Drengur fær að taka afstöðu til lögheimilisins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2017 12:38 Hæstiréttur taldi héraðsdóm hafa brotið á réttindum drengsins með að leita ekki afstöðu hans. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október þess efnis að lögheimili drengs verði áfram hjá móður. Faðir drengsins stefndi móðurinni og krafðist þess að úrskurðað yrði um lögheimili drengsins, umgengni og meðlag. Faðirinn og móðirin skildu fyrir nokkrum árum. Í dómnum kemur fram að umgengni hafi verið nokkuð jöfn undanfarin ár. Móðirin flutti síðasta sumar og skipti drengurinn um skóla. Aðilar eru sammála um að drengurinn hafi ekki viljað flytja. Ágreiningur er um vellíðan drengsins á nýjum stað. Héraðsdómur hafnaði kröfu föðurins um að lögheimili yrði til bráðabirgða úrskurðað hjá honum. Hins vegar skilgreindi dómurinn umgengnisrétt föður og drengs til bráðabirgða. Þá kom fram í dómnum að ekki þætti nauðsynlegt að kanna vilja sonarins. „Dómurinn telur að ekki sé hægt að lesa það út úr afstöðu drengsins að hann vilji fortakslaust vera aðallega hjá“ föðurnum þótt vilji hans hafi í haust verið að búa á sama stað og hann. „Verði málið rekið áfram mun afstaða drengsins koma fram þegar matsmaður hefur verið dómkvaddur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Hefði átt að ræða við drenginn Faðirinn sætti sig ekki við þá niðurstöðu og kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Vísaði rétturinn til ákvæða í barnalögum og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Samkvæmt þeim réttarheimildum væri lögskylt að leita eftir afstöðu barns og taka réttmætt tillit til hennar, þegar fyrir stjórnvöldum og dómstólum væru rekin mál sem vörðuðu hagsmuni barns, og væri það meginregla. Aðeins í undantekningartilvikum væri heimilt að víkja frá meginreglunni ef slíkt gæti haft skaðleg áhrif á hagsmuni barns eða væri þýðingarlaust fyrir úrslit máls.“ Þar sem ekkert hefði komið fram í gögnum málsins sem styddi þetta hefði héraðsdómari átt að leita eftir afstöðu sonarins áður en hann komst að niðurstöðu sinni. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað á ný. Dómurinn þykir athyglisverður um þýðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Er fjallað sérstaklega um dóminn á vefsíðu Hæstaréttar af þeim sökum. Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Hæstiréttur hefur fellt út gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í október þess efnis að lögheimili drengs verði áfram hjá móður. Faðir drengsins stefndi móðurinni og krafðist þess að úrskurðað yrði um lögheimili drengsins, umgengni og meðlag. Faðirinn og móðirin skildu fyrir nokkrum árum. Í dómnum kemur fram að umgengni hafi verið nokkuð jöfn undanfarin ár. Móðirin flutti síðasta sumar og skipti drengurinn um skóla. Aðilar eru sammála um að drengurinn hafi ekki viljað flytja. Ágreiningur er um vellíðan drengsins á nýjum stað. Héraðsdómur hafnaði kröfu föðurins um að lögheimili yrði til bráðabirgða úrskurðað hjá honum. Hins vegar skilgreindi dómurinn umgengnisrétt föður og drengs til bráðabirgða. Þá kom fram í dómnum að ekki þætti nauðsynlegt að kanna vilja sonarins. „Dómurinn telur að ekki sé hægt að lesa það út úr afstöðu drengsins að hann vilji fortakslaust vera aðallega hjá“ föðurnum þótt vilji hans hafi í haust verið að búa á sama stað og hann. „Verði málið rekið áfram mun afstaða drengsins koma fram þegar matsmaður hefur verið dómkvaddur,“ segir í úrskurði héraðsdóms.Hefði átt að ræða við drenginn Faðirinn sætti sig ekki við þá niðurstöðu og kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Vísaði rétturinn til ákvæða í barnalögum og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna. „Samkvæmt þeim réttarheimildum væri lögskylt að leita eftir afstöðu barns og taka réttmætt tillit til hennar, þegar fyrir stjórnvöldum og dómstólum væru rekin mál sem vörðuðu hagsmuni barns, og væri það meginregla. Aðeins í undantekningartilvikum væri heimilt að víkja frá meginreglunni ef slíkt gæti haft skaðleg áhrif á hagsmuni barns eða væri þýðingarlaust fyrir úrslit máls.“ Þar sem ekkert hefði komið fram í gögnum málsins sem styddi þetta hefði héraðsdómari átt að leita eftir afstöðu sonarins áður en hann komst að niðurstöðu sinni. Var úrskurðurinn því felldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað á ný. Dómurinn þykir athyglisverður um þýðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Er fjallað sérstaklega um dóminn á vefsíðu Hæstaréttar af þeim sökum.
Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira