Ný LANDSAT-8 gervitunglamynd kom í dag. Kemur fram að yfirleitt séu slíkar myndir ekki teknar þegar sól er lágt á lofti en að NASA og USGS hafi gert sérstaka undanþágu fyrir Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands svo unnt sé að fylgjast með þróuninni.
Bornar eru saman gervitunglamyndir frá sautjánda nóvember og tíunda desember. Á myndirnar eru merktrar sjáanlegar sprungur og sigketill á yfirborði jökulsins. „Sprungumynstrið hefur þéttst allmikið og ketillinn virðist hafa víkkað töluvert á tímabilinu, auk þess sem lögunin hefur breyst frá hringformi í ílangt,“ segir í texta sem fylgir myndinni.