Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. desember 2017 23:42 Maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar með vísan til almannahagsmuna. Vísir/Heiða Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. Lögreglan hefur undir höndum tvö vegabréf í eigu mannsins, annað þeirra er falsað og hitt gefa þau mismunandi upplýsingar um nafn, fæðingardag og upprunaland mannsins. Maðurinn er með dvalarleyfi hér á landi og er nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun að afturkalla dvalarleyfi mannsins. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í dag, eins og Vísir greindi frá. Þar segir einnig að tvö vitni séu að árásinni. Annað vitnið hafi heyrt manneskju öskra „get ekki andað, get ekki andað“ og „hann var að reyna að drepa mig – hann var að kyrkja mig.“ Annað vitni kveðst hafa séð stúlku sem hafi átt erfitt með að ná andanum.Gögnin renni stoðum undir framburð konunnar Konan var með marga höggáverka á ýmsum hlutum líkamans samkvæmt áverkavottorði réttarmeinafræðings. Á hlið hálsins, einkum hægra megin hafi greinst rauðar litabreytingar á hörundi, sem „má túlka sem kyrkingarummerki, sem líklegast samsvara stöðu upphandleggs og framhandleggs við kyrkingartak.“ Lögreglan kom á vettvang í Holtunum laust eftir klukkan 5 þann 3. desember og stúlkan tók þar á móti þeim. Að sögn lögreglu var hún í miklu uppnámi og tjáði lögreglumönnum að maðurinn hefði kyrkt hana þangað til hún hafi misst meðvitund. Maðurinn hafi gefið sig fram á vettvangi og í kjölfarið verið handtekinn. Lögreglan tók tvær skýrslur af konunni, á slysadeild og hjá lögreglu. Þar lýsti hún atburðum með sama hætti, maðurinn hafi haldið henni í kyrkingartaki þar til hún hafi misst meðvitund. Hafi hún kveðið kærða hafa sagst ætla að drepa hana í sama mund og hann hafi tekið hana hálstaki. Maðurinn neitar sök en gögn málsins eru talin renna stoðum undir framburð konunnar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08 Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. Lögreglan hefur undir höndum tvö vegabréf í eigu mannsins, annað þeirra er falsað og hitt gefa þau mismunandi upplýsingar um nafn, fæðingardag og upprunaland mannsins. Maðurinn er með dvalarleyfi hér á landi og er nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun að afturkalla dvalarleyfi mannsins. Þetta kemur fram í dómi Hæstaréttar sem staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í dag, eins og Vísir greindi frá. Þar segir einnig að tvö vitni séu að árásinni. Annað vitnið hafi heyrt manneskju öskra „get ekki andað, get ekki andað“ og „hann var að reyna að drepa mig – hann var að kyrkja mig.“ Annað vitni kveðst hafa séð stúlku sem hafi átt erfitt með að ná andanum.Gögnin renni stoðum undir framburð konunnar Konan var með marga höggáverka á ýmsum hlutum líkamans samkvæmt áverkavottorði réttarmeinafræðings. Á hlið hálsins, einkum hægra megin hafi greinst rauðar litabreytingar á hörundi, sem „má túlka sem kyrkingarummerki, sem líklegast samsvara stöðu upphandleggs og framhandleggs við kyrkingartak.“ Lögreglan kom á vettvang í Holtunum laust eftir klukkan 5 þann 3. desember og stúlkan tók þar á móti þeim. Að sögn lögreglu var hún í miklu uppnámi og tjáði lögreglumönnum að maðurinn hefði kyrkt hana þangað til hún hafi misst meðvitund. Maðurinn hafi gefið sig fram á vettvangi og í kjölfarið verið handtekinn. Lögreglan tók tvær skýrslur af konunni, á slysadeild og hjá lögreglu. Þar lýsti hún atburðum með sama hætti, maðurinn hafi haldið henni í kyrkingartaki þar til hún hafi misst meðvitund. Hafi hún kveðið kærða hafa sagst ætla að drepa hana í sama mund og hann hafi tekið hana hálstaki. Maðurinn neitar sök en gögn málsins eru talin renna stoðum undir framburð konunnar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Lögreglumál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08 Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20 Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01 Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08
Grunaður um tilraun til manndráps: Kona tekin hengingartaki þar til hún missti meðvitund Komst til meðvitundar eftir þó nokkurn tíma og hljóp þá í mikilli geðshræringu út úr húsinu og náði að gera nærstöddum viðvart. 5. desember 2017 10:20
Maðurinn sem grunaður er um tilraun til manndráps laus úr haldi Hæstiréttur féllst ekki á sjónarmið lögreglunnar um að maðurinn ætti að sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 6. desember 2017 11:01
Aftur í varðhald þvert á dóm Hæstaréttar Erlendur karlmaður var í lok síðustu viku úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi grunaður um tilraun til manndráps. 11. desember 2017 06:00