Tveir menn sakfelldir fyrir hatursorðræðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2017 17:14 Hæstirréttur sneri við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar. Hæstirréttur sneri þar með við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Um tvö mál var að ræða. Í því fyrra lét maðurinn tiltekin ummæli falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð,“ skrifaði maðurinn í athugasemdakerfi við frétt Vísis, að því er kemur fram í dómi Hæstaréttar.Alvarleg, meiðandi og fordómafull ummæli Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum.Í dómi Hæstaréttar segir að orð mannsins hafi í senn verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Til slíkra tjáningarhátta, sem beinlínis mætti kenna við hatursorðræðu, hefði honum verið alls óþarft að grípa í því skyni að koma skoðunum sínum á framfæri. Taldi rétturinn að þegar horft væri til þeirra hagsmuna sem lögin væru meðal annars sett til að vernda, yrðu þeir að vega þyngra en óheft frelsi hans til að tjá skoðanir sínar á þann hátt sem hann gerði. Var hann því sakfelldur samkvæmt ákæru og gert að greiða 100.000 króna sekt í ríkissjóð. Mál hins mannsins er að mörgu leyti sambærilegt. Lét hann tilteki ummæli falla í athugasemd við frétt á DV.is af sama tilefni og sá fyrri en í fréttinni var fjallað um sömu ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum,“ skrifaði maðurinn.Einn skilaði sératkvæði Samtökin 78 kærðu þessi ummæli til lögreglu og var maðurinn ákærður vegna hatursorðræðu og að hafa brotið á þann hátt gegn almennum hegningarlögum. Beitti Hæstiréttur sömu rökum og í hinu málinu og var maðurinn sakfelldur og dæmdur til greiðslu 100 þúsund króna sektar. Hæstiréttur tók einnig til umfjöllunar mál þriðja mannsins vegna ummæla af sama tilefni og hinir tveir mennirnir voru sakfelldir fyrir. Var hann hins vegar sýknaður af Hæstarétti. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í öllum málunum g vildi staðfesta sýknudóma héraðsdóms í öllum tilvikum. Dómsmál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt tvo menn til þess að greiða 100 þúsund króna sekt í ríkissjóð vegna ummæla sem þeir létu falla í athugasemdakerfum við frétt á Vísi annars vegar og DV hins vegar. Hæstirréttur sneri þar með við dómum Héraðsdóms Reykjaness þar sem mennirnir voru sýknaður. Um tvö mál var að ræða. Í því fyrra lét maðurinn tiltekin ummæli falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. „Við hlustendur útvarps Sögu kærum okkur ekki um neinar fjandans útskýringar A á þessari kynvillu. Þetta er ógeðslegt. Að innræta í börn hvernig kynvillingar eðla sig í rúminu. A getur þess vegna setið heima hjá sér heldur en að troða sér inn á útvarp Sögu. Þvílíkt ógeð,“ skrifaði maðurinn í athugasemdakerfi við frétt Vísis, að því er kemur fram í dómi Hæstaréttar.Alvarleg, meiðandi og fordómafull ummæli Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum.Í dómi Hæstaréttar segir að orð mannsins hafi í senn verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Til slíkra tjáningarhátta, sem beinlínis mætti kenna við hatursorðræðu, hefði honum verið alls óþarft að grípa í því skyni að koma skoðunum sínum á framfæri. Taldi rétturinn að þegar horft væri til þeirra hagsmuna sem lögin væru meðal annars sett til að vernda, yrðu þeir að vega þyngra en óheft frelsi hans til að tjá skoðanir sínar á þann hátt sem hann gerði. Var hann því sakfelldur samkvæmt ákæru og gert að greiða 100.000 króna sekt í ríkissjóð. Mál hins mannsins er að mörgu leyti sambærilegt. Lét hann tilteki ummæli falla í athugasemd við frétt á DV.is af sama tilefni og sá fyrri en í fréttinni var fjallað um sömu ályktun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. „Á nú að fara eyðileggja sakleysi barnanna að foreldrum forspurðum? Ég myndi flokka þetta undir barnanýð vera troða kynvillu í saklaus börn. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vinsamlegast haldið saurugu hugsunum og löngunum ykkar frá börnunum mínum,“ skrifaði maðurinn.Einn skilaði sératkvæði Samtökin 78 kærðu þessi ummæli til lögreglu og var maðurinn ákærður vegna hatursorðræðu og að hafa brotið á þann hátt gegn almennum hegningarlögum. Beitti Hæstiréttur sömu rökum og í hinu málinu og var maðurinn sakfelldur og dæmdur til greiðslu 100 þúsund króna sektar. Hæstiréttur tók einnig til umfjöllunar mál þriðja mannsins vegna ummæla af sama tilefni og hinir tveir mennirnir voru sakfelldir fyrir. Var hann hins vegar sýknaður af Hæstarétti. Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði í öllum málunum g vildi staðfesta sýknudóma héraðsdóms í öllum tilvikum.
Dómsmál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði