Tengja mikla fjölgun við Fósturbörn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2017 09:00 Skjáskot úr þáttunum Fósturbörn. Sindri Sindrason fór til Svíþjóðar og hitti þar Lilju, íslenska móður sem á sex börn en býr ekki með neinu þeirra í dag. Tólf einstaklingar lögðu inn beiðni hjá Borgarskjalasafni Reykjavíkur um aðgang að skjölum er varða þeirra eigin barnaverndarmál í október og nóvember. Það er mikil fjölgun sé miðað við fyrstu níu mánuði ársins en þá bárust alls 23 beiðnir um aðgang að gögnum um barnaverndarmál. Borgarskjalasafn tengir þessa fjölgun beiðna við sjónvarpsþættina Fósturbörn sem sýndir voru á Stöð 2 í haust en barnaverndarmál voru þar til umfjöllunar. „Maður sér það í raun alltaf þegar það kemur svona fjölmiðlaumfjöllun um barnaverndarmál að þá fara að berast fleiri beiðnir,“ segir Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, og rifjar upp að beiðnum hafi til að mynda fjölgað þegar mikið var fjallað um vistheimili barna á Breiðavík árið 2007. Borgarskjalasafn varðveitir skjöl frá öllum borgarstofnunum, þar á meðal trúnaðarskjöl frá barnavernd Reykjavíkur, grunnskólum, leikskólum og þjónustumiðstöðvum. Ná skjöl barnaverndar allt aftur til ársins 1932 þegar fyrstu lögin um barnavernd voru sett hér á landi. Aðeins þeir einstaklingar sem málin snúa að hafa rétt á aðgangi að gögnum og þarf til að mynda að framvísa persónuskilríkjum þegar gögn eru sótt. Aðrir hafa ekki rétt á að sjá eða að fá aðgang að gögnum. Afrit er tekið af frumgögnuum sem Borgarskjalasafn geymir og fær viðkomandi afrit gagnanna. Ekkert er rukkað fyrir þjónustuna. Svanhildur segir að þetta séu oft tímafrek mál að vinna. „Þetta eru misjafnlega umfangsmikil mál en það þarf að lesa vandlega yfir þetta, til dæmis hylja upplýsingar um systkini og ótengda aðila ,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er fólk oft komið á miðjan aldur þegar það fer að biðja um aðgang að gögnum um eigin barnaverndarmál. Í haust hefur þó fólk á öllum aldri lagt fram beiðnir og yngra fólk en áður. Fósturbörn Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Tólf einstaklingar lögðu inn beiðni hjá Borgarskjalasafni Reykjavíkur um aðgang að skjölum er varða þeirra eigin barnaverndarmál í október og nóvember. Það er mikil fjölgun sé miðað við fyrstu níu mánuði ársins en þá bárust alls 23 beiðnir um aðgang að gögnum um barnaverndarmál. Borgarskjalasafn tengir þessa fjölgun beiðna við sjónvarpsþættina Fósturbörn sem sýndir voru á Stöð 2 í haust en barnaverndarmál voru þar til umfjöllunar. „Maður sér það í raun alltaf þegar það kemur svona fjölmiðlaumfjöllun um barnaverndarmál að þá fara að berast fleiri beiðnir,“ segir Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður, og rifjar upp að beiðnum hafi til að mynda fjölgað þegar mikið var fjallað um vistheimili barna á Breiðavík árið 2007. Borgarskjalasafn varðveitir skjöl frá öllum borgarstofnunum, þar á meðal trúnaðarskjöl frá barnavernd Reykjavíkur, grunnskólum, leikskólum og þjónustumiðstöðvum. Ná skjöl barnaverndar allt aftur til ársins 1932 þegar fyrstu lögin um barnavernd voru sett hér á landi. Aðeins þeir einstaklingar sem málin snúa að hafa rétt á aðgangi að gögnum og þarf til að mynda að framvísa persónuskilríkjum þegar gögn eru sótt. Aðrir hafa ekki rétt á að sjá eða að fá aðgang að gögnum. Afrit er tekið af frumgögnuum sem Borgarskjalasafn geymir og fær viðkomandi afrit gagnanna. Ekkert er rukkað fyrir þjónustuna. Svanhildur segir að þetta séu oft tímafrek mál að vinna. „Þetta eru misjafnlega umfangsmikil mál en það þarf að lesa vandlega yfir þetta, til dæmis hylja upplýsingar um systkini og ótengda aðila ,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er fólk oft komið á miðjan aldur þegar það fer að biðja um aðgang að gögnum um eigin barnaverndarmál. Í haust hefur þó fólk á öllum aldri lagt fram beiðnir og yngra fólk en áður.
Fósturbörn Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira