„Það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. desember 2017 09:00 Silja Magg Fran Lebowitz er frægur rithöfundur, fyrirlesari og álitsgjafi í Bandaríkjunum. Hún flutti ung frá foreldrum sínum í New Jersey, til Manhattan, þar sem hún hefur búið allar götur síðan. Hún skilgreinir sig fyrst og fremst sem „New Yorker“ – sem er sérstök tegund fólks sem vill helst hvergi annars staðar vera. Hún er reglulegur gestur í þáttum á borð við Real Time with Bill Maher og David Letterman og hefur skapað sér feril úr því að benda á tvískinnung, hræsni og hluti sem betur mættu fara í amerískum kúltúr. Hún er pólitískur greinandi og samfélagslegur um leið. Fran vílar ekki fyrir sér að gagnrýna samferðafólk sitt, með húmorinn að vopni. Hún er ómenguð af áhrifum samfélagsmiðla á sjálfsmyndina, því hún hefur aldrei lært á tölvu og er óhrædd við álit annarra; af þeirri einföldu ástæðu að hún hefur aldrei einu sinni séð Twitter-reikning. Hún segist enn vera í áfalli eftir að Trump var kosinn forseti, hefur einu sinni komið til Íslands – til þess að setja bensín á einkaþotuna sem hún var að ferðast í til Parísar – og segist vera orðin eldri en allir sem hún þekkir. Það er reyndar ekki rétt. Fran er fædd 1950. Hún var bara unglingur þegar hún fékk starf hjá tímariti í borginni þar sem hún skrifaði bíódóma. Hún kynntist öðrum listamönnum í borginni á áttunda áratugnum, hékk mikið með Andy Warhol og feiri listamönnum af þeirra kynslóð. Hægt og rólega vann hún sig upp, gaf út þrjár bækur – þá síðustu 1981. Hún hefur síðan þjáðst af ritstíflu. Þrátt fyrir það hefur hún skrifað upp á tvo samninga til að ljúka við bækur og fengið ríkulega greitt fyrir eins og gjarnan er þegar um spútnikhöfunda á stórum markaði er að ræða. Aðra átti hún að klára fyrir 25 árum, en segist vera hálfnuð. Íslenskur blaðamaður Glamour hitti Fran Lebowitz í New York, en hefur verið einlægur aðdáandi hennar síðan hún man eftir sér. Fran er í dag reglulegur pistlahöfundur fyrir Vanity Fair, systurtímarit Glamour í Bandaríkjunum. Hún ferðast um landið og borgina og talar fyrir framan hóp af fólki, um sig og samfélagið sitt og allt sem henni dettur í hug. Þar til henni ber gæfa til að geta skrifað aftur segir hún – með penna í stílabók, því ekki kann hún fingrasetningu á lyklaborð heldur.Um lýðræði:Það er of mikið lýðræði í kúltúrnum okkar. Þarna er ég að vísa til internetins. Ekki það að ég hafi nokkurn tíma séð þetta internet en mér hefur verið sagt frá því. Þar geta allir birt sín verk og verið listamenn, verið ljósmyndarar, rithöfundar. Ég segi nei. Fólk segir á internetinu og í okkar kúltúr: Það geta allir verið listamenn! Mig langar að afneita þeim kúltúr. Vegna þess að það er til fyrirbæri sem heitir hæfileikar. Það er nefnilega of mikið lýðræði í kúltúrnum okkar, en of lítið lýðræði í samfélaginu okkar. Þess vegna erum við núna með forseta, sem heitir Donald Trump, og var kosinn af svona fimmtán manns. Þessir fimmtán einstaklingar ráða núna öllu í þessu landi og ef maður hugsar um það, ráða þeir miklu í vestrænum heimi almennt. Þetta eru ofsóknir af hendi minnihlutans. Í samfélaginu vil ég sem mest lýðræði, en í kúltúrnum vil ég að einhver sem kann eitthvað og veit eitthvað segi: Þetta er gott verk, þetta er rosalega ljótt eða vont verk. Vegna þess, og ég stend við þessum orðum, það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði og ég vil ekki sjá það. Hæfileikar eru ekki allra, en þeir eru sannarlega til staðar. Listamenn þurfa að hafa hæfileika. Ef allir hefðu þá, þá væri ekkert varið í list.Um túrista og menn í jakkafötum sem allt skemma: Í borgum á að búa mikið af fólki. Það er það besta við að búa í borgum. Og þannig er það í minni borg, það er varla hægt að ganga um borgina án þess að rekast utan í næsta mann. Munurinn á Manhattan í dag og á áttunda áratugnum er sá að nú er allt þetta fólk ferðamenn. Þetta var ákveðið. Ég man alveg eftir því þegar þetta var ákveðið. Þetta var agaleg ákvörðun. Ég var á móti henni þá, og ég er á móti henni núna. Og þegar ég segi við vini mína að ég hafi haft rétt fyrir mér, segja þeir: Nei, þú hafðir nefnilega rangt fyrir þér, sjáðu hvað New York er orðin rík borg. Hún var gjaldþrota áður en þessi ákvörðun um að markaðssetja borgina sem ferðamannastað var tekin. Og ég segi alltaf: Hverjum er ekki sama? Ég vildi aldrei að New York yrði rík. Þessi hugmynd um að það sé það besta sem geti hent fólk, að verða ríkt, ég er ósammála því. Að vera ríkur. Það er bara fáránleg hugmynd. Það sem gerðist var að sex karlmenn í jakkafötum komu saman í einu herbergi. Og það er það versta sem getur hent mannkynið hverju sinni, að sex karlmenn í jakkafötum komi saman með blað og blýant, sjáið bara MiðAusturlönd! Þar voru karlmenn í jakkafötum sem ákváðu að úthluta alls konar fólki, sem þeir vissu ekkert um, einhverjum landamærum og síðan hefur allt verið í hnút. Svona menn, ábyggilega sömu menn í þessum jakkafötum, komu saman í herbergi með blað og blýant og spurðu sig: Hvað eigum við að gera? New York er að fara á hausinn. Og þeir ákváðu að fá túrista til að heimsækja borgina og gera hana betri. Þeir höfðu áætlun um hvernig þeir ætluðu að fara að því. Þeir ákváðu að gera upp Times Square og auglýsa New York eins og það væri einhver söluvara. Það var farið af stað með herferð, sem heitir I Ég varð bara móðguð. Ég var móðguð þá og ég er móðguð núna. En þetta virkaði. Þeir gerðu upp Times Square, sem var náttúrulega hræðilegur staður, og gerðu það að einhverjum áningarstað túrista. Nú er það einfaldlega verri staður. Þó að enginn sé að ræna þig eða lemja þig, þá er þetta miklu verri staður. Því það versta er að hafa einn milljarð túrista í kringum þig. Fjölskyldur og feðurnir í stuttbuxum. Það þarf einhver að stoppa það að fullvaxta karlmenn gangi um í stuttbuxum annars staðar en heima hjá sér. Þá ætla ég frekar að biðja um að hafa vændiskonurnar, dópsalana og fúskarana, sem reyndu að fá þig til að borga fyrir spilagaldra, áfram.Silja MaggUm Trump:Fúskararnir sem voru á Times Square minna mig nefnilega á Trump. Þeir voru alltaf kallaðir free Card Monte dealers og þeir létu fólk sem ekki vissi betur borga þeim fyrir að spila leik. Þú þurftir einhvern veginn að giska hvar eitthvert spil var, og spilið var náttúrulega hvergi, ábyggilega í rassvasanum á fúskaranum. Þetta er Trump. Trump er ekki viðskiptajöfur, eða fasteignabraskari eða hvað sem fólk kallar hann. Hann er free Card Monte dealer. Hann er ódýr fúskari og hefur alltaf verið.Um áfengi, eiturlyf, reykingar, kjarnorku stríð og krakkana á Factory: Ég prófaði aldrei heróín. Ég tók spítt og kók, en hætti að drekka og taka eiturlyf þegar ég var 19 ára. Ég hætti vegna þess að ég trúi því að þú fáir úthlutaðan ákveðinn kvóta þegar þú fæðist. Að þú getir bara tekið x mikið. Og það er alveg slatti. Þú getur ákveðið að taka allt saman út á milli 15 og 19 ára aldurs, eins og ég gerði, eða þú getur ákveðið að dreifa aðeins úr þessu – frá kannski tvítugu til níræðs. En þegar þú ert búinn, þá ertu búinn. Ég var búin, 19 ára. Og ég var orðin ótrúlega veik. Ég fór til læknis og hann sagði mér að ef ég myndi ekki hætta, þá myndi ég deyja, og af einhverri ástæðu þá trúði ég honum. Kannski af því að mér leið svo viðbjóðslega illa. Og ég hef ekki fengið mér drykk síðan. En ég myndi alveg gera það. Þú veist, ef ég vissi fyrir víst að Trump væri að fara að ýta á takkann og hefja kjarnorkustríð, þá myndi ég vilja fá að vita það með svona viku fyrirvara. Þá myndi ég njóta mín svo geðveikt þessa síðustu viku. Það er ekki þannig að mér hafi ekki fundist geðveikt að drekka og dópa, með vinum mínum á þessum árum. Málið er bara að ef ég hefði ekki hætt þá væri ég löngu dauð. Núna er ég komin á þann aldur að ég gæti bara dáið því að ég er orðin gömul. En ég missti alla vini mína á þessum árum. Fyrst voru allir að dópa, og ákváðu að þeir gætu flogið af þakinu og svona. Svo dó restin úr eyðni. En ég var edrú. Þannig að ég er ennþá lifandi og svo man ég líka allt. En ég reyki ennþá, ég hef aldrei reynt að hætta því. Ég hef aldrei reynt að hætta því ég veit að mér myndi aldrei takast það. Ég reyni eiginlega aldrei að gera neitt sem ég veit að mun ekki takast. Ég veit að fólk er alltaf að segja: Þú getur allt sem þú ætlar þér, en það er alls ekki þannig. Það er fullt af hlutum sem ég hef aldrei reynt, því að ég veit að það er ekki fræðilegur möguleiki að ég gæti klárað þá, og eitt af því er að hætta að reykja. Ég veit að fólk vildi helst að ég hefði dáið úr reykingum, en málið er að þó ég myndi detta niður dauð núna úr reykingum, þá væri ég samt að deyja gömul kona.Um vondar hugmyndir, börn í hjólastólum og körfubolta: Eitt mál sem er alveg ömurlegt er að allar vondu hugmyndirnar frá Bandaríkjunum virðast ná svo víða. En engar af góðu hugmyndunum. Þær ná ekki einu sinni flugi innanlands. Eitt dæmi er til dæmis að það var einu sinni þannig að maður gat alltaf séð hverjir voru ferðamenn, þú gast meira að segja séð hvaðan þeir voru. Til dæmis vissi ég alltaf þegar ég sá Frakka eða Ítala, vegna þess að þeir klæddu sig betur. En núna geturðu með engu móti þekkt þetta fólk í sundur. Það klæðist sömu ömurlegu fötunum og Kanar gera. Fullorðnir karlmenn í stuttbuxum. Ég veit að ég er alltaf að tala um þetta, en það er ömurlegt. Þeir eru í ömurlegum fötum. Og maður hugsar: Hvernig gerðist þetta? Ég veit það. Þið lærðuð þetta frá okkar ömurlegu karlmönnum. Önnur ömurleg bandarísk hugmynd er þetta með að börn eigi að vera í kerrum fram eftir öllu. Til fjórtán ára aldurs. Þetta kemur frá Bandaríkjunum. Ég skil alveg að það hafi gerst í New York, til að byrja með, því það er auðveldara fyrir foreldrana. Ef þú ert þriggja ára barn og þú ert pínulítill og með pínulitla fætur og þú gengur ógeðslega hægt, þá verða foreldrarnir að ganga jafn hægt. Ef þú setur börnin í kerru, þá getur þú bara ýtt þeim áfram og það er ekkert mál. En núna, ég sé börn í kerrum og fæturnir dragast eftir stéttinni. Kannski níu ára gömul börn og komast varla í kerruna. En þau langar að vera í þessari kerru. Og þú veist, þetta er fáránlegt dæmi. Ég bý í landi þar sem er fyrirsögn í blöðunum annan hvern dag um hvað börnin í Ameríku eru orðin feit. Ég segi bara að ef þau myndu kannski ganga aðeins þá væru þau ekki svona feit. Svo er þetta svo skrýtið. Að láta ýta sér út um allt, eins og þetta séu einhverjir keisarar. Mér finnst þetta fáránleg hugmynd. Þegar ég var krakki var það versta sem þú gast kallað annan krakka, smábarn. Þú vildir verða fullorðinn og ástæðan var sú að fullorðnir réðu öllu. En nú ráða börnin öllu þannig að ég skil alveg af hverju þau vilja vera börn að eilífu og aldrei vaxa úr grasi. Þetta er fullkomið fyrir þessi börn. Þau ráða öllu en þurfa ekki að þéna eina einustu krónu. Ég væri mjög ánægð með það fyrirkomulag. Þannig að ef einhver vill ættleiða mig, þá er ég opin fyrir slíku. Börn ráða öllu í dag og mér finnst það algjörlega fáránlegt dæmi. Um daginn var ég úti í búð og kona spurði krakkann sinn: Finnst þér ég ekki fín? Ég sagði við hana: Hvað er málið? Er krakkinn þinn ritstjóri Vogue? En með kerrurnar. Við þurfum aðeins að horfast í augu við hvað þessar kerrur eru. Þetta eru hjólastólar. Þetta eru stólar á hjólum. Og við erum með ógrynni fólks sem getur í alvöru ekki gengið og þarf að nota hjólastóla, alltof marga vegna þess að við erum alltaf að senda fólk í stríð og það er sprengt í loft upp. Og í ljósi þess að allt þetta fólk þarf að nota hjólastóla þá erum við sem samfélag alltaf að pæla í hlutum sem þetta fólk í hjólastólum getur gert. Í staðinn fyrir að fókusera á það að við ættum kannski ekki að vera að senda ungt fólk í stríð eða að við ættum að eyða öllum peningunum sem við fáum út úr túristunum í að finna út úr því hvernig við fáum þetta fólk upp úr stólunum, þá erum við alltaf að búa til alls konar viðburði fyrir þetta fólk. Alls konar íþróttaviðburði. Fá fólk í hjólastólum til að spila körfubolta. Það er enginn að hugsa hvernig við getum við læknað þetta fólk. Það eru allir að hugsa um að láta þetta fólk spila körfubolta. Ég myndi vilja sjá okkur setja fókusinn annað. Mér myndi líða rosalega vel ef ég vissi að það væru sjúklega margir læknar inni í einhverri tilraunastofu að finna út úr þessu í stað þess að búa til körfuboltavelli fyrir þetta fólk.Um launamismun kynjanna:Konur hafa það miklu betra en þær höfðu það, en ekki jafn gott og þær ættu að hafa það. Ég held raunar að það gerist aldrei. Ég væri ánægð með það ef þær hefðu það bara jafn gott árhagslega og þessir drengir. Eins og þegar Bruce Jenner fór í kynleiðréttingu og varð Caitlyn Jenner. Það fyrsta sem ég hugsaði var bara: Já, gott hjá henni. Vona að hún hafi hugsað út í það að hún er að fara að taka á sig svona 40% launalækkun.Um muninn á konum og körlum:Líkamlegur styrkur karlmanna. Hann er meiri en kvenna. Við þurfum að horfast í augu við það. Ef þú ert að flytja, og fullt af konum kæmi til að hjálpa þér við það, þú myndir alveg hugsa: Æ, ha? Hver á eiginlega að bera sófann? En að öllu öðru leyti, þá skiptir kyn engu máli. Núna erum við til dæmis að ganga í gegnum þetta Harvey Weinsteinmál. Og ég er með lausnina á þessu. Það er hægt að stoppa þetta algjörlega. Með því að láta konum eftir öll þessi dásamlegu störf. Eina fólkið sem kemst upp með þetta er fólk með völd og það eru svo fáar konur sem hafa völd. Svo er fólk alltaf að tala um að þegar konur loksins fá völd, séu þær svo ömurlegar. En málið er, ef þú færð völd, almennileg völd, þá ertu bíræfinn og þú ert harður. Yfirmenn og fólk með völd er almennt ekki dásamlega létt fólk. Þetta fólk hefur bara ógeðslega mikla ábyrgð. En málið er að ef um konu er að ræða, þá eru yfirgnæfandi líkur á að hún sé að minnsta kosti ekki kynferðisafbrotamaður. Hugsaðu um versta kvenkyns yfirmann sem þú hefur haft, þú hefur aldrei vitað til þess að hún hafi nauðgað einhverjum. Þannig að þetta er lausnin sem ég býð upp á. Látið konur fá þessi störf. Þessi völd.Viðtalið birtist fyrst í nóvemberblaði Glamour. Mest lesið 85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu Glamour Hleypum hlébarðanum á stjá Glamour Rihanna stal senunni á rauða dreglinum Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Fögnuðu frumsýningu Studio línu H&M Glamour Beint í djúpsteiktan kjúkling eftir Óskarinn Glamour Krullað hár kemur sterkt til baka í vetur Glamour 9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu Glamour Flatbotna skór yfir jólin Glamour Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Glamour
Fran Lebowitz er frægur rithöfundur, fyrirlesari og álitsgjafi í Bandaríkjunum. Hún flutti ung frá foreldrum sínum í New Jersey, til Manhattan, þar sem hún hefur búið allar götur síðan. Hún skilgreinir sig fyrst og fremst sem „New Yorker“ – sem er sérstök tegund fólks sem vill helst hvergi annars staðar vera. Hún er reglulegur gestur í þáttum á borð við Real Time with Bill Maher og David Letterman og hefur skapað sér feril úr því að benda á tvískinnung, hræsni og hluti sem betur mættu fara í amerískum kúltúr. Hún er pólitískur greinandi og samfélagslegur um leið. Fran vílar ekki fyrir sér að gagnrýna samferðafólk sitt, með húmorinn að vopni. Hún er ómenguð af áhrifum samfélagsmiðla á sjálfsmyndina, því hún hefur aldrei lært á tölvu og er óhrædd við álit annarra; af þeirri einföldu ástæðu að hún hefur aldrei einu sinni séð Twitter-reikning. Hún segist enn vera í áfalli eftir að Trump var kosinn forseti, hefur einu sinni komið til Íslands – til þess að setja bensín á einkaþotuna sem hún var að ferðast í til Parísar – og segist vera orðin eldri en allir sem hún þekkir. Það er reyndar ekki rétt. Fran er fædd 1950. Hún var bara unglingur þegar hún fékk starf hjá tímariti í borginni þar sem hún skrifaði bíódóma. Hún kynntist öðrum listamönnum í borginni á áttunda áratugnum, hékk mikið með Andy Warhol og feiri listamönnum af þeirra kynslóð. Hægt og rólega vann hún sig upp, gaf út þrjár bækur – þá síðustu 1981. Hún hefur síðan þjáðst af ritstíflu. Þrátt fyrir það hefur hún skrifað upp á tvo samninga til að ljúka við bækur og fengið ríkulega greitt fyrir eins og gjarnan er þegar um spútnikhöfunda á stórum markaði er að ræða. Aðra átti hún að klára fyrir 25 árum, en segist vera hálfnuð. Íslenskur blaðamaður Glamour hitti Fran Lebowitz í New York, en hefur verið einlægur aðdáandi hennar síðan hún man eftir sér. Fran er í dag reglulegur pistlahöfundur fyrir Vanity Fair, systurtímarit Glamour í Bandaríkjunum. Hún ferðast um landið og borgina og talar fyrir framan hóp af fólki, um sig og samfélagið sitt og allt sem henni dettur í hug. Þar til henni ber gæfa til að geta skrifað aftur segir hún – með penna í stílabók, því ekki kann hún fingrasetningu á lyklaborð heldur.Um lýðræði:Það er of mikið lýðræði í kúltúrnum okkar. Þarna er ég að vísa til internetins. Ekki það að ég hafi nokkurn tíma séð þetta internet en mér hefur verið sagt frá því. Þar geta allir birt sín verk og verið listamenn, verið ljósmyndarar, rithöfundar. Ég segi nei. Fólk segir á internetinu og í okkar kúltúr: Það geta allir verið listamenn! Mig langar að afneita þeim kúltúr. Vegna þess að það er til fyrirbæri sem heitir hæfileikar. Það er nefnilega of mikið lýðræði í kúltúrnum okkar, en of lítið lýðræði í samfélaginu okkar. Þess vegna erum við núna með forseta, sem heitir Donald Trump, og var kosinn af svona fimmtán manns. Þessir fimmtán einstaklingar ráða núna öllu í þessu landi og ef maður hugsar um það, ráða þeir miklu í vestrænum heimi almennt. Þetta eru ofsóknir af hendi minnihlutans. Í samfélaginu vil ég sem mest lýðræði, en í kúltúrnum vil ég að einhver sem kann eitthvað og veit eitthvað segi: Þetta er gott verk, þetta er rosalega ljótt eða vont verk. Vegna þess, og ég stend við þessum orðum, það er til ógrynni af hæfileikalausum listamönnum sem verða til með þessu internetlýðræði og ég vil ekki sjá það. Hæfileikar eru ekki allra, en þeir eru sannarlega til staðar. Listamenn þurfa að hafa hæfileika. Ef allir hefðu þá, þá væri ekkert varið í list.Um túrista og menn í jakkafötum sem allt skemma: Í borgum á að búa mikið af fólki. Það er það besta við að búa í borgum. Og þannig er það í minni borg, það er varla hægt að ganga um borgina án þess að rekast utan í næsta mann. Munurinn á Manhattan í dag og á áttunda áratugnum er sá að nú er allt þetta fólk ferðamenn. Þetta var ákveðið. Ég man alveg eftir því þegar þetta var ákveðið. Þetta var agaleg ákvörðun. Ég var á móti henni þá, og ég er á móti henni núna. Og þegar ég segi við vini mína að ég hafi haft rétt fyrir mér, segja þeir: Nei, þú hafðir nefnilega rangt fyrir þér, sjáðu hvað New York er orðin rík borg. Hún var gjaldþrota áður en þessi ákvörðun um að markaðssetja borgina sem ferðamannastað var tekin. Og ég segi alltaf: Hverjum er ekki sama? Ég vildi aldrei að New York yrði rík. Þessi hugmynd um að það sé það besta sem geti hent fólk, að verða ríkt, ég er ósammála því. Að vera ríkur. Það er bara fáránleg hugmynd. Það sem gerðist var að sex karlmenn í jakkafötum komu saman í einu herbergi. Og það er það versta sem getur hent mannkynið hverju sinni, að sex karlmenn í jakkafötum komi saman með blað og blýant, sjáið bara MiðAusturlönd! Þar voru karlmenn í jakkafötum sem ákváðu að úthluta alls konar fólki, sem þeir vissu ekkert um, einhverjum landamærum og síðan hefur allt verið í hnút. Svona menn, ábyggilega sömu menn í þessum jakkafötum, komu saman í herbergi með blað og blýant og spurðu sig: Hvað eigum við að gera? New York er að fara á hausinn. Og þeir ákváðu að fá túrista til að heimsækja borgina og gera hana betri. Þeir höfðu áætlun um hvernig þeir ætluðu að fara að því. Þeir ákváðu að gera upp Times Square og auglýsa New York eins og það væri einhver söluvara. Það var farið af stað með herferð, sem heitir I Ég varð bara móðguð. Ég var móðguð þá og ég er móðguð núna. En þetta virkaði. Þeir gerðu upp Times Square, sem var náttúrulega hræðilegur staður, og gerðu það að einhverjum áningarstað túrista. Nú er það einfaldlega verri staður. Þó að enginn sé að ræna þig eða lemja þig, þá er þetta miklu verri staður. Því það versta er að hafa einn milljarð túrista í kringum þig. Fjölskyldur og feðurnir í stuttbuxum. Það þarf einhver að stoppa það að fullvaxta karlmenn gangi um í stuttbuxum annars staðar en heima hjá sér. Þá ætla ég frekar að biðja um að hafa vændiskonurnar, dópsalana og fúskarana, sem reyndu að fá þig til að borga fyrir spilagaldra, áfram.Silja MaggUm Trump:Fúskararnir sem voru á Times Square minna mig nefnilega á Trump. Þeir voru alltaf kallaðir free Card Monte dealers og þeir létu fólk sem ekki vissi betur borga þeim fyrir að spila leik. Þú þurftir einhvern veginn að giska hvar eitthvert spil var, og spilið var náttúrulega hvergi, ábyggilega í rassvasanum á fúskaranum. Þetta er Trump. Trump er ekki viðskiptajöfur, eða fasteignabraskari eða hvað sem fólk kallar hann. Hann er free Card Monte dealer. Hann er ódýr fúskari og hefur alltaf verið.Um áfengi, eiturlyf, reykingar, kjarnorku stríð og krakkana á Factory: Ég prófaði aldrei heróín. Ég tók spítt og kók, en hætti að drekka og taka eiturlyf þegar ég var 19 ára. Ég hætti vegna þess að ég trúi því að þú fáir úthlutaðan ákveðinn kvóta þegar þú fæðist. Að þú getir bara tekið x mikið. Og það er alveg slatti. Þú getur ákveðið að taka allt saman út á milli 15 og 19 ára aldurs, eins og ég gerði, eða þú getur ákveðið að dreifa aðeins úr þessu – frá kannski tvítugu til níræðs. En þegar þú ert búinn, þá ertu búinn. Ég var búin, 19 ára. Og ég var orðin ótrúlega veik. Ég fór til læknis og hann sagði mér að ef ég myndi ekki hætta, þá myndi ég deyja, og af einhverri ástæðu þá trúði ég honum. Kannski af því að mér leið svo viðbjóðslega illa. Og ég hef ekki fengið mér drykk síðan. En ég myndi alveg gera það. Þú veist, ef ég vissi fyrir víst að Trump væri að fara að ýta á takkann og hefja kjarnorkustríð, þá myndi ég vilja fá að vita það með svona viku fyrirvara. Þá myndi ég njóta mín svo geðveikt þessa síðustu viku. Það er ekki þannig að mér hafi ekki fundist geðveikt að drekka og dópa, með vinum mínum á þessum árum. Málið er bara að ef ég hefði ekki hætt þá væri ég löngu dauð. Núna er ég komin á þann aldur að ég gæti bara dáið því að ég er orðin gömul. En ég missti alla vini mína á þessum árum. Fyrst voru allir að dópa, og ákváðu að þeir gætu flogið af þakinu og svona. Svo dó restin úr eyðni. En ég var edrú. Þannig að ég er ennþá lifandi og svo man ég líka allt. En ég reyki ennþá, ég hef aldrei reynt að hætta því. Ég hef aldrei reynt að hætta því ég veit að mér myndi aldrei takast það. Ég reyni eiginlega aldrei að gera neitt sem ég veit að mun ekki takast. Ég veit að fólk er alltaf að segja: Þú getur allt sem þú ætlar þér, en það er alls ekki þannig. Það er fullt af hlutum sem ég hef aldrei reynt, því að ég veit að það er ekki fræðilegur möguleiki að ég gæti klárað þá, og eitt af því er að hætta að reykja. Ég veit að fólk vildi helst að ég hefði dáið úr reykingum, en málið er að þó ég myndi detta niður dauð núna úr reykingum, þá væri ég samt að deyja gömul kona.Um vondar hugmyndir, börn í hjólastólum og körfubolta: Eitt mál sem er alveg ömurlegt er að allar vondu hugmyndirnar frá Bandaríkjunum virðast ná svo víða. En engar af góðu hugmyndunum. Þær ná ekki einu sinni flugi innanlands. Eitt dæmi er til dæmis að það var einu sinni þannig að maður gat alltaf séð hverjir voru ferðamenn, þú gast meira að segja séð hvaðan þeir voru. Til dæmis vissi ég alltaf þegar ég sá Frakka eða Ítala, vegna þess að þeir klæddu sig betur. En núna geturðu með engu móti þekkt þetta fólk í sundur. Það klæðist sömu ömurlegu fötunum og Kanar gera. Fullorðnir karlmenn í stuttbuxum. Ég veit að ég er alltaf að tala um þetta, en það er ömurlegt. Þeir eru í ömurlegum fötum. Og maður hugsar: Hvernig gerðist þetta? Ég veit það. Þið lærðuð þetta frá okkar ömurlegu karlmönnum. Önnur ömurleg bandarísk hugmynd er þetta með að börn eigi að vera í kerrum fram eftir öllu. Til fjórtán ára aldurs. Þetta kemur frá Bandaríkjunum. Ég skil alveg að það hafi gerst í New York, til að byrja með, því það er auðveldara fyrir foreldrana. Ef þú ert þriggja ára barn og þú ert pínulítill og með pínulitla fætur og þú gengur ógeðslega hægt, þá verða foreldrarnir að ganga jafn hægt. Ef þú setur börnin í kerru, þá getur þú bara ýtt þeim áfram og það er ekkert mál. En núna, ég sé börn í kerrum og fæturnir dragast eftir stéttinni. Kannski níu ára gömul börn og komast varla í kerruna. En þau langar að vera í þessari kerru. Og þú veist, þetta er fáránlegt dæmi. Ég bý í landi þar sem er fyrirsögn í blöðunum annan hvern dag um hvað börnin í Ameríku eru orðin feit. Ég segi bara að ef þau myndu kannski ganga aðeins þá væru þau ekki svona feit. Svo er þetta svo skrýtið. Að láta ýta sér út um allt, eins og þetta séu einhverjir keisarar. Mér finnst þetta fáránleg hugmynd. Þegar ég var krakki var það versta sem þú gast kallað annan krakka, smábarn. Þú vildir verða fullorðinn og ástæðan var sú að fullorðnir réðu öllu. En nú ráða börnin öllu þannig að ég skil alveg af hverju þau vilja vera börn að eilífu og aldrei vaxa úr grasi. Þetta er fullkomið fyrir þessi börn. Þau ráða öllu en þurfa ekki að þéna eina einustu krónu. Ég væri mjög ánægð með það fyrirkomulag. Þannig að ef einhver vill ættleiða mig, þá er ég opin fyrir slíku. Börn ráða öllu í dag og mér finnst það algjörlega fáránlegt dæmi. Um daginn var ég úti í búð og kona spurði krakkann sinn: Finnst þér ég ekki fín? Ég sagði við hana: Hvað er málið? Er krakkinn þinn ritstjóri Vogue? En með kerrurnar. Við þurfum aðeins að horfast í augu við hvað þessar kerrur eru. Þetta eru hjólastólar. Þetta eru stólar á hjólum. Og við erum með ógrynni fólks sem getur í alvöru ekki gengið og þarf að nota hjólastóla, alltof marga vegna þess að við erum alltaf að senda fólk í stríð og það er sprengt í loft upp. Og í ljósi þess að allt þetta fólk þarf að nota hjólastóla þá erum við sem samfélag alltaf að pæla í hlutum sem þetta fólk í hjólastólum getur gert. Í staðinn fyrir að fókusera á það að við ættum kannski ekki að vera að senda ungt fólk í stríð eða að við ættum að eyða öllum peningunum sem við fáum út úr túristunum í að finna út úr því hvernig við fáum þetta fólk upp úr stólunum, þá erum við alltaf að búa til alls konar viðburði fyrir þetta fólk. Alls konar íþróttaviðburði. Fá fólk í hjólastólum til að spila körfubolta. Það er enginn að hugsa hvernig við getum við læknað þetta fólk. Það eru allir að hugsa um að láta þetta fólk spila körfubolta. Ég myndi vilja sjá okkur setja fókusinn annað. Mér myndi líða rosalega vel ef ég vissi að það væru sjúklega margir læknar inni í einhverri tilraunastofu að finna út úr þessu í stað þess að búa til körfuboltavelli fyrir þetta fólk.Um launamismun kynjanna:Konur hafa það miklu betra en þær höfðu það, en ekki jafn gott og þær ættu að hafa það. Ég held raunar að það gerist aldrei. Ég væri ánægð með það ef þær hefðu það bara jafn gott árhagslega og þessir drengir. Eins og þegar Bruce Jenner fór í kynleiðréttingu og varð Caitlyn Jenner. Það fyrsta sem ég hugsaði var bara: Já, gott hjá henni. Vona að hún hafi hugsað út í það að hún er að fara að taka á sig svona 40% launalækkun.Um muninn á konum og körlum:Líkamlegur styrkur karlmanna. Hann er meiri en kvenna. Við þurfum að horfast í augu við það. Ef þú ert að flytja, og fullt af konum kæmi til að hjálpa þér við það, þú myndir alveg hugsa: Æ, ha? Hver á eiginlega að bera sófann? En að öllu öðru leyti, þá skiptir kyn engu máli. Núna erum við til dæmis að ganga í gegnum þetta Harvey Weinsteinmál. Og ég er með lausnina á þessu. Það er hægt að stoppa þetta algjörlega. Með því að láta konum eftir öll þessi dásamlegu störf. Eina fólkið sem kemst upp með þetta er fólk með völd og það eru svo fáar konur sem hafa völd. Svo er fólk alltaf að tala um að þegar konur loksins fá völd, séu þær svo ömurlegar. En málið er, ef þú færð völd, almennileg völd, þá ertu bíræfinn og þú ert harður. Yfirmenn og fólk með völd er almennt ekki dásamlega létt fólk. Þetta fólk hefur bara ógeðslega mikla ábyrgð. En málið er að ef um konu er að ræða, þá eru yfirgnæfandi líkur á að hún sé að minnsta kosti ekki kynferðisafbrotamaður. Hugsaðu um versta kvenkyns yfirmann sem þú hefur haft, þú hefur aldrei vitað til þess að hún hafi nauðgað einhverjum. Þannig að þetta er lausnin sem ég býð upp á. Látið konur fá þessi störf. Þessi völd.Viðtalið birtist fyrst í nóvemberblaði Glamour.
Mest lesið 85 þúsund króna Crocs skór seldust upp í forsölu Glamour Hleypum hlébarðanum á stjá Glamour Rihanna stal senunni á rauða dreglinum Glamour Marokkósk páskaveisla að hætti Oddnýjar Glamour Fögnuðu frumsýningu Studio línu H&M Glamour Beint í djúpsteiktan kjúkling eftir Óskarinn Glamour Krullað hár kemur sterkt til baka í vetur Glamour 9 atriði til að hafa í huga þegar ráðist er í framkvæmdir á heimilinu Glamour Flatbotna skór yfir jólin Glamour Gigi Hadid á forsíðu bandaríska Vogue í fyrsta skiptið Glamour