Þörf á gífurlegri uppbyggingu en enginn vill borga Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2017 13:32 Sjálfboðaliðar vinna við hreinsun í Mosul. Vísir/AFP Það mun taka mörg ár að endurbyggja Írak eftir átökin við Íslamska ríkið. Þriggja ára átök hafa valdið gífurlegum skemmdum í norður- og vesturhluta Íraks. Svo til gott sem hver einasta borg og hver einasti bær sem ISIS-liðar stjórnuðu þarf á miklum viðgerðum að halda. Enn sem komið er hafa um 2,7 milljónir Íraka snúið aftur til heimila sinna eftir að hafa flúið undan vígamönnum ISIS. Þó halda rúmlega þrjár milljónir enn til í búðum og geta ekki snúið aftur. Verst er ástandið í Mosul þar sem áætlað er að nauðsynlegt sé að endurbyggja eða laga um 40 þúsund heimili. Um 600 þúsund manns af um tveimur milljónum íbúa Mosul, hafa ekki geta snúið aftur heim. Yfirvöld landsins áætla að um hundrað milljarða dala þurfti til endurbyggingar en sömuleiðis segja leiðtogar borgarinnar Mosul að álíka upphæð þurfi þar. Enn sem komið er vill þó enginn borga.Ríkisstjórn Donald Trump hefur gert Írökum ljóst að þeir muni ekki taka þátt í kostnaðinum og vonast Írakar þess í stað til þess að ríkar þjóðir Mið-Austurlanda, eins og Sádi-Arabía, komi þeim til aðstoðar. Einnig binda menn í Baghdad von við að Íran aðstoði þá.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar vinna Sameinuðu þjóðirnar að uppbyggingu í um tuttugu bæjum og borgum. Fjármögnun til verkefnisins er þó langt frá því að vera nægileg. Því hefur meirihluti þeirrar uppbyggingar sem þegar hefur átt sér stað verið unnin af einstaklingum.Þá gerir spilling og deilur á milli trúarflokka yfirvöldum erfitt fyrir. Skemmdirnar eru verstar á svæðum súnníta en sjítar stýra ríkinu í Baghdad. Óttast er að verði súnnítar yfirgefni muni meðfylgjandi gremja valda til nýrrar kynslóðar vígamanna. Ahmed Shaker, embættismaður í Ramadi, segir að borgin hafi ekki fengið krónu frá Baghdad. „Þegar við báðum ríkisstjórnina um fjármagn til uppbyggingar, sögðu þeir: Hjálpið ykkur sjálfum. Farið og spyrjið vini ykkar við Persaflóa.“ Það er tilvísun í aðra súnníta. Mið-Austurlönd Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Það mun taka mörg ár að endurbyggja Írak eftir átökin við Íslamska ríkið. Þriggja ára átök hafa valdið gífurlegum skemmdum í norður- og vesturhluta Íraks. Svo til gott sem hver einasta borg og hver einasti bær sem ISIS-liðar stjórnuðu þarf á miklum viðgerðum að halda. Enn sem komið er hafa um 2,7 milljónir Íraka snúið aftur til heimila sinna eftir að hafa flúið undan vígamönnum ISIS. Þó halda rúmlega þrjár milljónir enn til í búðum og geta ekki snúið aftur. Verst er ástandið í Mosul þar sem áætlað er að nauðsynlegt sé að endurbyggja eða laga um 40 þúsund heimili. Um 600 þúsund manns af um tveimur milljónum íbúa Mosul, hafa ekki geta snúið aftur heim. Yfirvöld landsins áætla að um hundrað milljarða dala þurfti til endurbyggingar en sömuleiðis segja leiðtogar borgarinnar Mosul að álíka upphæð þurfi þar. Enn sem komið er vill þó enginn borga.Ríkisstjórn Donald Trump hefur gert Írökum ljóst að þeir muni ekki taka þátt í kostnaðinum og vonast Írakar þess í stað til þess að ríkar þjóðir Mið-Austurlanda, eins og Sádi-Arabía, komi þeim til aðstoðar. Einnig binda menn í Baghdad von við að Íran aðstoði þá.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar vinna Sameinuðu þjóðirnar að uppbyggingu í um tuttugu bæjum og borgum. Fjármögnun til verkefnisins er þó langt frá því að vera nægileg. Því hefur meirihluti þeirrar uppbyggingar sem þegar hefur átt sér stað verið unnin af einstaklingum.Þá gerir spilling og deilur á milli trúarflokka yfirvöldum erfitt fyrir. Skemmdirnar eru verstar á svæðum súnníta en sjítar stýra ríkinu í Baghdad. Óttast er að verði súnnítar yfirgefni muni meðfylgjandi gremja valda til nýrrar kynslóðar vígamanna. Ahmed Shaker, embættismaður í Ramadi, segir að borgin hafi ekki fengið krónu frá Baghdad. „Þegar við báðum ríkisstjórnina um fjármagn til uppbyggingar, sögðu þeir: Hjálpið ykkur sjálfum. Farið og spyrjið vini ykkar við Persaflóa.“ Það er tilvísun í aðra súnníta.
Mið-Austurlönd Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira