Mikilvægasta starf í heimi? Skúli Helgason skrifar 15. desember 2017 07:00 Kennarar gegna einhverju þýðingarmesta hlutverki í þjóðfélaginu því þeir geta haft afdrifarík áhrif á framtíð þúsunda barna og ungmenna. Þessi mikla ábyrgð hefur þó ekki verið metin að verðleikum í okkar samfélagi. Ein alvarlegasta afleiðing þessa er að aðsókn í kennaranám hefur hrunið og er nú svo komið að einungis útskrifast innan við 50 kennarar á hverju ári frá Háskóla Íslands samanborið við rúmlega 200 á árunum 2009-2010. Ef ekkert verður að gert verður alvarlegur skortur á kennurum á Íslandi innan fárra ára. Þetta var ein kveikjan að stofnun starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fulltrúar kennara, skólastjóra, foreldra, o.fl. unnu saman að tillögum til að auka nýliðun og bæta starfsumhverfi kennara. Starfshópurinn hefur nú kynnt 31 tillögu að aðgerðum, sem tengjast bættu starfsumhverfi, breytingum á inntaki og skipulagi kennaranáms, aukinni nýliðun kennara og starfsþróun.Bætt starfsumhverfi Kennarar hafa kallað eftir betra aðgengi að sérfræðingum til að mæta auknu álagi í vinnu með nemendum. Starfshópurinn leggur til að fjölgað verði fagfólki sem starfi við hlið kennara og hefur þegar verið samþykkt að ráða hegðunarráðgjafa með sérhæfingu í atferlismótun og talmeinafræðinga í alla borgarhluta. Þá verða mótuð ný úrræði til að styðja við börn í fjölþættum vanda. Kennsluráðgjöf í upplýsingatækni verður efld og aukin ráðgjöf og stuðningur við nýja kennara í starfi. Meira fjármagn verður sett í endurbætur á húsnæði, bættan tölvukost kennara og nemenda. Þá þarf að auka svigrúm skólastjórnenda til að sinna hlutverki sem faglegir leiðtogar skólastarfsins. Reykjavíkurborg hefur þegar samþykkt að verja 627 milljónum króna til að hrinda fyrstu tillögum starfshópsins í framkvæmd á næsta ári til viðbótar þeim ríflega 670 milljónum sem bættu stöðu grunnskólanna á þessu ári. Borgin mun ekki láta sitt eftir liggja til að auka veg kennara en mikilvægt er að ríki og sveitarfélög vinni saman að lausn vandans s.s. með víðtækri vitundarvakningu sem nái til alls samfélagsins og ívilnandi aðgerðum til að fjölga kennaranemum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Kennarar gegna einhverju þýðingarmesta hlutverki í þjóðfélaginu því þeir geta haft afdrifarík áhrif á framtíð þúsunda barna og ungmenna. Þessi mikla ábyrgð hefur þó ekki verið metin að verðleikum í okkar samfélagi. Ein alvarlegasta afleiðing þessa er að aðsókn í kennaranám hefur hrunið og er nú svo komið að einungis útskrifast innan við 50 kennarar á hverju ári frá Háskóla Íslands samanborið við rúmlega 200 á árunum 2009-2010. Ef ekkert verður að gert verður alvarlegur skortur á kennurum á Íslandi innan fárra ára. Þetta var ein kveikjan að stofnun starfshóps á vegum Reykjavíkurborgar þar sem fulltrúar kennara, skólastjóra, foreldra, o.fl. unnu saman að tillögum til að auka nýliðun og bæta starfsumhverfi kennara. Starfshópurinn hefur nú kynnt 31 tillögu að aðgerðum, sem tengjast bættu starfsumhverfi, breytingum á inntaki og skipulagi kennaranáms, aukinni nýliðun kennara og starfsþróun.Bætt starfsumhverfi Kennarar hafa kallað eftir betra aðgengi að sérfræðingum til að mæta auknu álagi í vinnu með nemendum. Starfshópurinn leggur til að fjölgað verði fagfólki sem starfi við hlið kennara og hefur þegar verið samþykkt að ráða hegðunarráðgjafa með sérhæfingu í atferlismótun og talmeinafræðinga í alla borgarhluta. Þá verða mótuð ný úrræði til að styðja við börn í fjölþættum vanda. Kennsluráðgjöf í upplýsingatækni verður efld og aukin ráðgjöf og stuðningur við nýja kennara í starfi. Meira fjármagn verður sett í endurbætur á húsnæði, bættan tölvukost kennara og nemenda. Þá þarf að auka svigrúm skólastjórnenda til að sinna hlutverki sem faglegir leiðtogar skólastarfsins. Reykjavíkurborg hefur þegar samþykkt að verja 627 milljónum króna til að hrinda fyrstu tillögum starfshópsins í framkvæmd á næsta ári til viðbótar þeim ríflega 670 milljónum sem bættu stöðu grunnskólanna á þessu ári. Borgin mun ekki láta sitt eftir liggja til að auka veg kennara en mikilvægt er að ríki og sveitarfélög vinni saman að lausn vandans s.s. með víðtækri vitundarvakningu sem nái til alls samfélagsins og ívilnandi aðgerðum til að fjölga kennaranemum. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun