Katrín nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2017 14:58 Katrín Jakobsdóttir segist ekki ímynda sér að hún viti allt fyrirfram um öll mál í stjórnarráðinu. Vísir/Stefán Forsætisráðherra segist nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag þar sem hún reyni að vera í sem bestu sambandi við samstarfsflokkana og að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera. Hún segir nálgast embætti forsætisráðherra af auðmýkt og virðingu. Katrín Jakobsdóttir var í ítarlegu viðtali hjá Heimi Karlssyni á Bylgjunni í morgun. Ræddu þau meðal annars um störf Katrínar í forsætisráðuneytinu og ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk. „Ég nálgast þetta bara dálítið eins og hvert annað verkefni, bara eins og húsfélagið. Maður reynir bara að vera í sambandi, passa að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera og að við séum eins mikið samstillt og mögulegt er,“ segir Katrín um samstarfið.Enginn segir manni hvernig á að vera ráðherra Sem forsætisráðherra segir Katrín að hún eigi að vita allt um alla málaflokka sem engin geti þó gert. Þó að sumir sjái embættið fyrir sér sem einvaldsembætti þá sé sú ekki raunin þó að forsætisráðherra geti vissulega haft mikið um það að segja hvernig stjórnsýslan og stjórnmálin þróast. Katrín segist hafa lært það þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra eftir hrun að enginn geti sagt manni hvernig eigi að vera ráðherra. Hver og einn verði að læra að fóta sig á svellinu og læra af reynslunni. „Ég nálgast bara þetta embætti af virðingu og ég reyni að nálgast það líka af ákveðinni auðmýkt því ég ímynda mér sko ekki að ég viti allt um allt fyrirfram, svo sannarlega ekki. Ég reyni að gera það með sem mestum og bestum samskiptum við mína félaga sem eru formenn hinna stjórnarflokkanna,“ segir hún.Katrín fer fyrir ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum. Hún leggur áherslu á góð samskipti og að fylgjast með því sem aðrir ráðherrar fást við.Vísir/EyþórEkki trúuð en dáist að boðskap kristninnar Í viðtalinu fóru þau Heimir og Katrín um víðan völl, meðal annars um unglingaveiki Katrínar þegar hún var yngri og hvernig hún leiddist út í félagsstörf og stúdentapólitík á mennta- og háskólaárum. Katrín segist ekki vera trúuð og að hún og fjölskylda hennar hafi verið utan kirkju í marga ættliði. „Mér finnst hins vegar ágætt að velta hlutunum fyrir mér og er um margt hrifin af boðskap kristninnar þó að ég sé ekki tiltakanleg trúuð,“ segir Katrín. Þrátt fyrir það segir Katrín að hún og fjölskylda hennar hlýði á messu á jólunum og líti á það sem menningarlegan viðburð. Sjálf segist hún bæði gefa bækur í jólagjöf og hafa gaman af því að fá bækur og lesa um jólin. „Við erum bara svo rosalega hefðbundin að okkur finnst mest gaman að lesa og svo að horfa á eitthvað gott sjónvarpsefni. Láta sér bara líða vel. Svo er auðvitað tími til að hitta fjölskyldu,“ segir Katrín. Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Forsætisráðherra segist nálgast ríkisstjórnarsamstarfið eins og húsfélag þar sem hún reyni að vera í sem bestu sambandi við samstarfsflokkana og að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera. Hún segir nálgast embætti forsætisráðherra af auðmýkt og virðingu. Katrín Jakobsdóttir var í ítarlegu viðtali hjá Heimi Karlssyni á Bylgjunni í morgun. Ræddu þau meðal annars um störf Katrínar í forsætisráðuneytinu og ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokk. „Ég nálgast þetta bara dálítið eins og hvert annað verkefni, bara eins og húsfélagið. Maður reynir bara að vera í sambandi, passa að vera með á nótunum um hvað flestir eru að gera og að við séum eins mikið samstillt og mögulegt er,“ segir Katrín um samstarfið.Enginn segir manni hvernig á að vera ráðherra Sem forsætisráðherra segir Katrín að hún eigi að vita allt um alla málaflokka sem engin geti þó gert. Þó að sumir sjái embættið fyrir sér sem einvaldsembætti þá sé sú ekki raunin þó að forsætisráðherra geti vissulega haft mikið um það að segja hvernig stjórnsýslan og stjórnmálin þróast. Katrín segist hafa lært það þegar hún gegndi embætti menntamálaráðherra eftir hrun að enginn geti sagt manni hvernig eigi að vera ráðherra. Hver og einn verði að læra að fóta sig á svellinu og læra af reynslunni. „Ég nálgast bara þetta embætti af virðingu og ég reyni að nálgast það líka af ákveðinni auðmýkt því ég ímynda mér sko ekki að ég viti allt um allt fyrirfram, svo sannarlega ekki. Ég reyni að gera það með sem mestum og bestum samskiptum við mína félaga sem eru formenn hinna stjórnarflokkanna,“ segir hún.Katrín fer fyrir ríkisstjórn með tveimur öðrum flokkum. Hún leggur áherslu á góð samskipti og að fylgjast með því sem aðrir ráðherrar fást við.Vísir/EyþórEkki trúuð en dáist að boðskap kristninnar Í viðtalinu fóru þau Heimir og Katrín um víðan völl, meðal annars um unglingaveiki Katrínar þegar hún var yngri og hvernig hún leiddist út í félagsstörf og stúdentapólitík á mennta- og háskólaárum. Katrín segist ekki vera trúuð og að hún og fjölskylda hennar hafi verið utan kirkju í marga ættliði. „Mér finnst hins vegar ágætt að velta hlutunum fyrir mér og er um margt hrifin af boðskap kristninnar þó að ég sé ekki tiltakanleg trúuð,“ segir Katrín. Þrátt fyrir það segir Katrín að hún og fjölskylda hennar hlýði á messu á jólunum og líti á það sem menningarlegan viðburð. Sjálf segist hún bæði gefa bækur í jólagjöf og hafa gaman af því að fá bækur og lesa um jólin. „Við erum bara svo rosalega hefðbundin að okkur finnst mest gaman að lesa og svo að horfa á eitthvað gott sjónvarpsefni. Láta sér bara líða vel. Svo er auðvitað tími til að hitta fjölskyldu,“ segir Katrín.
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent