Stefnt að því að afgreiða fjárlagafrumvarpið úr þinginu annað kvöld Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Óhefðbundið er að þingfundir standi yfir milli jóla og nýárs. V'isir/Vilhelm Vonir standa til þess að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir áramót annað kvöld, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. „Við klárum bara það sem er tengt áramótunum, fjárlögin, fjáraukalögin og tekjubandorminn,“ segir Steingrímur. Auk þess eru nokkur önnur mál á dagskrá eins og veiting ríkisborgararéttar. „Það sér alveg til lands með þetta allt saman en við frestum því sem er ekki alveg bráðnauðsynlegt,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/stefánTvö mál urðu að lögum fyrir jól. Annars vegar var þar um að ræða breytingar á útlendingalögum og geta útlendingar nú fengið svokallað námsmannadvalarleyfi hér á landi á grundvelli iðnnáms, en ekki bara á grundvelli háskólanáms. Ákveðið var að bregðast við með lagasetningu eftir að í ljós kom að samkvæmt nýjum útlendingalögum væri víetnömskum matreiðslunema, Chuong Le Bui, meinað að dvelja hér á landi. Hins vegar voru samþykktar breytingar á dómstólalögum vegna þeirrar breytinga sem verða á dómstólaskipan í upphafi nýs árs þegar Landsréttur tekur til starfa. Á þingfundi í dag mun svo fara fram sérstök umræða um fátækt. Þar er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, málshefjandi en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvara. Á meðal þingmála sem verður frestað til næsta árs eru lokafjárlög ársins 2016 og stjórnartillaga um stofnefnahagsreikninga ríkisins. Að auki eru fjölmörg þingmannamál sem bíða umræðu. Eins og frumvarp þingmanna Pírata um að ekki verði unnt að leggja lögbann á fréttir fjölmiðla án undangengins úrskurðar héraðsdóms, þingsályktun Samfylkingarinnar um aðgengi að sálfræðingi í framhaldsskólum og fleira. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Vonir standa til þess að hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir áramót annað kvöld, að sögn Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. „Við klárum bara það sem er tengt áramótunum, fjárlögin, fjáraukalögin og tekjubandorminn,“ segir Steingrímur. Auk þess eru nokkur önnur mál á dagskrá eins og veiting ríkisborgararéttar. „Það sér alveg til lands með þetta allt saman en við frestum því sem er ekki alveg bráðnauðsynlegt,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/stefánTvö mál urðu að lögum fyrir jól. Annars vegar var þar um að ræða breytingar á útlendingalögum og geta útlendingar nú fengið svokallað námsmannadvalarleyfi hér á landi á grundvelli iðnnáms, en ekki bara á grundvelli háskólanáms. Ákveðið var að bregðast við með lagasetningu eftir að í ljós kom að samkvæmt nýjum útlendingalögum væri víetnömskum matreiðslunema, Chuong Le Bui, meinað að dvelja hér á landi. Hins vegar voru samþykktar breytingar á dómstólalögum vegna þeirrar breytinga sem verða á dómstólaskipan í upphafi nýs árs þegar Landsréttur tekur til starfa. Á þingfundi í dag mun svo fara fram sérstök umræða um fátækt. Þar er Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, málshefjandi en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvara. Á meðal þingmála sem verður frestað til næsta árs eru lokafjárlög ársins 2016 og stjórnartillaga um stofnefnahagsreikninga ríkisins. Að auki eru fjölmörg þingmannamál sem bíða umræðu. Eins og frumvarp þingmanna Pírata um að ekki verði unnt að leggja lögbann á fréttir fjölmiðla án undangengins úrskurðar héraðsdóms, þingsályktun Samfylkingarinnar um aðgengi að sálfræðingi í framhaldsskólum og fleira.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent