Oft betra að taka krók á leiðinni ef mikið ber á milli til að ná farsælli sátt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2017 21:06 Sigurður Ingi Jóhannsson. Vísir/Hanna Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að góð niðurstaða sem náist í samtali fleiri flokka haldi til lengri tíma og stuðli um leið að meiri sátt í samfélaginu. Þá þurfi, þrátt fyrir góða stöðu ríkissjóðs, að forgangsraða stóru verkefnunum þegar kemur að samgöngumálum. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Sigurðar Inga í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. „Við stjórnmálamenn þurfum að nálgast málin lausnamiðað með velferð almennings að leiðarljósi. Þekking og reynsla allra flokka þarf að koma hér að og vonumst við, í meirihlutanum, eftir góðu samstarfi við minnihlutann, sem einnig er með nokkuð breiða skírskotun og flokkarnir þar eru ólíkir,“ sagði Sigurður Ingi. „Góð niðurstaða sem næst í samtali fleiri flokka heldur til lengri tíma og stuðlar um leið að meiri sátt í samfélaginu. Til að ná farsælli sátt er oft betra að taka krók á leiðinni ef mikið ber á milli sjónarmiða. Í þeim tilvikum þarf að fara aðeins hægar en oftast erum við í stórum dráttum sammála um markmiðin, þó að okkur greini á um leiðirnar.“Langtímaáætlanir auki fyrirsjáanleika Sigurður sagði að stór verkefni væru framundan þar sem horfa þurfi til lengri tíma en um leið viðhalda stöðugleika. „Sá efnahagslegi stöðugleiki og kaupmáttaraukning, sem hefur náðst án þess að verðbólga hafi farið úr böndunum, eru verðmæti sem við verðum að tryggja. Meðal annars þess vegna áttum við forystufólk ríkisstjórnarflokkanna samtal við aðila vinnumarkaðarins í stjórnarmyndunarviðræðunum um hvernig við gætum nálgast verkefnið sameiginlega,“ sagði hann. „Langtímaáætlanir og samráð auka fyrirsjáanleika. Við Íslendingar höfum stundum fengið að heyra að ákvarðanir okkar miðist við viðkvæðið „þetta reddast”. Það leiðarljós hefur ekki alltaf verið okkur farsælt og þurfum við sem þjóð að miða ákvarðanir til lengri tíma. Áskoranir framtíðarinnar beinlínis krefjast þess að við vinnum í þágu hagsældar landsins og veltum langtímamarkmiðinu fyrir okkur. Við þurfum að spyrja okkur hvernig við viljum sjá landið okkar þróast næstu 20 til 30 árin, hvað gerist á næstu 10-20 árum, hvernig ætlum við að efla samkeppnishæfni landsins og hvað við þurfum að gera í nánustu framtíð til að styðja þau áform.“Allir búi við sömu skilyrði Hann segir að þessi hugsun eigi ekki síst við í þeim stóru framkvæmdum sem framundan eru þar sem tryggja þurfi að allir landsmenn búi við sömu skilyrði, hafi jöfn tækifæri til atvinnuþróunar og að atvinnulíf verði fjölbreytt alls staðar á landinu. „Okkar undirstöðuatvinnugreinar ferðaþjónusta, sjávarútvegur, orka, landbúnaður og skapandi greinar eiga allt undir að hér séu innviðir sem stuðla að heilbrigðum hagvexti til framtíðar,“ sagði hann. „Til að stuðla að frekari verðmætasköpun þarf landið allt að vera í blómlegri byggð og stefnumörkun í byggðamálum þarf að samþættast við sem flesta málaflokka. Atvinnulíf og nærsamfélög þurfa að geta tekist á við ytri breytingar og á svæðum með dreifða búsetu þarf að vera atvinnulíf sem skapar verðmæti. Við þurfum að horfa til byggðaaðgerða sem tíðkast í nágrannalöndum okkar, meðal annars með því að styrkja námslánakerfið og nýta svæðisbundna þekkingu sem best.“ Þá þurfi flutnings- og dreifikerfi raforku að mæta örfum atvinnulífs og almennings og verður ljósleiðaratengingu til allra landsmanna lokið innan þriggja ára. Það sé svigrúm á næstu árum vegna góðrar afkomu ríkisins en einnig til að nýta eignatekjur ríkisins í slík verkefni. Þó verði að forgangsraða stóru framkvæmdunum. „Í samgöngum sem er ein mikilvægasta fjárfesting sem við stöndum frammi fyrir, þarf að forgangsraða með tilliti til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu, og öryggissjónarmiða. Við þá forgangsröðun þarf einnig að taka tillit til hagkvæmni og byggðasjónarmiða og tengja byggðir og samfélög til að skapa stærri vinnusóknarsvæði en einnig að tryggja öruggar samgöngur við umheiminn. Samgöngur og fjarskipti skipa stóran sess í umgjörð og tækifærum landsins. Þær þurfa að styðja við hver aðra og samanstanda af öruggu vegakerfi, höfnum , flugvöllum og netöryggi,“ sagði Sigurður.Samstarf við sveitarfélögin þurfi að vera gott Hann sagði að þörf fyrir bættar almenningssamgöngur aukist við þéttingu byggðar. Ákvarðanir þurfi að miðast út frá auknum ferðamannafjölda og hvernig hægt sé að þjóna best heimamönnum við að komast á milli svæða. Innanlandsflug þurfi að vera mikilvægari hluti af almenningssamgöngum og að kerfin þurfi að tvinnast saman. „Samstarf við sveitarfélögin þarf að vera gott, en þau eru lykilaðili í því að þróa nærsamfélagið, velferð íbúa og mannlíf samfélaga. Þau þurfa að styrkjast og eflast til að geta sinnt sínum verkefnum sem m.a. stuðlar að öflugri þjónustu og að störfum fjölgi og að þau haldist í byggð,“ sagði hann. „Já, skrefin eru vissulega mörg og sum munu taka lengri tíma en önnur. Það sem skiptir mestu máli er að þetta séu verkefni sem skipta velferð íbúa landsins miklu. Það mun hjálpa til séum við öll sammála um hvert við erum að fara. Uppbyggingin verður að fara fram en án þess að auka þenslu á einstökum svæðum. Það er hægt og þá mun okkur farnast vel um ókomna framtíð.“ Alþingi Tengdar fréttir Söguskoðun Sigmundar merkileg Fjármálaráðherra segir að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. 14. desember 2017 20:30 „Þetta er kerfisstjórn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að "pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. 14. desember 2017 20:17 Tími til að horfast í augu við grundvallarspurningar um gagnsemi ýmissa kerfa Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segist hafa áhyggjur af því að Vinstri græn hafi vanmetið hvað sé þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma með því að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda. 14. desember 2017 20:36 „Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að góð niðurstaða sem náist í samtali fleiri flokka haldi til lengri tíma og stuðli um leið að meiri sátt í samfélaginu. Þá þurfi, þrátt fyrir góða stöðu ríkissjóðs, að forgangsraða stóru verkefnunum þegar kemur að samgöngumálum. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Sigurðar Inga í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. „Við stjórnmálamenn þurfum að nálgast málin lausnamiðað með velferð almennings að leiðarljósi. Þekking og reynsla allra flokka þarf að koma hér að og vonumst við, í meirihlutanum, eftir góðu samstarfi við minnihlutann, sem einnig er með nokkuð breiða skírskotun og flokkarnir þar eru ólíkir,“ sagði Sigurður Ingi. „Góð niðurstaða sem næst í samtali fleiri flokka heldur til lengri tíma og stuðlar um leið að meiri sátt í samfélaginu. Til að ná farsælli sátt er oft betra að taka krók á leiðinni ef mikið ber á milli sjónarmiða. Í þeim tilvikum þarf að fara aðeins hægar en oftast erum við í stórum dráttum sammála um markmiðin, þó að okkur greini á um leiðirnar.“Langtímaáætlanir auki fyrirsjáanleika Sigurður sagði að stór verkefni væru framundan þar sem horfa þurfi til lengri tíma en um leið viðhalda stöðugleika. „Sá efnahagslegi stöðugleiki og kaupmáttaraukning, sem hefur náðst án þess að verðbólga hafi farið úr böndunum, eru verðmæti sem við verðum að tryggja. Meðal annars þess vegna áttum við forystufólk ríkisstjórnarflokkanna samtal við aðila vinnumarkaðarins í stjórnarmyndunarviðræðunum um hvernig við gætum nálgast verkefnið sameiginlega,“ sagði hann. „Langtímaáætlanir og samráð auka fyrirsjáanleika. Við Íslendingar höfum stundum fengið að heyra að ákvarðanir okkar miðist við viðkvæðið „þetta reddast”. Það leiðarljós hefur ekki alltaf verið okkur farsælt og þurfum við sem þjóð að miða ákvarðanir til lengri tíma. Áskoranir framtíðarinnar beinlínis krefjast þess að við vinnum í þágu hagsældar landsins og veltum langtímamarkmiðinu fyrir okkur. Við þurfum að spyrja okkur hvernig við viljum sjá landið okkar þróast næstu 20 til 30 árin, hvað gerist á næstu 10-20 árum, hvernig ætlum við að efla samkeppnishæfni landsins og hvað við þurfum að gera í nánustu framtíð til að styðja þau áform.“Allir búi við sömu skilyrði Hann segir að þessi hugsun eigi ekki síst við í þeim stóru framkvæmdum sem framundan eru þar sem tryggja þurfi að allir landsmenn búi við sömu skilyrði, hafi jöfn tækifæri til atvinnuþróunar og að atvinnulíf verði fjölbreytt alls staðar á landinu. „Okkar undirstöðuatvinnugreinar ferðaþjónusta, sjávarútvegur, orka, landbúnaður og skapandi greinar eiga allt undir að hér séu innviðir sem stuðla að heilbrigðum hagvexti til framtíðar,“ sagði hann. „Til að stuðla að frekari verðmætasköpun þarf landið allt að vera í blómlegri byggð og stefnumörkun í byggðamálum þarf að samþættast við sem flesta málaflokka. Atvinnulíf og nærsamfélög þurfa að geta tekist á við ytri breytingar og á svæðum með dreifða búsetu þarf að vera atvinnulíf sem skapar verðmæti. Við þurfum að horfa til byggðaaðgerða sem tíðkast í nágrannalöndum okkar, meðal annars með því að styrkja námslánakerfið og nýta svæðisbundna þekkingu sem best.“ Þá þurfi flutnings- og dreifikerfi raforku að mæta örfum atvinnulífs og almennings og verður ljósleiðaratengingu til allra landsmanna lokið innan þriggja ára. Það sé svigrúm á næstu árum vegna góðrar afkomu ríkisins en einnig til að nýta eignatekjur ríkisins í slík verkefni. Þó verði að forgangsraða stóru framkvæmdunum. „Í samgöngum sem er ein mikilvægasta fjárfesting sem við stöndum frammi fyrir, þarf að forgangsraða með tilliti til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu, og öryggissjónarmiða. Við þá forgangsröðun þarf einnig að taka tillit til hagkvæmni og byggðasjónarmiða og tengja byggðir og samfélög til að skapa stærri vinnusóknarsvæði en einnig að tryggja öruggar samgöngur við umheiminn. Samgöngur og fjarskipti skipa stóran sess í umgjörð og tækifærum landsins. Þær þurfa að styðja við hver aðra og samanstanda af öruggu vegakerfi, höfnum , flugvöllum og netöryggi,“ sagði Sigurður.Samstarf við sveitarfélögin þurfi að vera gott Hann sagði að þörf fyrir bættar almenningssamgöngur aukist við þéttingu byggðar. Ákvarðanir þurfi að miðast út frá auknum ferðamannafjölda og hvernig hægt sé að þjóna best heimamönnum við að komast á milli svæða. Innanlandsflug þurfi að vera mikilvægari hluti af almenningssamgöngum og að kerfin þurfi að tvinnast saman. „Samstarf við sveitarfélögin þarf að vera gott, en þau eru lykilaðili í því að þróa nærsamfélagið, velferð íbúa og mannlíf samfélaga. Þau þurfa að styrkjast og eflast til að geta sinnt sínum verkefnum sem m.a. stuðlar að öflugri þjónustu og að störfum fjölgi og að þau haldist í byggð,“ sagði hann. „Já, skrefin eru vissulega mörg og sum munu taka lengri tíma en önnur. Það sem skiptir mestu máli er að þetta séu verkefni sem skipta velferð íbúa landsins miklu. Það mun hjálpa til séum við öll sammála um hvert við erum að fara. Uppbyggingin verður að fara fram en án þess að auka þenslu á einstökum svæðum. Það er hægt og þá mun okkur farnast vel um ókomna framtíð.“
Alþingi Tengdar fréttir Söguskoðun Sigmundar merkileg Fjármálaráðherra segir að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. 14. desember 2017 20:30 „Þetta er kerfisstjórn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að "pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. 14. desember 2017 20:17 Tími til að horfast í augu við grundvallarspurningar um gagnsemi ýmissa kerfa Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segist hafa áhyggjur af því að Vinstri græn hafi vanmetið hvað sé þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma með því að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda. 14. desember 2017 20:36 „Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Söguskoðun Sigmundar merkileg Fjármálaráðherra segir að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. 14. desember 2017 20:30
„Þetta er kerfisstjórn“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina ætla að "pikkfesta“ samfélagið í viðjum kerfishugsunar frá síðustu öld. 14. desember 2017 20:17
Tími til að horfast í augu við grundvallarspurningar um gagnsemi ýmissa kerfa Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segist hafa áhyggjur af því að Vinstri græn hafi vanmetið hvað sé þjóðfélaginu sem heild til heilla til lengri tíma með því að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn til valda. 14. desember 2017 20:36
„Gleymum því ekki að latneska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að traust almennings á stjórnmálum og Alþingi sé ekki einungis á ábyrgð þingmeirihlutans heldur allra þingmanna. 14. desember 2017 20:00