Vill bara skynsamlegar viðræður við Katalóna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, vill ekki funda með Puigdemont í Belgíu. Nordicphotos/AFP Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, neitaði bón Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, um að viðræður um sjálfstæði Katalóníu færu fram í Belgíu. Þar er Puigdemont í sjálfskipaðri útlegð eftir að hann var ákærður fyrir uppreisn vegna aðkomu sinnar að kosningum um sjálfstæði héraðsins og sjálfstæðisyfirlýsingunni sem fylgdi í kjölfarið. Sagði Rajoy að hann væri tilbúinn til þess að ræða við þá flokka sem mynda héraðsstjórn. Allar viðræður þurfi þó að vera skynsamlegar og innan ramma laganna. „Þetta býð ég Katalónum vegna þess að mér er annt um þá,“ sagði forsætisráðherrann.Carles Puigdemont, leiðtogi JxCat.NordicphotoS/AFPBoðað var til kosninganna eftir að Rajoy rak héraðsstjórnina og leysti upp þingið. Var Puigdemont harðorður í garð forsætisráðherrans fyrir kosningarnar. „Sjálfstæði er vilji katalónsku þjóðarinnar,“ sagði Puigdemont í gær. Aðskilnaðarsinnar unnu kosningasigur í héraðsþingkosningum fimmtudagsins. Fengu þeir sjötíu þingsæti og hafa því þriggja þingmanna meirihluta. Blokkin samanstendur af JxCat, flokki Puigdemont, auk Vinstri-Lýðveldisflokksins (ERC) og smáflokksins CUP. Stærsti flokkurinn á héraðsþinginu verður þó hinn sambandssinnaði Borgaraflokkur. Sá fékk 37 þingmenn og er langstærstur sambandssinnaflokka. Samanlagður er þingstyrkur sambandsblokkarinnar 57 þingmenn en Comu-Podem, sem hefur ekki tekið afstöðu til sjálfstæðismálsins, hefur átta. Að sögn Rajoy var Ines Arrimadas, leiðtogi Borgaraflokksins, sigurvegari kosninganna. Flokkur Rajoy, Þjóðarflokkurinn (PP), fékk sína verstu kosningu í sögunni í héraðinu og uppskar þrjú þingsæti. Hefð er fyrir því í Katalóníu að leiðtogi stærsta flokksins geri fyrstu atlögu að héraðsstjórnarmyndun. Sagði Arrimadas þegar úrslit lágu fyrir að erfitt yrði að mynda meirihluta. Það myndi hún samt reyna. Þrátt fyrir að hafa fengið þingmeirihluta fengu aðskilnaðarsinnar ekki meirihluta atkvæða í kosningunum. Katalónska blaðið El Periódico sagði í gær frá því að niðurstöðurnar sýndu fram á að katalónska þjóðin væri klofin. „Kosningarnar sem Mariano Rajoy boðaði til hafa sýnt að Katalónía er klofin í tvær blokkir.“ Önnur blöð tóku einarðari afstöðu með annarri hvorri blokkinni. Þannig sagði í hinu katalónska El Nacional að spænski forsætisráðherrann hefði verið niðurlægður en í spænska blaðinu La Razón sagði að aðskilnaðarsinnar gætu ekki lengur sagst vera að framfylgja vilja Katalóna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, neitaði bón Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, um að viðræður um sjálfstæði Katalóníu færu fram í Belgíu. Þar er Puigdemont í sjálfskipaðri útlegð eftir að hann var ákærður fyrir uppreisn vegna aðkomu sinnar að kosningum um sjálfstæði héraðsins og sjálfstæðisyfirlýsingunni sem fylgdi í kjölfarið. Sagði Rajoy að hann væri tilbúinn til þess að ræða við þá flokka sem mynda héraðsstjórn. Allar viðræður þurfi þó að vera skynsamlegar og innan ramma laganna. „Þetta býð ég Katalónum vegna þess að mér er annt um þá,“ sagði forsætisráðherrann.Carles Puigdemont, leiðtogi JxCat.NordicphotoS/AFPBoðað var til kosninganna eftir að Rajoy rak héraðsstjórnina og leysti upp þingið. Var Puigdemont harðorður í garð forsætisráðherrans fyrir kosningarnar. „Sjálfstæði er vilji katalónsku þjóðarinnar,“ sagði Puigdemont í gær. Aðskilnaðarsinnar unnu kosningasigur í héraðsþingkosningum fimmtudagsins. Fengu þeir sjötíu þingsæti og hafa því þriggja þingmanna meirihluta. Blokkin samanstendur af JxCat, flokki Puigdemont, auk Vinstri-Lýðveldisflokksins (ERC) og smáflokksins CUP. Stærsti flokkurinn á héraðsþinginu verður þó hinn sambandssinnaði Borgaraflokkur. Sá fékk 37 þingmenn og er langstærstur sambandssinnaflokka. Samanlagður er þingstyrkur sambandsblokkarinnar 57 þingmenn en Comu-Podem, sem hefur ekki tekið afstöðu til sjálfstæðismálsins, hefur átta. Að sögn Rajoy var Ines Arrimadas, leiðtogi Borgaraflokksins, sigurvegari kosninganna. Flokkur Rajoy, Þjóðarflokkurinn (PP), fékk sína verstu kosningu í sögunni í héraðinu og uppskar þrjú þingsæti. Hefð er fyrir því í Katalóníu að leiðtogi stærsta flokksins geri fyrstu atlögu að héraðsstjórnarmyndun. Sagði Arrimadas þegar úrslit lágu fyrir að erfitt yrði að mynda meirihluta. Það myndi hún samt reyna. Þrátt fyrir að hafa fengið þingmeirihluta fengu aðskilnaðarsinnar ekki meirihluta atkvæða í kosningunum. Katalónska blaðið El Periódico sagði í gær frá því að niðurstöðurnar sýndu fram á að katalónska þjóðin væri klofin. „Kosningarnar sem Mariano Rajoy boðaði til hafa sýnt að Katalónía er klofin í tvær blokkir.“ Önnur blöð tóku einarðari afstöðu með annarri hvorri blokkinni. Þannig sagði í hinu katalónska El Nacional að spænski forsætisráðherrann hefði verið niðurlægður en í spænska blaðinu La Razón sagði að aðskilnaðarsinnar gætu ekki lengur sagst vera að framfylgja vilja Katalóna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira