Magðalena segir skelfilegt að sjá aðstæður í Tyrklandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2017 08:00 Hópurinn sem Magðalena var með í Ankara heimsótti líka hjálparstöð fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Þar sá hún þessa mynd sem eitt barnanna hafði teiknað. Magðalena Kjartansdóttir „Maður lamast þegar maður sér fólkið þarna girt af að bíða eftir því að komast í viðtal. Þarna voru bara brún brostin augu sem maður sá og þetta var bara skelfilegt,“ segir Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri yfir hælisleitendateymi hjá Reykjavíkurborg. Magðalena heimsótti í síðustu viku móttökuskrifstofu fyrir hælisleitendur í Ankara í Tyrklandi. „Þangað koma allir sem eru að sækja um alþjóðlega vernd. Þetta var mögnuð upplifun að koma inn í þetta járngirta virki,“ segir Magðalena og bætir við að þar hafi verið vopnaðir verðir með byssur hvarvetna. „Þarna var fólk að koma inn í stríðum straumum og þeir skrá inn 5.000 manns í hverri einustu viku,“ segir Magðalena. Tilefni heimsóknar Magðalenu til Ankara var ráðstefna ASAM, samtaka sem aðstoða hælisleitendur í Tyrklandi.Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri hjá ReykjavíkurborgMagðalena segir Tyrki fá vel greitt fyrir að sinna hælisleitendunum og það virðist henta Evrópuríkjunum ágætlega að halda fólkinu meira og minna í flóttamannabúðum í Tyrklandi. „Fólki finnst ýmislegt um þennan forseta, þú segir ekki hvað sem er þarna. En hann er þó að taka á móti þessu fólki.“ Magðalena segist þó velta fyrir sér hvað alþjóðasamfélagið sé að hugsa. „Af hverju eru svona margir þarna? Og af hverju eru svona margir í flóttamannabúðum? Svo gerist ýmislegt þar. Fólk er að hverfa og það er beitt ofbeldi. Þannig að það vakna ýmsar spurningar hjá manni. Ég vil meina að það breyti manni fyrir lífstíð að sjá svona,“ segir hún. Reykjavíkurborg gerir samning við Útlendingastofnun og nýjasti samningurinn hljóðar upp á að borgin þjónusti 200 hælisleitendur á hverjum tíma, en er með 218 núna. Hún segir Reykjavíkurborg fá mjög mikið af fólki frá löndum sem eru talin örugg samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. „Við erum að fá mjög mikið af fólki frá Makedóníu, Georgíu og Albaníu. Á þessu ári – frá janúar til september – hafa Sýrlendingar bara verið fimm prósent,“ segir hún. Ástæðan er einkum sú að það er svo dýrt og flókið fyrir Sýrlendinga að koma hingað. Flóttamenn Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
„Maður lamast þegar maður sér fólkið þarna girt af að bíða eftir því að komast í viðtal. Þarna voru bara brún brostin augu sem maður sá og þetta var bara skelfilegt,“ segir Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri yfir hælisleitendateymi hjá Reykjavíkurborg. Magðalena heimsótti í síðustu viku móttökuskrifstofu fyrir hælisleitendur í Ankara í Tyrklandi. „Þangað koma allir sem eru að sækja um alþjóðlega vernd. Þetta var mögnuð upplifun að koma inn í þetta járngirta virki,“ segir Magðalena og bætir við að þar hafi verið vopnaðir verðir með byssur hvarvetna. „Þarna var fólk að koma inn í stríðum straumum og þeir skrá inn 5.000 manns í hverri einustu viku,“ segir Magðalena. Tilefni heimsóknar Magðalenu til Ankara var ráðstefna ASAM, samtaka sem aðstoða hælisleitendur í Tyrklandi.Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri hjá ReykjavíkurborgMagðalena segir Tyrki fá vel greitt fyrir að sinna hælisleitendunum og það virðist henta Evrópuríkjunum ágætlega að halda fólkinu meira og minna í flóttamannabúðum í Tyrklandi. „Fólki finnst ýmislegt um þennan forseta, þú segir ekki hvað sem er þarna. En hann er þó að taka á móti þessu fólki.“ Magðalena segist þó velta fyrir sér hvað alþjóðasamfélagið sé að hugsa. „Af hverju eru svona margir þarna? Og af hverju eru svona margir í flóttamannabúðum? Svo gerist ýmislegt þar. Fólk er að hverfa og það er beitt ofbeldi. Þannig að það vakna ýmsar spurningar hjá manni. Ég vil meina að það breyti manni fyrir lífstíð að sjá svona,“ segir hún. Reykjavíkurborg gerir samning við Útlendingastofnun og nýjasti samningurinn hljóðar upp á að borgin þjónusti 200 hælisleitendur á hverjum tíma, en er með 218 núna. Hún segir Reykjavíkurborg fá mjög mikið af fólki frá löndum sem eru talin örugg samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. „Við erum að fá mjög mikið af fólki frá Makedóníu, Georgíu og Albaníu. Á þessu ári – frá janúar til september – hafa Sýrlendingar bara verið fimm prósent,“ segir hún. Ástæðan er einkum sú að það er svo dýrt og flókið fyrir Sýrlendinga að koma hingað.
Flóttamenn Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent