Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöld Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 15:30 Írakski herinn og vopnaðar sveitir sjíta hafa handsamað hundruð erlendra vígamanna ISIS. Vísir/AFP Hraðvirkni dómskerfis Írak gagnvart meintum vígamönnum Íslamska ríkisins hefur vakið upp erfiðar spurningar. Írakar handsömuðu hundruð erlendra vígamanna og stjórnvöld heimaríkja þeirra velta nú fyrir sér hvort að rétt væri að fara fram á að þeir yrðu sendir heim, þar sem þeir gætu ógnað öryggi borgara og öfgavætt aðra, eða láta dómskerfi Íraka sjá um þá. Verði seinni valmöguleikinn fyrir valinu endar það líklegast á einn veg fyrir þá aðila sem grunaðir eru um að vera vígamenn ISIS. Í snörunni. Um er að ræða menn, konur og jafnvel börn, frá Asíu, Evrópu og Afríku. Blaðamenn Washington Post fylgdust nýverið með réttarhöldum yfir tveimur mönnum frá Tyrklandi sem grunaðir voru um aðild að Íslamska ríkinu. Þeir voru handsamaðir í Ágúst en halda fram sakleysi sínu og segjast vera pípulagningamenn sem hafi ferðast til Írak í leit að vinnu.Þeir voru dæmdir til dauða eftir einungis átján mínútna réttarhöld.Sagðir brjóta gegn mannréttindum Frá því í fyrra hefur Dómsmálaráðuneyti Írak opinberað 194 aftökur og hefur þeim fjölgað hratt eftir að sigri var lýst yfir gegn ISIS. Af þessum 194 eru minnst 27 erlendir aðilar frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum og einn frá Svíþjóð. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Íraka og segja það brjóta gegn mannréttindum hinna grunuðu. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að sex þúsund manns bíða eftir dauðadómi og þjóðerni þeirra hefur ekki verið gefið upp. Þar af eru minnst fjórir frá Evrópu og þeirra á meðal er þýska stúlkan Linda Wenzel, sem giftist vígamanni ISIS.Sameinuðu þjóðirnar segja einnig að Írakar hafi ekki lögsögu yfir ódæðum ISIS og að dómskerfi landsins geti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld. Þess í stað eigi Írakar að snúa sér að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og þá sérstaklega þegar kemur að ódæðum ISIS gagnvart minnihlutahópum eins og Jasídum.Sjá einnig: Ódæði framin í nafni hefndar Einnig er talið mögulegt að réttarhöldin yfir ISIS-liðum gætu farið að snúast um hefndir en ekki réttlæti. Slíkt gæti ýtt frekar undir deilur á milli súnníta og sjíta í landinu. Mið-Austurlönd Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Hraðvirkni dómskerfis Írak gagnvart meintum vígamönnum Íslamska ríkisins hefur vakið upp erfiðar spurningar. Írakar handsömuðu hundruð erlendra vígamanna og stjórnvöld heimaríkja þeirra velta nú fyrir sér hvort að rétt væri að fara fram á að þeir yrðu sendir heim, þar sem þeir gætu ógnað öryggi borgara og öfgavætt aðra, eða láta dómskerfi Íraka sjá um þá. Verði seinni valmöguleikinn fyrir valinu endar það líklegast á einn veg fyrir þá aðila sem grunaðir eru um að vera vígamenn ISIS. Í snörunni. Um er að ræða menn, konur og jafnvel börn, frá Asíu, Evrópu og Afríku. Blaðamenn Washington Post fylgdust nýverið með réttarhöldum yfir tveimur mönnum frá Tyrklandi sem grunaðir voru um aðild að Íslamska ríkinu. Þeir voru handsamaðir í Ágúst en halda fram sakleysi sínu og segjast vera pípulagningamenn sem hafi ferðast til Írak í leit að vinnu.Þeir voru dæmdir til dauða eftir einungis átján mínútna réttarhöld.Sagðir brjóta gegn mannréttindum Frá því í fyrra hefur Dómsmálaráðuneyti Írak opinberað 194 aftökur og hefur þeim fjölgað hratt eftir að sigri var lýst yfir gegn ISIS. Af þessum 194 eru minnst 27 erlendir aðilar frá öðrum löndum í Mið-Austurlöndum og einn frá Svíþjóð. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Íraka og segja það brjóta gegn mannréttindum hinna grunuðu. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að sex þúsund manns bíða eftir dauðadómi og þjóðerni þeirra hefur ekki verið gefið upp. Þar af eru minnst fjórir frá Evrópu og þeirra á meðal er þýska stúlkan Linda Wenzel, sem giftist vígamanni ISIS.Sameinuðu þjóðirnar segja einnig að Írakar hafi ekki lögsögu yfir ódæðum ISIS og að dómskerfi landsins geti ekki tryggt sanngjörn réttarhöld. Þess í stað eigi Írakar að snúa sér að Alþjóðlega sakamáladómstólnum og þá sérstaklega þegar kemur að ódæðum ISIS gagnvart minnihlutahópum eins og Jasídum.Sjá einnig: Ódæði framin í nafni hefndar Einnig er talið mögulegt að réttarhöldin yfir ISIS-liðum gætu farið að snúast um hefndir en ekki réttlæti. Slíkt gæti ýtt frekar undir deilur á milli súnníta og sjíta í landinu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira