Erlent

Bein útsending: Sjáðu sögulegt geimskot Space X

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá fyrra geimskoti SpaceX.
Frá fyrra geimskoti SpaceX. Vísir/SPaceX
Bandaríska geimfyrirtækið Space X stefnir að því að skjóta á loft eldflaug frá Cape Canaveral í Bandaríkjunum innan tíðar. Stefnt er að því að skjóta flauginni á loft um klukkan hálf fjögur.

Um borð er búnaður fyrir Alþjóðageimstöðina og geimfarana sem þar eru um borð. Þetta er þrettánda ferðin á vegum Space X. Geimfarið sem eldflaugin skýtur á loft mun dvelja í um mánuð við geimstöðina.

Geimskotið er sögulegt en þetta er í fyrsta sinn sem Space X endurnýtir bæði eldflaugina sem og geimfarið en báðir hlutir hafa farið á loft áður. Útsendingin mun standa stutt yfir en nokkrum mínútum eftir að eldflauginni verður skotið á loft mun verða reynt að lenda henni aftur.

Uppfært - Geimskotinu er lokið og tókst það stóráfallalaust. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×