Réttur barna til öryggis þarf að vega þyngra en réttur foreldris til umgengni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. desember 2017 11:34 Faðir á sextugsaldri, bróðir Kolbrúnar, er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa nauðgað tveimur dætrum sínum. Vísir/GVA „Nú hefur líklega ekki farið framhjá neinum fréttir um föðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa brotið kynferðislega á þriðju dóttur sinni,“ skrifar Kolbrún Jónsdóttir, systir föðurins, í opnu bréfi til þingmanna, sem hún birtir á Facebook í dag. Þar gagnrýnir hún þær skorður sem Barnavernd eru settar þegar kemur að eftirliti á heimilum. „Í mjög stuttu máli þá var hann dæmdur árið 1991 fyrir að hafa brotið kynferðislega á elstu dóttur sinni, síðan þá hefur hann eignast fleiri börn og situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa brotið á tveimur dætrum sínum til viðbótar. Þessi maður er bróðir minn.“ Bróðir Kolbrúnar neitar sök í báðum málum en lögreglan á Suðurlandi rannsakar málin tvö saman. Bróðir þessa manns hlaut einnig dóm fyrir nokkrum árum fyrir að brjóta kynferðislega á dóttur sinni.Sjá einnig: Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpaKolbrún skrifar opið bréf til þingmanna.vísir/gvaÓttaðist að hann myndi brjóta á fleiri börnum Kolbrún segir að hún hafi í mörg ár fylgst með úr fjarlægð og óttast að hann myndi misnota yngri börnin sín, eins og nú hefur komið í ljós. Hún hefur síðustu vikur verið í samskiptum við fjölmiðla til að vekja athygli á þessu máli ásamt frænku sinni sem maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta gegn árið 1991. „Við tilkynntum hann til barnaverndar á sínum tíma og vitum að það hafa fleiri gert, en þau svör sem við fengum frá barnavernd voru á þá leið að meðan ekki lægi fyrir rökstuddur grunur um misnotkun eða ofbeldi væri ekkert sem barnavernd gæti gert þar sem hann hefði tekið út sinn dóm 1991.“ Kolbrún segir að hún geri sér fulla grein fyrir því að einstaklingar séu lausir allra mála þegar þeir hafi tekið út sína refsingu. „Hinsvegar, þegar um kynferðisbrot og barnagirnd er að ræða eru afleiðingar þess að einstaklingurinn brjóti af sér aftur geigvænlegar. Því er ekki hægt að setja rétt afbrotamannsins til hefðbundins lífs ofar en rétt barna til öryggis.“ Kolbrún segir að í samskiptum við Barnavernd hafi hún upplifað einlægan vilja þeirra til að hjálpa, en í þessu máli hafi það ekki verið nóg. Barnavernd sé settar þröngar skorður til þess að fylgjast með heimilisaðstæðum eða grípa inn í.Talað hefur verið fjálglega um að ekki sé hægt að koma á kerfi þar sem menn losna aldrei undan refsingu samfélagsins, fái aldrei tækifæri á nýjan leik. Þetta hefur verið prinsipp, menn hafa ríghaldið í þessa, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu um afstöðu á Alþingi til eftirlits með hættulegum kynferðisbrotamönnum.Vísir/ValliEkki hægt að efast um hæfni foreldris „Við frænkur viljum óska eftir því við yfirvöld að settur sé verkefnahópur eða vinnureglur, reglugerðir og lög sem varða barnavernd eru athuguð með það í huga að heimildir séu til að fylgjast með mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot og eiga lögheimili með einstaklingum undir 18 ára aldri.“ Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í samtali við Vísi að heimildir til eftirlits þegar komi að hættulegasta hópi kynferðisbrotamanna engar. Það prinsipp ríki á Alþingi að menn eigi að geta afplánað sinn dóm en ekki verið refsað til frambúðar. Bragi segir önnur ríki í auknum mæli gera undantekningu á þessari meginreglu, með eftirliti með hættulegum kynferðisbrotamönnum, til þess að vernda börnin. „Við höfum lagt til í áraraðir að koma upp eftirlitskerfi svo hægt sé að hafa auga með þessum mönnum,“ Kolbrúnu finnst skrítið að leikskólar, skólar, frístundarheimili og aðrar stofnanir sem annast börn hafi heimild til að kanna sakavottorð fólks áður en það hefur störf en ekki þeirra sem ætla að hafa börn á heimili sínu. „Ekki er hægt að gera neinar athugasemdir við eða efast um hæfni foreldris til að annast barn á heimili sínu, þ.m.t. baða, sjá um klósettþarfir, svæfa o.s.frv., þó að foreldrið hafi áður verið dæmt fyrir að brjóta á barni. Réttur barna til öryggis þarf að vega þyngra, bæði í orði og á borði, en réttur foreldris til umgengni.“ Bréf Kolbrúnar má lesa í heild sinni í færslunni hér fyrir neðan: Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpa Dæmdur kynferðisbrotamaður er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum. Hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 17. nóvember 2017 09:00 Maður grunaður er um kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag áframhaldandi gæsluvarðhald yfir föður sem grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur dætrum sínum þegar þær voru fimm til sex ára. 6. desember 2017 19:50 Börn föðurins sem grunaður er um að nauðga dætrum sínum komin í öruggt skjól Faðirinn á þriggja og níu ára börn til viðbótar við dætur sínar þrjár sem allar segja hann hafa brotið gegn sér. 10. nóvember 2017 16:29 Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
„Nú hefur líklega ekki farið framhjá neinum fréttir um föðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa brotið kynferðislega á þriðju dóttur sinni,“ skrifar Kolbrún Jónsdóttir, systir föðurins, í opnu bréfi til þingmanna, sem hún birtir á Facebook í dag. Þar gagnrýnir hún þær skorður sem Barnavernd eru settar þegar kemur að eftirliti á heimilum. „Í mjög stuttu máli þá var hann dæmdur árið 1991 fyrir að hafa brotið kynferðislega á elstu dóttur sinni, síðan þá hefur hann eignast fleiri börn og situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa brotið á tveimur dætrum sínum til viðbótar. Þessi maður er bróðir minn.“ Bróðir Kolbrúnar neitar sök í báðum málum en lögreglan á Suðurlandi rannsakar málin tvö saman. Bróðir þessa manns hlaut einnig dóm fyrir nokkrum árum fyrir að brjóta kynferðislega á dóttur sinni.Sjá einnig: Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpaKolbrún skrifar opið bréf til þingmanna.vísir/gvaÓttaðist að hann myndi brjóta á fleiri börnum Kolbrún segir að hún hafi í mörg ár fylgst með úr fjarlægð og óttast að hann myndi misnota yngri börnin sín, eins og nú hefur komið í ljós. Hún hefur síðustu vikur verið í samskiptum við fjölmiðla til að vekja athygli á þessu máli ásamt frænku sinni sem maðurinn var dæmdur fyrir að brjóta gegn árið 1991. „Við tilkynntum hann til barnaverndar á sínum tíma og vitum að það hafa fleiri gert, en þau svör sem við fengum frá barnavernd voru á þá leið að meðan ekki lægi fyrir rökstuddur grunur um misnotkun eða ofbeldi væri ekkert sem barnavernd gæti gert þar sem hann hefði tekið út sinn dóm 1991.“ Kolbrún segir að hún geri sér fulla grein fyrir því að einstaklingar séu lausir allra mála þegar þeir hafi tekið út sína refsingu. „Hinsvegar, þegar um kynferðisbrot og barnagirnd er að ræða eru afleiðingar þess að einstaklingurinn brjóti af sér aftur geigvænlegar. Því er ekki hægt að setja rétt afbrotamannsins til hefðbundins lífs ofar en rétt barna til öryggis.“ Kolbrún segir að í samskiptum við Barnavernd hafi hún upplifað einlægan vilja þeirra til að hjálpa, en í þessu máli hafi það ekki verið nóg. Barnavernd sé settar þröngar skorður til þess að fylgjast með heimilisaðstæðum eða grípa inn í.Talað hefur verið fjálglega um að ekki sé hægt að koma á kerfi þar sem menn losna aldrei undan refsingu samfélagsins, fái aldrei tækifæri á nýjan leik. Þetta hefur verið prinsipp, menn hafa ríghaldið í þessa, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu um afstöðu á Alþingi til eftirlits með hættulegum kynferðisbrotamönnum.Vísir/ValliEkki hægt að efast um hæfni foreldris „Við frænkur viljum óska eftir því við yfirvöld að settur sé verkefnahópur eða vinnureglur, reglugerðir og lög sem varða barnavernd eru athuguð með það í huga að heimildir séu til að fylgjast með mönnum sem hafa verið dæmdir fyrir kynferðisbrot og eiga lögheimili með einstaklingum undir 18 ára aldri.“ Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í samtali við Vísi að heimildir til eftirlits þegar komi að hættulegasta hópi kynferðisbrotamanna engar. Það prinsipp ríki á Alþingi að menn eigi að geta afplánað sinn dóm en ekki verið refsað til frambúðar. Bragi segir önnur ríki í auknum mæli gera undantekningu á þessari meginreglu, með eftirliti með hættulegum kynferðisbrotamönnum, til þess að vernda börnin. „Við höfum lagt til í áraraðir að koma upp eftirlitskerfi svo hægt sé að hafa auga með þessum mönnum,“ Kolbrúnu finnst skrítið að leikskólar, skólar, frístundarheimili og aðrar stofnanir sem annast börn hafi heimild til að kanna sakavottorð fólks áður en það hefur störf en ekki þeirra sem ætla að hafa börn á heimili sínu. „Ekki er hægt að gera neinar athugasemdir við eða efast um hæfni foreldris til að annast barn á heimili sínu, þ.m.t. baða, sjá um klósettþarfir, svæfa o.s.frv., þó að foreldrið hafi áður verið dæmt fyrir að brjóta á barni. Réttur barna til öryggis þarf að vega þyngra, bæði í orði og á borði, en réttur foreldris til umgengni.“ Bréf Kolbrúnar má lesa í heild sinni í færslunni hér fyrir neðan:
Lögreglumál Tengdar fréttir Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpa Dæmdur kynferðisbrotamaður er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum. Hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 17. nóvember 2017 09:00 Maður grunaður er um kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag áframhaldandi gæsluvarðhald yfir föður sem grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur dætrum sínum þegar þær voru fimm til sex ára. 6. desember 2017 19:50 Börn föðurins sem grunaður er um að nauðga dætrum sínum komin í öruggt skjól Faðirinn á þriggja og níu ára börn til viðbótar við dætur sínar þrjár sem allar segja hann hafa brotið gegn sér. 10. nóvember 2017 16:29 Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Íslenskir bræður sem misnota dætur sínar og ofbeldisfull stjúpa Dæmdur kynferðisbrotamaður er grunaður um að hafa nauðgað dætrum sínum. Hann situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 17. nóvember 2017 09:00
Maður grunaður er um kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum áfram í gæsluvarðhaldi Hæstiréttur staðfesti í dag áframhaldandi gæsluvarðhald yfir föður sem grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur dætrum sínum þegar þær voru fimm til sex ára. 6. desember 2017 19:50
Börn föðurins sem grunaður er um að nauðga dætrum sínum komin í öruggt skjól Faðirinn á þriggja og níu ára börn til viðbótar við dætur sínar þrjár sem allar segja hann hafa brotið gegn sér. 10. nóvember 2017 16:29
Segir þröngsýni á þingi standa í vegi fyrir eftirliti með hættulegustu kynferðisbrotamönnum Faðir á sextugsaldri er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þremur dætrum sínum þegar þær voru í kringum sex ára aldur. 9. nóvember 2017 23:00