Ærið verkefnið stendur fram fyrir knattspyrnugoðsögninni Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2017 12:45 George Weah, verðandi forseti Líberíu. Vísir/AFP Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, George Weah, verður næsti forseti Afríkuríkisins Líberíu. Weah mun taka við völdum af Ellen Johnson Sirleaf, fyrstu konunni sem var kjörin forseti í Afríku. Líklegast verður um fyrstu friðsömu valdaskipti Líberíu í áratugi, eða frá árinu 1944. Weah bar sigur úr býtum í kosningu gegn varaforsetanum Joseph Boakai og fékk hann 61,5 prósent atkvæða. Þetta er í þriðja sinn sem Weah býður sig fram til forseta og eftirlitsstofnanir hafa hyllt framkvæmd kosninganna. Eftir að fregnirnar um sigur Weah bárust í gærkvöldi sagðist hann átta sig á ábyrgðinni og því stóra verkefni sem hann væri að taka að sér.My fellow Liberians, I deeply feel the emotion of all the nation. I measure the importance and the responsibility of the immense task which I embrace today. Change is on. — George Weah (@GeorgeWeahOff) December 28, 2017 Ljóst er að verkefni Weah er ærið en hann mun taka við embætti í janúar. Sirleaf, núverandi forseti Líberíu, hefur verið lofuð fyrir að halda ríkinu saman eftir að Charles Taylor var velt úr sessi árið 2005. Taylor er nú í fangelsi í Bretlandi fyrir stríðsglæpi í borgarastyrjöld í Sierra Leone. Þó Sirleaf hafi haldið Líberíu saman í gegnum erfiða tíma og tryggt stöðugleika hafa ásakanir um spillingu fylgt henni og sömuleiðis hefur hún ekki getað betrumbætt efnahag ríkisins. Talið er að um 250 þúsund manns hafi fallið í áðurnefndum styrjöldum á árunum 1989 til 2003. Mikil fátækt ríkir í Líberíu þar sem rúmlega 80 prósent íbúa lifa á minna en 130 krónum á dag, samkvæmt frétt Guardian. Hundruð þúsundir barna eru ekki í skóla. Ebólufaraldur kom verulega niður á ríkinu fyrir þremur árum.Weah ólst upp í fátækrahverfi nærri Monrovíu, höfuðborg Líberíu, og tengja margir íbúar landsins við uppruna hans. Weah reif sig upp úr fátækt og spilaði fótbolta fyrir nokkur af stærstu liðum Evrópu, meðal annars Monaco, PSG og AC Milan. Hann er eini Afríkumaðurinn til að vera valinn bæði besti fótboltamaður heimsins og Evrópu. Hann hætti í boltanum árið 2002 og fór aftur heim til Líberíu þar sem hann hefur setið á þingi undanfarin ár.Ekki óumdeildur Kjör hans er þó ekki óumdeilt þar sem varaforsetaefni hans er Jewel Howard-Taylor. Fyrrverandi eiginkona fyrrverandi forsetans sem nú situr í fangelsi. Hún hefur boðað stefnumál fyrrverandi eiginmanns síns og tengsl hennar við hann hafa valdið áhyggjum. Gagnrýnendur segja mögulegt að Taylor gæti haft áhrif á stöðu mála í Líberíu úr fangelsi, í gegnum fyrrverandi eiginkonu sína.Í samtali við Deutsche Welle sagði Weah að Howard-Taylor væri hæf kona og elskuð af íbúum Líberu. Þar að auki trúði hann á jafnrétti og sagðist telja það gott að hafa konu sem varaforseta.Hann sagði einnig að markmið hans yrði að bæti innviði Líberíu og skapa störf fyrir þjóðina. „Líbería er eitt af elstu ríkjum Afríku en við eigum ekki einu sinni vegi. Ég mun tryggja að við öðlumst vegakerfi.“ Líbería Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi, George Weah, verður næsti forseti Afríkuríkisins Líberíu. Weah mun taka við völdum af Ellen Johnson Sirleaf, fyrstu konunni sem var kjörin forseti í Afríku. Líklegast verður um fyrstu friðsömu valdaskipti Líberíu í áratugi, eða frá árinu 1944. Weah bar sigur úr býtum í kosningu gegn varaforsetanum Joseph Boakai og fékk hann 61,5 prósent atkvæða. Þetta er í þriðja sinn sem Weah býður sig fram til forseta og eftirlitsstofnanir hafa hyllt framkvæmd kosninganna. Eftir að fregnirnar um sigur Weah bárust í gærkvöldi sagðist hann átta sig á ábyrgðinni og því stóra verkefni sem hann væri að taka að sér.My fellow Liberians, I deeply feel the emotion of all the nation. I measure the importance and the responsibility of the immense task which I embrace today. Change is on. — George Weah (@GeorgeWeahOff) December 28, 2017 Ljóst er að verkefni Weah er ærið en hann mun taka við embætti í janúar. Sirleaf, núverandi forseti Líberíu, hefur verið lofuð fyrir að halda ríkinu saman eftir að Charles Taylor var velt úr sessi árið 2005. Taylor er nú í fangelsi í Bretlandi fyrir stríðsglæpi í borgarastyrjöld í Sierra Leone. Þó Sirleaf hafi haldið Líberíu saman í gegnum erfiða tíma og tryggt stöðugleika hafa ásakanir um spillingu fylgt henni og sömuleiðis hefur hún ekki getað betrumbætt efnahag ríkisins. Talið er að um 250 þúsund manns hafi fallið í áðurnefndum styrjöldum á árunum 1989 til 2003. Mikil fátækt ríkir í Líberíu þar sem rúmlega 80 prósent íbúa lifa á minna en 130 krónum á dag, samkvæmt frétt Guardian. Hundruð þúsundir barna eru ekki í skóla. Ebólufaraldur kom verulega niður á ríkinu fyrir þremur árum.Weah ólst upp í fátækrahverfi nærri Monrovíu, höfuðborg Líberíu, og tengja margir íbúar landsins við uppruna hans. Weah reif sig upp úr fátækt og spilaði fótbolta fyrir nokkur af stærstu liðum Evrópu, meðal annars Monaco, PSG og AC Milan. Hann er eini Afríkumaðurinn til að vera valinn bæði besti fótboltamaður heimsins og Evrópu. Hann hætti í boltanum árið 2002 og fór aftur heim til Líberíu þar sem hann hefur setið á þingi undanfarin ár.Ekki óumdeildur Kjör hans er þó ekki óumdeilt þar sem varaforsetaefni hans er Jewel Howard-Taylor. Fyrrverandi eiginkona fyrrverandi forsetans sem nú situr í fangelsi. Hún hefur boðað stefnumál fyrrverandi eiginmanns síns og tengsl hennar við hann hafa valdið áhyggjum. Gagnrýnendur segja mögulegt að Taylor gæti haft áhrif á stöðu mála í Líberíu úr fangelsi, í gegnum fyrrverandi eiginkonu sína.Í samtali við Deutsche Welle sagði Weah að Howard-Taylor væri hæf kona og elskuð af íbúum Líberu. Þar að auki trúði hann á jafnrétti og sagðist telja það gott að hafa konu sem varaforseta.Hann sagði einnig að markmið hans yrði að bæti innviði Líberíu og skapa störf fyrir þjóðina. „Líbería er eitt af elstu ríkjum Afríku en við eigum ekki einu sinni vegi. Ég mun tryggja að við öðlumst vegakerfi.“
Líbería Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira