Óvænt tap Brady og félaga í Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2017 10:30 Jordan Phillips reynir að verjast sendingu frá Tom Brady í leiknum. Vísir/Getty Meistararnir í New England Patriots máttu þola óvænt tap fyrir Miami Dolphins í NFL-deildinni í nótt, 27-20. Tom Brady, sem hefur verið magnaður á tímabilinu, var langt frá sínu besta að þessu sinni. Hann kláraði aðeins 24 af 43 sendingum sínum, kastaði samtals 233 jarda og skoraði eitt snertimark. Hann kastaði jafnframt boltanum tvívegis í hendur varnarmanns Miami - í bæði skiptin til Xavien Howard sem átti stórleik. Patriots tókst enn fremur ekki að ná í endurnýjun í þriðju tilraun í ellefu tilraunum en slíkt er fáheyrt, sérstaklega hjá jafn öflugu liði og Patriots.Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum á YouTube-rás NFL-deildarinnar. Leikstjórnandi Miami, reynsluboltinn Jay Cutler, átti hins vegar góðan leik og skoraði tvö snertimörk, í bæði skiptin með því að gefa á útherjann Jarvis Landry. Hlauparinn Kenyan Drake átti stórleik en hann var með tæpa 200 jarda samtals í leiknum. Miami náði forystunni snemma í leiknum og lét hana ekki af hendi. Patriots náði að minnka muninn í tíu stig þegar þrettán mínútur voru eftir. Gestunum tókst ekki að skora snertimark á lokamínútum leiksins og þar við sat. Miklu munaði um að innherjinn Rob Gronkowski var í banni í leiknum en hann snýr aftur á sunnudagskvöld, er Patriots mætir Pittsburgh Steelers í uppgjöri tveggja bestu liða Ameríkudeildarinnar.Sjá einnig:Dýrkeyptur sigur arnanna Steelers er þegar öruggt með sigur í norðurriðli deildarinnar en tryggir sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina með sigri á Patriots á sunnudag. Það er því gríðarlega mikið í húfi fyrir bæði lið í þeim leik. Viðureign Patriots og Steelers verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 21.25 á sunnudag. Klukkan 18.00 verður leikur Green Bay Packers og Carolina Panthers sýndur en ágætar líkur eru á því að Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, snúi aftur eftir að hafa viðbeinsbrotnað fyrr á tímabilinu. NFL Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sjá meira
Meistararnir í New England Patriots máttu þola óvænt tap fyrir Miami Dolphins í NFL-deildinni í nótt, 27-20. Tom Brady, sem hefur verið magnaður á tímabilinu, var langt frá sínu besta að þessu sinni. Hann kláraði aðeins 24 af 43 sendingum sínum, kastaði samtals 233 jarda og skoraði eitt snertimark. Hann kastaði jafnframt boltanum tvívegis í hendur varnarmanns Miami - í bæði skiptin til Xavien Howard sem átti stórleik. Patriots tókst enn fremur ekki að ná í endurnýjun í þriðju tilraun í ellefu tilraunum en slíkt er fáheyrt, sérstaklega hjá jafn öflugu liði og Patriots.Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum á YouTube-rás NFL-deildarinnar. Leikstjórnandi Miami, reynsluboltinn Jay Cutler, átti hins vegar góðan leik og skoraði tvö snertimörk, í bæði skiptin með því að gefa á útherjann Jarvis Landry. Hlauparinn Kenyan Drake átti stórleik en hann var með tæpa 200 jarda samtals í leiknum. Miami náði forystunni snemma í leiknum og lét hana ekki af hendi. Patriots náði að minnka muninn í tíu stig þegar þrettán mínútur voru eftir. Gestunum tókst ekki að skora snertimark á lokamínútum leiksins og þar við sat. Miklu munaði um að innherjinn Rob Gronkowski var í banni í leiknum en hann snýr aftur á sunnudagskvöld, er Patriots mætir Pittsburgh Steelers í uppgjöri tveggja bestu liða Ameríkudeildarinnar.Sjá einnig:Dýrkeyptur sigur arnanna Steelers er þegar öruggt með sigur í norðurriðli deildarinnar en tryggir sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina með sigri á Patriots á sunnudag. Það er því gríðarlega mikið í húfi fyrir bæði lið í þeim leik. Viðureign Patriots og Steelers verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 21.25 á sunnudag. Klukkan 18.00 verður leikur Green Bay Packers og Carolina Panthers sýndur en ágætar líkur eru á því að Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, snúi aftur eftir að hafa viðbeinsbrotnað fyrr á tímabilinu.
NFL Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sjá meira