6,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 29. desember 2017 17:03 Uppsögnin olli mikilli ólgu í FV á sínum tíma. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hafliða Páli Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarskólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands, 6,5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar haustið 2015. Forsaga málsins er sú að Hafliði var ráðinn tímabundið í starf aðstoðarskólameistara FV þann 15. júní 2015 en samningurinn átti að renna út sumarið 2020. Þann 8. október barst Hafliða bréf frá skólameistara, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem honum var vikið úr starfi fyrirvaralaust en í dóminum kemur fram að borið hafði á samstarfsörðugleikum milli Hafliða og Ágústu nokkru fyrr. Reynt var að greiða úr ágreininginum á þremur fundum sem haldnir voru í september 2015 en án árangurs. Í grein Vísis frá árinu 2015 er fjallað um mál Hafliða en þar kemur fram að ólga hafi ríkt í Fjölbrautaskóla Vesturlands í kjölfar uppsagnar Hafliða og að andinn á vinnustaðnum væri slæmur. Í greininni var rætt við Lúðvík Bergvinsson, lögmann Hafliða, en hann kvaðst undrandi á því að honum hafi verið vikið úr starfi án fyrirvara. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp,“ staðhæfði Lúðvík. Í forsendum héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að uppsögn Hafliða hafi verið ólögmæt og að mati dómsins hefði uppsögnin falið í sér meingerð gegn persónu stefnanda í skilningi b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga og miskabætur dæmdar 500.000 krónur. Þá voru bætur að andvirði 6 milljóna króna dæmdar að álitum vegna fjártjóns sem stefnandi varð fyrir vegna uppsagnarinnar. Dómsmál Tengdar fréttir Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hafliða Páli Guðjónssyni, fyrrverandi aðstoðarskólameistara Fjölbrautarskóla Vesturlands, 6,5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar haustið 2015. Forsaga málsins er sú að Hafliði var ráðinn tímabundið í starf aðstoðarskólameistara FV þann 15. júní 2015 en samningurinn átti að renna út sumarið 2020. Þann 8. október barst Hafliða bréf frá skólameistara, Ágústu Elínu Ingþórsdóttur, þar sem honum var vikið úr starfi fyrirvaralaust en í dóminum kemur fram að borið hafði á samstarfsörðugleikum milli Hafliða og Ágústu nokkru fyrr. Reynt var að greiða úr ágreininginum á þremur fundum sem haldnir voru í september 2015 en án árangurs. Í grein Vísis frá árinu 2015 er fjallað um mál Hafliða en þar kemur fram að ólga hafi ríkt í Fjölbrautaskóla Vesturlands í kjölfar uppsagnar Hafliða og að andinn á vinnustaðnum væri slæmur. Í greininni var rætt við Lúðvík Bergvinsson, lögmann Hafliða, en hann kvaðst undrandi á því að honum hafi verið vikið úr starfi án fyrirvara. „Það er mjög sérstakt að vera sagt upp án þess að fá útskýringar og það er líka regla með ríkisstarfsmenn að þeir eru oft áminntir áður en þeim er sagt upp,“ staðhæfði Lúðvík. Í forsendum héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að uppsögn Hafliða hafi verið ólögmæt og að mati dómsins hefði uppsögnin falið í sér meingerð gegn persónu stefnanda í skilningi b-liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga og miskabætur dæmdar 500.000 krónur. Þá voru bætur að andvirði 6 milljóna króna dæmdar að álitum vegna fjártjóns sem stefnandi varð fyrir vegna uppsagnarinnar.
Dómsmál Tengdar fréttir Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Mikil ólga í Fjölbrautaskóla Vesturlands: Aðstoðarskólameistara sagt upp Kennarar hafa sent menntamálaráðuneytinu kvörtun vegna skólameistarans. 9. október 2015 11:24