Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2025 10:18 Halla Tómasdóttir hefur heimsótt fangelsi og aðstoðað fjölskyldur í sorg á árinu. Hér er hún viðstödd minningarstund um þá sem látist hafa í umferðinni. Vísir/Lýður Valberg Bóndi sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands var send í sveit til í æsku braut á henni kynferðislega. Halla opnaði sig ekki um brotin fyrr en hún var 23 ára. Hún veltir fyrir sér hvort sáttamiðlun væri betur til þess fallin að gera upp kynferðisbrotamál en réttarkerfið. Þetta kemur fram í jólaviðtali Heimildarinnar við Höllu sem birtist í desember útgáfu miðilsins. Hún lýsir því að hafa verið sjö ára þegar brotin hófust og þau staðið yfir þar til hún var ellefu ára. Þá hætti hún að fara í sveitina. „Á meðan þessu stóð varð ég líkamlega veik af álaginu og á hverju sumri var ég send fyrr heim. Eitt sumarið fór ég heim með lungnabólgu. Líkaminn bregst við öllu og geymir allt, öll sárin og áföllin.“ Halla segir mikilvægt að vera góð fyrirmynd og því ræði hún erfið mál sem þessi. Hún sé af kynslóðinni sem sagði ekki frá áföllum á borð við þetta. Hún hafi sem ung stúlka viljað hefnd en á þrítugsaldri ekki viljað kæra málið og fara í gegnum það erfiða ferli. Konur sem verði fyrir kynferðisofbeldi standi frammi fyrir tveimur leiðum. „Annaðhvort finnur þú fyrir sjálfseyðingarhvöt og velur þér slæman kærasta, drekkur mikið og ferð illa með þig. Þú getur ekki elskað sjálfa þig. Hin birtingarmyndin er að þú sért svo rosalega sterk, svo rosalega dugleg, að þú þurfir ekki á neinum að halda. Þá getur enginn séð hvað þú ert að fela. Ég fór aðallega seinni leiðina. Á endanum varð mjög þungt að halda uppi þessari grímu. Mér var orðið illt alls staðar.“ Hún hafi fallið fyrir manni undir lok háskólanáms, gifst honum en skilið eftir eitt ár. Hann hafi verið ofbeldismaður, bæði andlega og líkamlega. Hún hafi unnið sína sjálfsvinnu eftir að hún flutti til Bandaríkjanna en því verkefni sé ekki lokið. Takist fólki að að vinna úr áföllum og sé vakandi fyrir afleiðingunum þá felist í því tækifæri. „Þú getur orðið sterkari fyrir vikið.“ Halla Tómasdóttir Kynferðisofbeldi Forseti Íslands Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira
Þetta kemur fram í jólaviðtali Heimildarinnar við Höllu sem birtist í desember útgáfu miðilsins. Hún lýsir því að hafa verið sjö ára þegar brotin hófust og þau staðið yfir þar til hún var ellefu ára. Þá hætti hún að fara í sveitina. „Á meðan þessu stóð varð ég líkamlega veik af álaginu og á hverju sumri var ég send fyrr heim. Eitt sumarið fór ég heim með lungnabólgu. Líkaminn bregst við öllu og geymir allt, öll sárin og áföllin.“ Halla segir mikilvægt að vera góð fyrirmynd og því ræði hún erfið mál sem þessi. Hún sé af kynslóðinni sem sagði ekki frá áföllum á borð við þetta. Hún hafi sem ung stúlka viljað hefnd en á þrítugsaldri ekki viljað kæra málið og fara í gegnum það erfiða ferli. Konur sem verði fyrir kynferðisofbeldi standi frammi fyrir tveimur leiðum. „Annaðhvort finnur þú fyrir sjálfseyðingarhvöt og velur þér slæman kærasta, drekkur mikið og ferð illa með þig. Þú getur ekki elskað sjálfa þig. Hin birtingarmyndin er að þú sért svo rosalega sterk, svo rosalega dugleg, að þú þurfir ekki á neinum að halda. Þá getur enginn séð hvað þú ert að fela. Ég fór aðallega seinni leiðina. Á endanum varð mjög þungt að halda uppi þessari grímu. Mér var orðið illt alls staðar.“ Hún hafi fallið fyrir manni undir lok háskólanáms, gifst honum en skilið eftir eitt ár. Hann hafi verið ofbeldismaður, bæði andlega og líkamlega. Hún hafi unnið sína sjálfsvinnu eftir að hún flutti til Bandaríkjanna en því verkefni sé ekki lokið. Takist fólki að að vinna úr áföllum og sé vakandi fyrir afleiðingunum þá felist í því tækifæri. „Þú getur orðið sterkari fyrir vikið.“
Halla Tómasdóttir Kynferðisofbeldi Forseti Íslands Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Sjá meira