Risinn vaknaði í Eyjum: „Vonandi er þetta byrjunin á einhverju stórkostlegu“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2017 11:00 Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta og íslenska landsliðsins, fór hamförum í 26-21 sigri Eyjamanna gegn Haukum á sunnudaginn var. Aron hefur átt mjög erfitt uppdráttar á leiktíðinni og verið langt frá sínu besta en í síðasta leik sýndi hann sparihliðarnar og minnti rækilega á sig nú þegar styttist í EM í Króatíu. Risinn rólegi varði 21 skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu en hann var að verja 6,8 skot að meðaltali í leik með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali fyrir leikinn á sunnudaginn. Hann jafnaði meðaltal sitt í vörðum skotum á fyrsta korterinu í leiknum. „Ég er ofboðslega ánægður með þetta. Þetta er bara frábært og þarna er Aron miklu líkari þeim leikmanni sem hann á að vera. Ég vona svo sannarlega að þetta sé byrjunin á einhverju stórkostlegu því þessi strákur á það skilið að vera frábær. Ég vona bara að þetta verði ísbrjótur fyrir hann. Nú getur hann vonandi andað aðeins léttar,“ sagði Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, í þættinum á mánudagskvöldið. „Það er ekki bara fjöldinn af skotum heldur hvernig hann er að verja skotin. Tímasetningar eru betri í dauðafærunum og hann spilaði bara eins og maður með topp sjálfstraust sem er geggjað,“ sagði Sebastian og Gunnar Berg Viktorsson, fyrrverandi landsliðsmaður sem bæði spilaði með og þjálfaði Aron, tók undir. „Það býr rosalega mikið í þessum strák. Þegar ég var að spila með honum og þjálfa hann var mikill karakter í Aroni og hann vann fullt af leikjum fyrir okkur. Svo gerist eitthvað á þessu ári, en það er 100 prósent að það býr mikið í honum. Hann er að sýan að hann eigi að vera í landsliðinu. Ég hef ekki trú á öðru en að hann haldi þessu áfram og þá erum við bara í góðum málum,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta og íslenska landsliðsins, fór hamförum í 26-21 sigri Eyjamanna gegn Haukum á sunnudaginn var. Aron hefur átt mjög erfitt uppdráttar á leiktíðinni og verið langt frá sínu besta en í síðasta leik sýndi hann sparihliðarnar og minnti rækilega á sig nú þegar styttist í EM í Króatíu. Risinn rólegi varði 21 skot og var með 50 prósent hlutfallsmarkvörslu en hann var að verja 6,8 skot að meðaltali í leik með 28 prósent hlutfallsmarkvörslu að meðaltali fyrir leikinn á sunnudaginn. Hann jafnaði meðaltal sitt í vörðum skotum á fyrsta korterinu í leiknum. „Ég er ofboðslega ánægður með þetta. Þetta er bara frábært og þarna er Aron miklu líkari þeim leikmanni sem hann á að vera. Ég vona svo sannarlega að þetta sé byrjunin á einhverju stórkostlegu því þessi strákur á það skilið að vera frábær. Ég vona bara að þetta verði ísbrjótur fyrir hann. Nú getur hann vonandi andað aðeins léttar,“ sagði Sebastian Alexandersson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður og sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD, í þættinum á mánudagskvöldið. „Það er ekki bara fjöldinn af skotum heldur hvernig hann er að verja skotin. Tímasetningar eru betri í dauðafærunum og hann spilaði bara eins og maður með topp sjálfstraust sem er geggjað,“ sagði Sebastian og Gunnar Berg Viktorsson, fyrrverandi landsliðsmaður sem bæði spilaði með og þjálfaði Aron, tók undir. „Það býr rosalega mikið í þessum strák. Þegar ég var að spila með honum og þjálfa hann var mikill karakter í Aroni og hann vann fullt af leikjum fyrir okkur. Svo gerist eitthvað á þessu ári, en það er 100 prósent að það býr mikið í honum. Hann er að sýan að hann eigi að vera í landsliðinu. Ég hef ekki trú á öðru en að hann haldi þessu áfram og þá erum við bara í góðum málum,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15 Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00 Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Umboðsmaður um mál Gísla Þorgeirs: Getur ekkert kvartað Í síðustu viku var greint frá því að FH fengi ekki krónu frá Kiel fyrir handboltamanninn efnilega, Gísla Þorgeir Kristjánsson. 12. desember 2017 17:15
Seinni bylgjan: Þessi voru valin best í nóvember Nóvembermánuður Olís deildanna var gerður upp hjá Tómasi Þór Þórðarsyni og félögum í Seinni bylgjunni í gærkvöld. 12. desember 2017 12:00
Formaður dómaranefndar HSÍ: Félögin þurfa að taka hlutverk sitt alvarlega Það er skortur á handboltadómurum á Íslandi en formaður dómaranefndar HSÍ, Guðjón L. Sigurðsson, segir að helst þyrfti HSÍ að vera með 78 dómara á sínum snærum. Þeir eru aftur á móti aðeins 33 og þar af hafa aðeins 14 réttindi til þess að dæma í efstu deildunum. 12. desember 2017 20:15
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn