hafa ólíkt meiri áhuga á kókostertunni á kökuborði Alþingis en fyrirspurnum stjórnarandstöðunnar. Nú rétt áðan bar það til tíðinda á þinginu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess í umræðum um fjárlög, að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra væri viðstödd þær umræður. „Heilbrigðisráðherrann stóð reyndar við kökuborðið, það sama og sá sem hér stendur stóð við á sínum tíma, þegar hans var saknað úr þessum sal,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátrasköll í þingsalnum. „Nú held ég að það sé kókosterta, ef ég sá rétt,“ sagði Sigmundur Davíð og beindi þeirri ósk til forseta þingsins að hann beitti sér fyrir því að Svandís kæmi í salinn og væri til viðtals. Hér hefur orðið viðsnúningur því eitt sinn var það Svandís sem kallaði eftir Sigmundi Davíð í salinn, í því sem kallað var stóra kökumál Sigmundar. Sem þá var af Svandísi sakaður um að vilja heldur beina athygli sinni að kruðeríinu en svara stjórnarandstöðunni. Þá mun það hafa verið súkkulaðiterta með perum sem freistaði. Sigmundur var síðar vændur um að hafa of mikinn áhuga á kökunum, þannig spurði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, af öðru tilefni, hvort „hann væri að éta köku enn eina ferðina?“Sjá má myndband af ræðu Sigmundar Davíðs hér að neðan en hann lætur ummælin sem hér er fjallað um falla strax í upphafi myndbandsins. Alþingi Fjárlög Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira
Nú rétt áðan bar það til tíðinda á þinginu að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, krafðist þess í umræðum um fjárlög, að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra væri viðstödd þær umræður. „Heilbrigðisráðherrann stóð reyndar við kökuborðið, það sama og sá sem hér stendur stóð við á sínum tíma, þegar hans var saknað úr þessum sal,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátrasköll í þingsalnum. „Nú held ég að það sé kókosterta, ef ég sá rétt,“ sagði Sigmundur Davíð og beindi þeirri ósk til forseta þingsins að hann beitti sér fyrir því að Svandís kæmi í salinn og væri til viðtals. Hér hefur orðið viðsnúningur því eitt sinn var það Svandís sem kallaði eftir Sigmundi Davíð í salinn, í því sem kallað var stóra kökumál Sigmundar. Sem þá var af Svandísi sakaður um að vilja heldur beina athygli sinni að kruðeríinu en svara stjórnarandstöðunni. Þá mun það hafa verið súkkulaðiterta með perum sem freistaði. Sigmundur var síðar vændur um að hafa of mikinn áhuga á kökunum, þannig spurði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, af öðru tilefni, hvort „hann væri að éta köku enn eina ferðina?“Sjá má myndband af ræðu Sigmundar Davíðs hér að neðan en hann lætur ummælin sem hér er fjallað um falla strax í upphafi myndbandsins.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Sjá meira