Með hækkandi sól Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 27. desember 2017 11:30 Á Vetrarsólstöðum og jólum er fjölskyldan sett í forgang, flestir líta svo á að jólin séu hátíð barnanna og margir finna barnið í sjálfum sér á þessum tíma. Við kennarar finnum svo sannarlega fyrir þessari spennu og aðventan er bæði skemmtilegur og erilsamur tími í skólanum. Eitt meginstef grunnskólans er umburðarlyndi og kærleikur sem á sér djúpar rætur í jólahefð Íslendinga. Margir geta rifjað upp jólahefðir í skóla og njóta þess að minnast gleðistunda með skólafélögum. Í dag eru allir kennarar meðvitaðir um margbreytilegan bakgrunn nemenda og leggja áherslu á umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi frekar en boðskap kristinna manna. Fyrstu árin mín sem kennari áttaði ég mig á ábyrgðinni sem fylgdi því að vera trúað fyrir nemendahóp. Ekki ósvipað því að fá í fangið barn sem hefur möguleika á að dafna og þroskast og verða að stórkostlegri manneskju. Það grípur mann sterk löngun til að gera eins vel og maður getur, en ekki síður hræðsla við að gera mistök. Mín skoðun er að meginverkefni grunnskólans sé að byggja upp sterka einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar. Jafn sterka og þegar þeir gengu inn í grunnskólann í fyrsta bekk fullir sjálfstrausts og vitneskju um eigin getu. Grunnskólinn í samvinnu við foreldra og heimili vinnur að því að móta heilsteypta einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar með jákvæðni og sjálfstraust að vopni. Í fáeinum orðum má segja að kennarastarfið einkennist af öfgum. Áhyggjur hversdagsins og álagið sem fylgir flóknu starfi kennarans, gleymist á því augnabliki þegar kennari horfir yfir hópinn sinn, sér gleðiblik í augum nemenda sinna og væntumþykju til skólans og samnemenda. Kennarinn upplifir oftar en ekki mikla gleði yfir vel unnu verki. En kennarastarfið á sér líka dekkri hliðar. Álag á kennara á starfstíma skóla er mikið. Kennarar hafa áhyggjur af velferð nemenda sinna og margir kennarar þekkja þá tilfinningu að leggjast á koddann með hugann fullan af spurningum um hvort dagsverkið hafi skilað árangri. Gríðarleg ábyrgð sem felst ekki síst í að allir eigi rétt á námi við hæfi og margir kennarar upplifa að þar sé pottur brotinn og ekki sé hægt að sinna nemendum á þann hátt sem best sé á kosið. Óumræðilegur sveigjanleiki sem kennarar þurfa að tileinka sér til að geta sett sig í spor allra nemenda og foreldra þeirra og tileinka sér nýjustu tækni og skilja mismunandi lífsskoðanir í síbreytilegu samfélagi. En myrkrið er svartast þegar kemur að því að meta starf kennara til launa. Þar upplifa kennarar stöðuga niðurlægingu og ekkert samræmi við það mikilvægi sem grunnskólinn er í samfélagslegum skilningi. Við kennarar vitum að starfið sem við gegnum er mikilvægt, foreldrar segja okkur það á hverjum degi, nemendur sýna okkur það í verki. En um leið og farið er að tala um að borga okkur mannsæmandi laun þá hverfur þetta sama fólk á bak við ósýnilegt blað og krefst aukinnar vinnu eða sölu áunninna réttinda til að hægt sé að hækka laun okkar til jafns við ákvörðun sem liggur til grundvallar launahækkunum annarra launþega landsins. Ég ætla að gefa mér það að með hækkandi sól þá sé von um að launakjör grunnskólakennara batni til jafns við það hlutverk sem við gegnum í samfélaginu og að allir sem eiga börn í skóla og hafa átt börn í skóla leggist á eitt með okkur að breyta inngrónu meini sem allt of lengi hefur verið látið ráða launakjörum í þessu landi; að peningar séu meira virði en fólk.Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á Vetrarsólstöðum og jólum er fjölskyldan sett í forgang, flestir líta svo á að jólin séu hátíð barnanna og margir finna barnið í sjálfum sér á þessum tíma. Við kennarar finnum svo sannarlega fyrir þessari spennu og aðventan er bæði skemmtilegur og erilsamur tími í skólanum. Eitt meginstef grunnskólans er umburðarlyndi og kærleikur sem á sér djúpar rætur í jólahefð Íslendinga. Margir geta rifjað upp jólahefðir í skóla og njóta þess að minnast gleðistunda með skólafélögum. Í dag eru allir kennarar meðvitaðir um margbreytilegan bakgrunn nemenda og leggja áherslu á umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi frekar en boðskap kristinna manna. Fyrstu árin mín sem kennari áttaði ég mig á ábyrgðinni sem fylgdi því að vera trúað fyrir nemendahóp. Ekki ósvipað því að fá í fangið barn sem hefur möguleika á að dafna og þroskast og verða að stórkostlegri manneskju. Það grípur mann sterk löngun til að gera eins vel og maður getur, en ekki síður hræðsla við að gera mistök. Mín skoðun er að meginverkefni grunnskólans sé að byggja upp sterka einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar. Jafn sterka og þegar þeir gengu inn í grunnskólann í fyrsta bekk fullir sjálfstrausts og vitneskju um eigin getu. Grunnskólinn í samvinnu við foreldra og heimili vinnur að því að móta heilsteypta einstaklinga sem tilbúnir eru að takast á við verkefni framtíðarinnar með jákvæðni og sjálfstraust að vopni. Í fáeinum orðum má segja að kennarastarfið einkennist af öfgum. Áhyggjur hversdagsins og álagið sem fylgir flóknu starfi kennarans, gleymist á því augnabliki þegar kennari horfir yfir hópinn sinn, sér gleðiblik í augum nemenda sinna og væntumþykju til skólans og samnemenda. Kennarinn upplifir oftar en ekki mikla gleði yfir vel unnu verki. En kennarastarfið á sér líka dekkri hliðar. Álag á kennara á starfstíma skóla er mikið. Kennarar hafa áhyggjur af velferð nemenda sinna og margir kennarar þekkja þá tilfinningu að leggjast á koddann með hugann fullan af spurningum um hvort dagsverkið hafi skilað árangri. Gríðarleg ábyrgð sem felst ekki síst í að allir eigi rétt á námi við hæfi og margir kennarar upplifa að þar sé pottur brotinn og ekki sé hægt að sinna nemendum á þann hátt sem best sé á kosið. Óumræðilegur sveigjanleiki sem kennarar þurfa að tileinka sér til að geta sett sig í spor allra nemenda og foreldra þeirra og tileinka sér nýjustu tækni og skilja mismunandi lífsskoðanir í síbreytilegu samfélagi. En myrkrið er svartast þegar kemur að því að meta starf kennara til launa. Þar upplifa kennarar stöðuga niðurlægingu og ekkert samræmi við það mikilvægi sem grunnskólinn er í samfélagslegum skilningi. Við kennarar vitum að starfið sem við gegnum er mikilvægt, foreldrar segja okkur það á hverjum degi, nemendur sýna okkur það í verki. En um leið og farið er að tala um að borga okkur mannsæmandi laun þá hverfur þetta sama fólk á bak við ósýnilegt blað og krefst aukinnar vinnu eða sölu áunninna réttinda til að hægt sé að hækka laun okkar til jafns við ákvörðun sem liggur til grundvallar launahækkunum annarra launþega landsins. Ég ætla að gefa mér það að með hækkandi sól þá sé von um að launakjör grunnskólakennara batni til jafns við það hlutverk sem við gegnum í samfélaginu og að allir sem eiga börn í skóla og hafa átt börn í skóla leggist á eitt með okkur að breyta inngrónu meini sem allt of lengi hefur verið látið ráða launakjörum í þessu landi; að peningar séu meira virði en fólk.Höfundur er grunnskólakennari.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun