Rannsaka höfuðkúpubrot úr fornri tíð sem dró barn í Mývatnssveit til dauða Sveinn Arnarsson skrifar 15. desember 2017 06:00 Barnið hafði verið grafið við Hofstaði í Mývatnssveit fyrir margt löngu. vísir/orri vésteinsson „Það sem veldur því að barnið deyr er höfuðkúpubrot þar sem höfuðkúpan brotnar þvert yfir allan hnakkann. Nú munu næstu dagar fara í það að rannsaka réttarmeinafræðina og reyna að geta sér til um það hvort barnið hafi látist af slysförum eða hvort því hafi verið veittur þessi áverki,“ segir dr. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur. Hún rannsakar nú höfuðkúpubrot tveggja ára gamals barns sem fannst í uppgreftri á Hofstöðum í Mývatnssveit.Dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur með sérþekkingu á beinumvísir/auðunnÚrvinnsla úr fornleifauppgreftri á Hofstöðum er í fullum gangi. Fornleifarannsóknir á svæðinu hafa varpað ljósi á áður óþekkt bæjarstæði og eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir.„Kirkjugarðurinn að Hofstöðum er í notkun eftir 940 en menn hafa ekki verið grafnir þar eftir 1300. Það má sjá af gjóskulögum á svæðinu,“ segir Hildur. „Það var eiginlega fyrir tilviljun að þetta bæjarstæði fannst í upphafi.“ Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að fornleifarannsóknum sé sniðinn þröngur stakkur hvað varðar fjármagn. Þessi rannsókn Hildar og félaga er styrkt af fornminjasjóði en til þess fengust aðeins nokkrar milljónir króna. Því var leitað út fyrir landsteinana til að fjármagna rannsóknina. „Ástæða þess að við gátum farið í umfangsmeiri rannsóknir á svæðinu var fyrir tilstuðlan prófessors í New York sem við erum í samstarfi við. Þar fengum við aukinn styrk til rannsókna. Að okkar mati þarf hið opinbera að styðja betur fjárhagslega við fornleifarannsóknir hér á landi.“ Rannsókn á áverkum barnsins unga mun taka margar vikur en vonandi verður hægt að álykta um dánarorsökina. Nýja bæjarstæðið og fundur þess sumarið 2016 varpar mun gleggra ljósi á hvers kyns stórbýli Hofstaðir voru á víkingaöld. Rannsóknir hafa staðið yfir í um aldarfjórðung á svæðinu og munu halda áfram um nokkurn tíma í viðbót. Uppfært kl. 8:45:Fyrirsögn var breytt þar sem af fyrri fyrirsögn mátti ætla að um nýlegan atburð væri að ræða. Beðist er velvirðingar á því. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
„Það sem veldur því að barnið deyr er höfuðkúpubrot þar sem höfuðkúpan brotnar þvert yfir allan hnakkann. Nú munu næstu dagar fara í það að rannsaka réttarmeinafræðina og reyna að geta sér til um það hvort barnið hafi látist af slysförum eða hvort því hafi verið veittur þessi áverki,“ segir dr. Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur. Hún rannsakar nú höfuðkúpubrot tveggja ára gamals barns sem fannst í uppgreftri á Hofstöðum í Mývatnssveit.Dr. Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur með sérþekkingu á beinumvísir/auðunnÚrvinnsla úr fornleifauppgreftri á Hofstöðum er í fullum gangi. Fornleifarannsóknir á svæðinu hafa varpað ljósi á áður óþekkt bæjarstæði og eru nokkuð merkilegar fyrir þær sakir.„Kirkjugarðurinn að Hofstöðum er í notkun eftir 940 en menn hafa ekki verið grafnir þar eftir 1300. Það má sjá af gjóskulögum á svæðinu,“ segir Hildur. „Það var eiginlega fyrir tilviljun að þetta bæjarstæði fannst í upphafi.“ Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að fornleifarannsóknum sé sniðinn þröngur stakkur hvað varðar fjármagn. Þessi rannsókn Hildar og félaga er styrkt af fornminjasjóði en til þess fengust aðeins nokkrar milljónir króna. Því var leitað út fyrir landsteinana til að fjármagna rannsóknina. „Ástæða þess að við gátum farið í umfangsmeiri rannsóknir á svæðinu var fyrir tilstuðlan prófessors í New York sem við erum í samstarfi við. Þar fengum við aukinn styrk til rannsókna. Að okkar mati þarf hið opinbera að styðja betur fjárhagslega við fornleifarannsóknir hér á landi.“ Rannsókn á áverkum barnsins unga mun taka margar vikur en vonandi verður hægt að álykta um dánarorsökina. Nýja bæjarstæðið og fundur þess sumarið 2016 varpar mun gleggra ljósi á hvers kyns stórbýli Hofstaðir voru á víkingaöld. Rannsóknir hafa staðið yfir í um aldarfjórðung á svæðinu og munu halda áfram um nokkurn tíma í viðbót. Uppfært kl. 8:45:Fyrirsögn var breytt þar sem af fyrri fyrirsögn mátti ætla að um nýlegan atburð væri að ræða. Beðist er velvirðingar á því.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira