Rakaskemmdir og mygla: Stefnir í þúsundir málaferla vegna illa byggðra húsa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. desember 2017 11:15 Verkfræðingur og líffræðingur hjá Eflu segja að þúsundir íbúða hafi verið illa byggðar á síðustu 10 til 15 árum og stefnir í röð málaferla. Vísir/Getty „Við viljum ekki hafa steinull inni á veggjum og rakasperru,“ segir Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur hjá Eflu. Ríkarður var í viðtali í Bítinu í morgun ásamt Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur líffræðingi og starfsmanni stofunnar. Hann segir að þar sem bannað sé að byggja hús sem mygli, stefni í fjölda málskókna vegna illa byggðra húsa síðustu tíu til fimmtán ár.Afturför í byggingariðnaði„Allar framfarir sem við gerum í byggingariðnaðinum eru alltaf afturför. Við byggðum bestu húsin átjánhundruð og eitthvað, gömlu timburhúsin. En ef við horfum á það sem við erum að gera núna, þar sem við steypum húsin, einungrum að innan með steinull í málmgrind, rakagrind að innan og skerum göt á rakavörnina og setjum rafmagnið í gegn – katastrófa,“ segir Ríkharður um mörg þeirra húsa sem hafa verið byggð hér á landi eftir hrun. Hann segir að ef það eigi að einangra hús þurfi að fara út fyrir þau. Aðspurður hvort það verði bylting í því hvernig hús verði klædd og svarar Ríkharður: „Við erum að tala um röð, langa langa röð, af væntanlegum málaferlum sem eru byrjuð.“ Hann bendir á að í reglugerðum segi að það megi ekki byggja hús sem mygli. Það sé aftur á móti ekki tilgreint hvernig eigi að framkvæma það.Milljarða tjón vegna raka Á þessu ári kom í ljós að tjón vegna rakaskemmda og myglu í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls nemur milljörðum króna. Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvunum nema milljörðum króna. Efla hefur fengið yfir hundrað milljónir fyrir vinnu sína við Orkuveituhúsið eftir að myglan kom upp. Annars vegar fyrir rannsókn á umfangi myglu og ráðgjöf til OR og starfsmanna vegna heilsufarsáhrifa. Hins vegar fyrir verkefnisstjórn, hönnun vegna hreinsiaðgerða og tilraunaviðgerðar og eftirlit. Húsið var ekki vinnuhæft vegna rakaskemmdanna. Ríkhaður Kristjánsson verkfræðingur og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur.BylgjanMyglan elskar gifsið„Vandamálið er að við reyndum að fá Mannvirkjastofnun til að banna þetta, þeir treystu sér ekki í það. Það var hópur allra sérfræðinga í myglu og eðlisfræði og byggingarmálum, við vorum kannski tíu sem skrifuðum bréf til Mannvirkjastofnunar, meira að segja yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar var með. Við báðum þá um að beina því til byggingarfulltrúa að hætta þessu, að banna þetta eins og við leystum alkalímálið á sínum tíma.“ Ríkharður segir að búið sé að gera ítrekaðar tilraunir til að fá þetta bannað og bendir á að verkfræðistofan Efla komi ekki nálægt svona verkefnum og taki ekki þátt í að byggja svona hús. Annað vandamál þegar kemur að myglu er gifsveggir. „Myglan elskar gifsið og límið og pappírinn,“ segir Sylgja Dögg. „Maður á í rauninni ekki að nota gifs þar sem er votrými. En ef þau eru góð þá er ekkert að því að nota gifsplötur þar sem ekki er hætta á raka.“ Gifs hefur þó verið notað þar sem er votrými í húsum hér á landi síðustu tíu ár og segir Sylgja að það sé eitthvað sem þurfi að skoða. „Við viljum fyrirbyggja þessi vandamál, við viljum ekki missa fókusinn af því. Við erum alltaf að slökkva elda um allan bæ en við viljum fyrirbyggja það þannig að eldurinn kvikni ekki,“ bætir hún svo við.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, kynnti stöðuna á blaðamannafundi í ágúst þar sem sýndi voru dæmi um rakaskemmdir innandyra í vesturhúsi höfuðstöðva OR.Endurteknar villur og ekki hlustað á sérfærðinga Ríkharður og Sylgja segja að þúsundir íbúða hafi verið byggð með þessum hætti undanfarin ár. Mannvirkjastofnun er núna að setja saman minnispunkta fyrir hönnuði sem verða þá ábyrgir fyrir þessu. „Ef þeir gera vitlaust þá verða þeir ábyrgir fyrir því,“ segir Ríkharður „Menn eru að tala um að það sé einhver histería í gangi í þjóðfélaginu. Ég er búinn að tala um þetta í mörg ár og það hefur enginn haft áhyggjur af þessu, enginn hlustað, engin histería. Mig vantar histeríuna sko,“ útskýrir Ríkharður. Hann segir að hér á landi sé ekki hlustað nógu mikið á þá sem hafa rannsakað íslensk hús og hafa sérþekkinguna. „Menn endurtaka villur mjög hratt.“ Ríkharður segir að það sé núna verið að fyrirbyggja þegar kemur að myglunni. Hann er ekki sammála því að það sé eitthvað panikk í gangi í myglumálum. „Við erum að reyna að koma því þannig fyrir að mygla verði ekki til hérna hjá okkur,“ segir Ríkharður. Húsnæðismál Tengdar fréttir Vinna Eflu kostað OR 107 milljónir króna Af þeim 460 milljónum króna sem varið hefur verið í aðgerðir eftir að mygla uppgötvaðist í Orkuveituhúsinu hafa 107 milljónir farið til verkfræðistofunnar Eflu. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, kom að upphaflegri hönnun hússins. 9. september 2017 07:00 Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. 5. september 2017 20:15 Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00 Sjö og hálfur milljaður í höfuðstöðvar Orkuveitunnar Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur mun kosta félagið rúmlega sjö og hálfan milljarð króna. 24. nóvember 2017 06:02 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
„Við viljum ekki hafa steinull inni á veggjum og rakasperru,“ segir Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur hjá Eflu. Ríkarður var í viðtali í Bítinu í morgun ásamt Sylgju Dögg Sigurjónsdóttur líffræðingi og starfsmanni stofunnar. Hann segir að þar sem bannað sé að byggja hús sem mygli, stefni í fjölda málskókna vegna illa byggðra húsa síðustu tíu til fimmtán ár.Afturför í byggingariðnaði„Allar framfarir sem við gerum í byggingariðnaðinum eru alltaf afturför. Við byggðum bestu húsin átjánhundruð og eitthvað, gömlu timburhúsin. En ef við horfum á það sem við erum að gera núna, þar sem við steypum húsin, einungrum að innan með steinull í málmgrind, rakagrind að innan og skerum göt á rakavörnina og setjum rafmagnið í gegn – katastrófa,“ segir Ríkharður um mörg þeirra húsa sem hafa verið byggð hér á landi eftir hrun. Hann segir að ef það eigi að einangra hús þurfi að fara út fyrir þau. Aðspurður hvort það verði bylting í því hvernig hús verði klædd og svarar Ríkharður: „Við erum að tala um röð, langa langa röð, af væntanlegum málaferlum sem eru byrjuð.“ Hann bendir á að í reglugerðum segi að það megi ekki byggja hús sem mygli. Það sé aftur á móti ekki tilgreint hvernig eigi að framkvæma það.Milljarða tjón vegna raka Á þessu ári kom í ljós að tjón vegna rakaskemmda og myglu í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls nemur milljörðum króna. Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvunum nema milljörðum króna. Efla hefur fengið yfir hundrað milljónir fyrir vinnu sína við Orkuveituhúsið eftir að myglan kom upp. Annars vegar fyrir rannsókn á umfangi myglu og ráðgjöf til OR og starfsmanna vegna heilsufarsáhrifa. Hins vegar fyrir verkefnisstjórn, hönnun vegna hreinsiaðgerða og tilraunaviðgerðar og eftirlit. Húsið var ekki vinnuhæft vegna rakaskemmdanna. Ríkhaður Kristjánsson verkfræðingur og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir líffræðingur.BylgjanMyglan elskar gifsið„Vandamálið er að við reyndum að fá Mannvirkjastofnun til að banna þetta, þeir treystu sér ekki í það. Það var hópur allra sérfræðinga í myglu og eðlisfræði og byggingarmálum, við vorum kannski tíu sem skrifuðum bréf til Mannvirkjastofnunar, meira að segja yfirverkfræðingur Mannvirkjastofnunar var með. Við báðum þá um að beina því til byggingarfulltrúa að hætta þessu, að banna þetta eins og við leystum alkalímálið á sínum tíma.“ Ríkharður segir að búið sé að gera ítrekaðar tilraunir til að fá þetta bannað og bendir á að verkfræðistofan Efla komi ekki nálægt svona verkefnum og taki ekki þátt í að byggja svona hús. Annað vandamál þegar kemur að myglu er gifsveggir. „Myglan elskar gifsið og límið og pappírinn,“ segir Sylgja Dögg. „Maður á í rauninni ekki að nota gifs þar sem er votrými. En ef þau eru góð þá er ekkert að því að nota gifsplötur þar sem ekki er hætta á raka.“ Gifs hefur þó verið notað þar sem er votrými í húsum hér á landi síðustu tíu ár og segir Sylgja að það sé eitthvað sem þurfi að skoða. „Við viljum fyrirbyggja þessi vandamál, við viljum ekki missa fókusinn af því. Við erum alltaf að slökkva elda um allan bæ en við viljum fyrirbyggja það þannig að eldurinn kvikni ekki,“ bætir hún svo við.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, kynnti stöðuna á blaðamannafundi í ágúst þar sem sýndi voru dæmi um rakaskemmdir innandyra í vesturhúsi höfuðstöðva OR.Endurteknar villur og ekki hlustað á sérfærðinga Ríkharður og Sylgja segja að þúsundir íbúða hafi verið byggð með þessum hætti undanfarin ár. Mannvirkjastofnun er núna að setja saman minnispunkta fyrir hönnuði sem verða þá ábyrgir fyrir þessu. „Ef þeir gera vitlaust þá verða þeir ábyrgir fyrir því,“ segir Ríkharður „Menn eru að tala um að það sé einhver histería í gangi í þjóðfélaginu. Ég er búinn að tala um þetta í mörg ár og það hefur enginn haft áhyggjur af þessu, enginn hlustað, engin histería. Mig vantar histeríuna sko,“ útskýrir Ríkharður. Hann segir að hér á landi sé ekki hlustað nógu mikið á þá sem hafa rannsakað íslensk hús og hafa sérþekkinguna. „Menn endurtaka villur mjög hratt.“ Ríkharður segir að það sé núna verið að fyrirbyggja þegar kemur að myglunni. Hann er ekki sammála því að það sé eitthvað panikk í gangi í myglumálum. „Við erum að reyna að koma því þannig fyrir að mygla verði ekki til hérna hjá okkur,“ segir Ríkharður.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Vinna Eflu kostað OR 107 milljónir króna Af þeim 460 milljónum króna sem varið hefur verið í aðgerðir eftir að mygla uppgötvaðist í Orkuveituhúsinu hafa 107 milljónir farið til verkfræðistofunnar Eflu. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, kom að upphaflegri hönnun hússins. 9. september 2017 07:00 Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. 5. september 2017 20:15 Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00 Sjö og hálfur milljaður í höfuðstöðvar Orkuveitunnar Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur mun kosta félagið rúmlega sjö og hálfan milljarð króna. 24. nóvember 2017 06:02 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Vinna Eflu kostað OR 107 milljónir króna Af þeim 460 milljónum króna sem varið hefur verið í aðgerðir eftir að mygla uppgötvaðist í Orkuveituhúsinu hafa 107 milljónir farið til verkfræðistofunnar Eflu. Línuhönnun, sem síðar varð Efla, kom að upphaflegri hönnun hússins. 9. september 2017 07:00
Full ástæða til að taka myglusvepp alvarlega þrátt fyrir að orsakatengslin liggi ekki fyrir Ofnæmislæknir segir að þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á bein orsakatengsl milli myglusvepps og veikinda hafi fjölmargar rannsóknir leitt í ljós skaðleg áhrif rakaskemmda á heilsufar fólks, og segir fulla ástæðu til þess að taka þessi mál alvarlega. 5. september 2017 20:15
Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00
Sjö og hálfur milljaður í höfuðstöðvar Orkuveitunnar Kaup og lagfæringar á höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur mun kosta félagið rúmlega sjö og hálfan milljarð króna. 24. nóvember 2017 06:02