Daninn Andre Bjerregaard framlengdi í dag samning sinn við KR. Félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni.
Bjerregaard spilaði í vesturbænum á síðasta tímabili og er nú samningsbundinn út árið 2019.
Hann kom við sögu í 10 leikjum í Pepsi deildinni síðasta sumar og skoraði í þeim 4 mörk.
KR endaði í fjórða sæti Pepsi deildarinnar í haust og missti því af Evrópusæti þar sem Bikarmeistarar ÍBV voru ekki á meðal efstu liða í deildinni.
Bjerregaard áfram í KR
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn






Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni
Körfubolti