Fótbolti

„Hlægilegt“ að reka Zidane

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zidane þjálfar Real Madrid í dag og hefur liðið unnið Meistaradeild Evrópu tvisvar undir hans stjórn.
Zidane þjálfar Real Madrid í dag og hefur liðið unnið Meistaradeild Evrópu tvisvar undir hans stjórn. vísir/getty
Thierry Henry segir umræðuna um að reka eigi Zinedine Zidane frá Real Madrid hlægilega.

Spánar- og Evrópumeistarar Real töpuðu 3-0 fyrir Barcelona á Þorláksmessu og misstu því erkifjendurna í fjórtán stiga forskot á toppi deildarinnar, en Real er í fjórða sæti.

„Það fylgir starfinu að þegar ekki gengur vel þá eru menn spurðir spurninga, en hann hefur staðið sig frábærlega,“ sagði Henry, sem spilaði á sínum tíma með Barcelona.

Zidane, sem spilaði með Real á árunum 2001-2006, vann Meistaradeildina tvö ár í röð og vann spænsku deildina í vor. Þá varð liðið Heimsmeistari félagsliða á dögunum. 

„Þjálfarinn gefur þér taktíkina og skipulagið, en liðið þarf að framkvæma áætlunina á vellinum,“ sagði Thierry Henry.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×